miðvikudagur, 31. janúar 2007

Norrmenn eru...

1. Líkams-og heilsuræktarfrík : Hef ekki enn séð eina manneskju sem er yfir meðalþyngd sem þykir frekar merkilegt í nútímasamfélagi og auglýsingar í sjónvarpi og blöðum einkennast af heilsu og fæðubótaefnum. Einnig er varla þverfótandi fyrir skokkandi fólki hér.

2. Háðir gönguskíðum : Ef þeir eru ekki á gönguskíðum um allar trissur, ganga þeir um með þau undir hendinni ( taka þau meira að segja með sér inní matvöruverslanir.) Allir bílar eru einnig útbúnir svona skíðagrindum eða kössum upp á þakinu.

3. Gera ekkert óvanalegt : Allt sem þeir gera en nákvæmlega samkvæmt bókinni og bregða ekkert út af vananum. (Ef maður biður um franskar..fær maður eina frönsku á disk.. jebb við höfum lent í því )

4. Klæða sig samkvæmt veðri : Annar mikill munur á íslendingum og norrmönnum. Hér er kraftgallinn mikið notaður þó svo að ég held aðflestir geri sér grein fyrir að hann er og verður ekki í TÍSKU. En hann er hlýr og það er það eina sem skiptir máli, sáum meira að segja einn mann 30+ á veitingastað sem var klæddur í blárri og hvítri prjónapeysu með hreindýrum framan á... ójú.. öryugglega og vonandi bara af því að hún var hlý!!

Ofangreind atriði eru það sem við erum búin að komast að um land og þjóð á þessum þremur vikum sem við erum búin að búa hér... munum eflaust komast að fleiri og fleiri atriðum þegar líður á .... þangað til ....!!

Ha de....;)

p.s fáum að vita um íbúðina á morgun.. jææks..!!

mánudagur, 29. janúar 2007

Aftur og aftur og aftur a ny



Langaði bara aðeins að flikka upp á síðuna með þessari skemmtilegu mynd... erum að verða eins og gömul hjú í alveg eins fötum!! Höldum uppi heiðri Íslands hér enda Aftur eitt flottasta íslenska fatamerkið ...

sunnudagur, 28. janúar 2007

Af elgum og Astrup Fearnley

Kuldinn í Noregi er sem betur fer búin að minnka um nokkur stig upp á siðakastið þannig að loksins er orðið líft utandyra á ný. Erum búin að skipta um hótel og vorum svo heppin að eina lausa hótelið um þessar mundir er hótel hjá Gardemoen flugvellinum, já kæru vinir Lúðaström fékk allt í einu mikinn glæsibrag yfir sig!! Umhverfið í kringum hótelið er bara skógur og svo er svona aðvörunarskilti um elg-hættu á öllum vegum hér í kring, og ég veit til þess dæmi að elgar hafi drepið menn ! en allt í góðu... við ætlum að reyna að skipta um hótel eftir helgi!!

Góðu fréttirnar eru þær að ég er byrjuð að keyra, þeysist um hraðbrautirnar eins og ekkert sé sjálfsagðara... fyrir utan smá svitaköst og pirringsköst af og til þegar bílarnir í kringum mig eru að gera eitthvað vitlaust... heheh!!

Viktor spilaði æfingaleik á föstudaginn sem fór 3-0 fyrir Lilleström... jesss og Vikki fékk 10 mín í lokinn! Sá ekki leikinn en Viktor sagði að Lilleström hefði malað hitt liðið... vona bara að Viktor fái fleiri mínutur næst svo að Lilleström fari að slátra hinum liðunum....!! Já hef alla trú að mínum manni..!!

Í gær héldum við í bæjarferð til Osló... fórum á Astrup Fearnley nýlistasafnið sem ég var búin að heyra mjög góða hluti um! Safnið stóð aldeilis undir væntingum, sáum verk eftir listamennina Richard Prince, Matthew Barney o.fl. Prince er nýji uppáhaldslistamaðurinn minn!! Lentum líka í því að hitta Íslending hér í Osló í fyrsta sinn... Safnvörðurinn á safninum var íslensk ... mjög indæl kona sem ég þó náði ekki nafninu á ... hún stoppaði okkar, greininlega mjög hissa á því að hitta íslendinga á þessum slóðum!

Einnig vill ég koma því á framfræri að við þurftum að spyrja til vegar í gær því við fundum ekki safnið góða, í fyrsta sinn sem við höfum stoppað fólk útá götu til að spyrja til vegar ... og ég var gjörsamlega hunsuð!!! Reyndar bara af einni konu en það náði að rista djúpt á sálina... þorði ekki að spyrja til vegar eftir það!!

Mitt móttó: að vera alltaf kurteis við útlendinga!!!

Af íbúðarmálum er það að frétta að við erum búin að bjóða í eina í búð sem er í Lilleström, rosalega fín og öll núuppgerð íbúð!! Fáum ekki svar við tilboðinu fyrr en eftir helgi... við vonumst bæði eftir að fá þessa íbúð enda viljum fara að hefja þetta líf okkar hér í bráð...!

Ekki meir í bili... (treystum því að allir leggist á eitt við að biðja fyrir okkur og íbúðinni góðu)

þriðjudagur, 23. janúar 2007

Frosnar svitaperlur i fyrsta sinn




Já svona er útlitið í Noregi um þessar mundir enda ég ekki búin að koma við stýrið á bílnum síðan ég kom! Það er um 11 stiga frost og því nýstir inn að beinum um leið og maður fer út um dyrnar... geri ekki mikið af því núna!! Fótboltinn gerir þó engar undantekningar vegna veðurs og Viktor greyið er látin hlaupa úti eins og ekkert sé... skeggið hans var allt í grýlukertum eftir hlaupin... í fyrsta sinn sem það kemur fyrir!!

Í augnablikinu lifum við mjög einföldu lífi.. hótellíf er ljúft mundu sumir segja... skoðun mín á því breytist með hverjum deginum! Það er auðvitað þægilegt að láta búa um rúmin fyrir sig, skipta um handklæði og klósettpappír á hverjum degi og fara út að borða á hverju kvöldi... en núna erum við farin að kunna enn betur að meta það að eiga eigið heimili og fá heimalagaðan mat!! Getum ekki beðið að losna af hótelinu... ég er meira að segja búin að lofa sjálfri mér því að ég skal elda á hverju kvöldi.. erum hvort eð er búin að prufa alla veitingastaði í Lilleström (þeir eru nú ekki svo margir)!

Í gær fórum við á uppáhaldsstaðinn okkar hér í tilefni dagsins en það er indverskur staður! Fengum okkur svo sterkan mat að mér verkjaði í eyrum allt kvöldið...(eins og í teiknimyndunum) hef aldrei lent í því áður og næst bið ég um medium sósu ekki hot!!! Ætluðum í bió en bíóhúsum hér taka sér það bessaleyfi að sýna þær myndir sem þeim hentar á þeim tíma sem þeim hentar .. þannig að það er ekki hægt að stóla á neitt... bara að mæta og vona að maður verði heppin býst ég við!!

Jæja ekki meira í bili héðan úr norsaraveldinu

mánudagur, 22. janúar 2007

Gaman... saman...










Hér sjáið þið nokkarar myndir af okkur lopasokkahjúum..... afmælisbarnið var í essinu sínu ...!!!
P.s klæddur í eina af afmælisgjöfunum..;)


Hann a afmæli i dag...dadarada....!!!

Já það er rétt.. Viktor Bjarki Arnarsson fyllir 24 ár í dag!!

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN....!!!!!

Nei nei engar áhyggjur... þetta verður ekkert svoo einmannalegur afmælisdagur... mín mun reyna að vera á við alla fjölskylduna fyrir afmælisbarnið ... !!!

Fleiri fregnir af hátíðarhöldunum á morgun ... mission dagsins er að reyna að finna einhvern veitingastað í bænum sem við erum ekki nú þegar búin að prufa ...

Kveðjur yfir hafið

föstudagur, 19. janúar 2007

Með götukortið að vopni

Það að búa í útlöndum eða réttara sagt að byrja að búa í útlöndum er mjög krefjandi fyrir líkama og sál. Það þarf að redda öllu og pínulítið eins og að byrja lífið frá grunni. Ný kennitala, nýr bankareikningur og svo framvegis.
Viktor er í rosalegu æfingaprógrammi og því dauðþreyttur á kvöldin en þetta er allt að komast inn í hversdagslega rútínu. Álagið verður vonandi minna þegar undirbúningstímabilinu er lokið, ekki tvær þriggja klukkutíma æfingar á dag eins og núna. Spinning er í miklu uppáhaldi hjá Norrmönnunum og því er Viktor orðin frekar þreyttur í rassinum eftir sætin hehehe... en fékk samt proffesional hjólabúning frá félaginu (samfestingur úr sundbolabúning, bráðum orðin löglegur fyrir Tour de France hjólakeppnina hahaha) enda mun Spánarferðin hans einkennast af miklum hjólaferðum að sögn þjálfarans.
Allt sem fyrir augum ber hér í lopasokklandi er nýtt fyrir okkur skötuhjúum og því gætir vissarar hræðslu við það eina að fara út í búð og kaupa í matinn. Maður er alltaf hræddur um að gera eitthvað vitlaust og leggur sig allan fram við að falla inn í hópinn. Það eru þó eitthver vandkvæði bundin við það þar sem hvorugt okkar á Fjallraven bakpoka eða gönguskó eins og allir landsmenn hér klæðast. Ekki miklar líkur á því að við fjárfestum í því í bráð. Einnig virðast gönguskíði vera álíka algengur fylgihlutur og handtaska hér á bæ.
Í dag fórum við í skoðunarferð um Osló með leiðarkort að vopni til að finna út hvar íbúðirnar sem við ætlum að skoða á morgun eru staðsettar... samhæfing okkar að finna leiðina var með eindæmum góð og hverfin sem við skoðuðum lofuðu góðu. Á morgun er svo planið að skoða 3 íbúðir í Osló og eina í Lilleström á sunnudaginn. Allir að krossa putta fyrir okkar hönd því hótelvistin er orðin frekar leiðigjörn.
Venligst hilsen

miðvikudagur, 17. janúar 2007

Biiingo....

Fann kaffihús! Það var bara hið notalegasta þrátt fyrir a.m.k barnaflóð og vagnaflóð í anddyrinu. Hef hingað til ekki lagt það í vana minn að fara ein á kaffihús... en alltaf er eitthvað fyrst og hef það á tilfinningunni að þetta sé ekki í síðasta skiptið!!! Lofa samt að ég muni aldrei (ég endurtek aldrei!!) fara ein í bíó... held að það fari mér ekki! eða hvað?!

Halli.. þú hefur rétt fyrir þér, það er voða lítið entertainment í krummaskurðinum enda göturnar alltaf tómar klukkan eftir klukkan 9 á kvöldin... en í gær komumst við að því hvar allir bæjarbúar halda sig á kvöldin... í Bingó!!!!! Hér er sko rísastór bingósalur sem er sko mega pró... með tölvum fyrir alla og alles!! Stærsti Bingósalur sem ég hef séð...þó hef ég nú ekki mikla viðmiðun enda var leikurinn Bingó í tísku fyrir mína tíð.... og ég sem hélt að þetta væri nær útdautt en viti menn...!! Ekki samt gera ykkur neinar vonir um að við förum að taka þátt í þessu enda er planið að flýja í siðmenninguna innan skamms... Bingóið verður að bíða í nokkur ár !!

Norsku kunnátta okkar fer fram úr björtustu vonum... erum samt ekki farin að tala saman á norsku.. gefið okkur svona tvær vikur á verður það komið! Verð samt að viðurkenna að norskan fer Viktor frekar illa... og það á hann sameiginlegt með öllum karlmönnum! Norska fer karlmönnum bara ekki vel!! Það ætti að búa til nýjan hreim fyrir karlmenn í þessu landi... bara svo þeir geti haldið aðeins í karlmennskuna!!

Jæja þetta er nóg í bili.. Lofaði pabba að þetta yrði ekkert dagbókar blogg... honum finnst það eitthvað corny!

þriðjudagur, 16. janúar 2007

Norskukennsla og kaffihusaleit

Gaman að sjá hversu margir hafa fundið síðuna... loksins getur maður bara skrifað fyrir fólkið sem manni langar að lesi eitthvað eftir mann... minni pressa hehehe!

Við þurftum að skipta um hótel í gær og Viktor var á æfingu frá 8 um morguninn til hálf sjö um kvöldið.... !! Duglegur strákur í klukkutímapásunni milli æfinga er félaginn í norsku kennslu... segist vera bestur í bekknum. (kannski ekki skrýtið þar sem hann er með áströlum og serbum í bekk)

Ég rölti því ein um Lilleström í gær með allar okkar veraldlegu eigur á herðunum... okí of sterkt til orða tekið! Hótelið tók enga ábyrgð á farangrinum okkar þannig að ég var með tölvuna, símana, myndavélina og allt svoleiðis dót!

Ég leitaði að kaffihúsi út um allt til dægrastyttingar og eftir endalausa leit endaði ég inní á kaffihúsi með bara fólki 70+ og var nota bene inní verslunarmiðstöðinni! Já engin notaleg kaffihúsa að finna hér. En ég læt ekki segjast og held ótrauð áfram leit minni. Ef allt kemur fyrir ekki lítur út fyrir að ég væri kannski búin að finna mína köllun hér í Noregi, Stofna kaffihús!
Kannski ekki sniðugt þar sem Lilleström virðist vera bær með fjölskyldufólki og elllilífeyrisþegum! Eitt og eitt ungt par á okkar aldri á stangli en ójú... þá er oftast barnavagn með þeim í för.

Er byrjuð á mínum rannsóknum á norska þjóðfélaginu og norrmönnum yfir höfuð .... nánari úttekt á því síðar en hingað til ganga rannsóknir vel!!
Hilsen

mánudagur, 15. janúar 2007

Dagur eitt i lopasokkalandi

Jæja þá er ævintýrið byrjað!
Þetta blogg er ætlað öllum sem okkur þykir vænt um nær og fjær og vilja vita hvað við hjónim erum að gera! Einnig skilst mér að þetta spari símreikning sem er alltaf gott hehehe

Það voru blendnar tilfinningar þegar hjólin á flugvélinni lyftust af flugbrautinni í Keflavík enda ekki á dagskránni að snáu aftur í bráð. Klakinn var því kvaddur með trega í brjósti en tilhlökkun við að takast á við nýjar áskoranir.

Ferðalagið sjálft sem betur fer búið, þar sem magnið af skóm og fatnaði sem ég þurfti endilega að taka með mér var óendanlega þungt. (plús nokkrar þungar sólabækur sem fengu að fljóta með) Það er ekki auðvelt að ferðast ein (á háum hælum í þokkabót) tek ofan fyrir konum sem feraðst einar með börnin sín. Átti sko alveg nóg með sjálfan mig!!

Viktor minn sótti mig auðvitað út á flugvöll og var ég ekki fyrr búin að hrósa honum fyrir að rata á hraðbrautinni þegar við tókum vitlausa beygju til Lilleström... hahaha *karma*

Knús og kveðjur