mánudagur, 26. febrúar 2007

Aftur til fortiðar....



Ha ha ha... Aldís var að láta mig fá þessa skemmilegu mynd af mér lítillri... tíhí... algjör bolla!! Langaði bara að deila henni með ykkur, það er alltaf gaman að taka smá ferðalag aftur um nokkur ár .....

laugardagur, 24. febrúar 2007

Stormur i formi slyddu

Nú er farið að styttast í annan endan á dvöl mini hér hjá hinni elskulegu litlu fjölskyldu við Eyrarsund. Eftir tvo daga mun Lúðaström taka á móti mér með opnum örmum... það er að segja ef ég kemst þessa stuttu leið yfir!! Fyrir nokkrum dögum byrjaði að snjóa hér í danaveldi og þeir eru ekki alveg að höndla þetta álag... fréttirnar segja frá snjóstormi en út um gluggan falla bara nokkur snjókorn í takt við örlítið rok. Danir eru algjört met, almenningsamgöngur í lamasessi og flugi frá Kastrup frestað. Vonandi verða þeir nú samt búnir að ná tökum á þessu greyin á mánudagsmorguninn því ég er farin að hlakka mikið til að sjá sólbrúna fésið á hinum lopasokkinum. Hann ákvað að taka af sér allt hárið á Spáni (mér óaðvitandi) og því er ég spennt að sjá skallann á kallinum. Viktor á að koma til Noregs í dag og ég vona að það muni gerast áfallalaust enda eru norrmenn mikið vanari snjó en hinir kærulausu Danir.

Á meðan ég hef dvalið hér í góðu yfirlæti hjá listaparinu og hinni sístækkandi og bráðskemmtilegu Magneu, hef ég fengið að gægjast inn í annan heim. Heim sem ekki var mér mikið kunnur fyrir þessa dvöl. Ég er að tala um veröld foreldra, full af ákvörðunum og vagnabrölti. Viðurkenni að mér hafi liðið stundum eins og ísbirni á sólaströnd, ekki alveg að falla inn í hópinn og pínu út úr kú... enda veit eg lítið um bleyjur og uppeldi. Þessi tími er því búin að vera ágætis lærdómur fyrir mína.

Aldís tók mig með sér í "babybíó" sem er morgunbíósýningar fyrir nýbakaðar mæður sem bíóhúsin bjóða upp á hér til að leyfa mömmunum að sjá nýjustu myndirnar. Þangað flykkjast mæðurnar með barnavagnana þar sem þeir eru númeraðir og afgreiðslufólkið vaktar þá. Svo ef að barn byrjað að gráta í vagninum eru númerin kölluð upp í salinum. Mjög fyndin og skemmtileg reynsla að fara klukkan 10 um morgun í bíó... aldrei gert það áður. Þetta mundi örugglega vekja mikla lukka heima.

Takk fyrir öll skemmtilegu kommentin... það er gott að vita að þið þarna á klakanum munið ennþá eftir lopasokkunum!!

Lukka yfir hafið

mánudagur, 19. febrúar 2007

Timarnir breytast og mennirnir með....

Faðir minn hefur ákveðið að hætta starfi sínu sem útgáfustjóri Eddu, ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi tímamót svolítið skrýtin enda er ég ekki ein um þá skoðun að foreldrar manns eigi að halda uppteknu hætti. Það er alltaf eitthvað öryggi sem fylgir því. Faðir minn er þó endast að auka sitt persónulega svigrúm (eins og mamma orðar það) og mun halda áfram að sitja í útgáfustjórn Eddu og sjá um "sína" höfunda. Einnig ætlar hann að sinna sínum málum (það eru mörg járn sem hann hefur í eldinum) og fyrir þá sem ekki vita á hans maður (Jónas heitinn Hallgrímsson) 200 ára afmæli á þessu ári og hefur hann því í nógu að snúast. Þegar maður er búin að setja sitt mark á Íslandssöguna eins og Jónas fær maður heilt ár til heiðurs sér ekki bara einn dag eins og við hin. Ekki slæmt það....

Þetta er merkis fréttir að mínu mati og langaði mig að deila þessu með lesendum þessarar bloggsíðu. Ég sem ætlaði jafnvel að nýta/misnota aðstöðu mína sem dóttir útgáfustjóra og koma með hugmynd að bók.... ( Draumar lopasokka var vinnuheitið á bókinni hehehe) en það er nú runnið út í sandinn. Hefði heldur örugglega ekki plummað mig vel sem rithöfundur... er of hörundsár til að komast í gegnum alla gagnrýnina sem fylgir því starfi.

Smá skúbb á þessum gráa mánudegi

Ha de....

sunnudagur, 18. febrúar 2007

Kanarifuglinn syngur og hjalar....



Hér gefur að líta nýjustu viðbótina í stuðningsmannahóp Lilleström (og þá náttúrulega mest við leikmann #16 !!), og nýju bestu vinkonu mína. Lífið er búið að vera ótrúlega ljúft hér í Danmörku og ungfrú Magnea stækkar með hverjum deginum. Hún er byrjuð að segja "Vá vá vá" í tíma og ótíma. Það er sem sagt hennar fyrstu orð og ég held bara að "Ála" verði orð númer tvö, er allaveganna byrjuð að vinna í því í laumi hehehe!!

Í gær fórum við öll á listasýningu Ólafs Elíassonar og Kjarvals sem stendur nú yfir hér í Köben, sýningin ber nafnið Lavaland og var ótrúlega mikið flott sem fyrir augum bar enda eru þarna á ferðinni tveir frægustu listamenn sem Ísland hefur alið, þó eru nú einhverjar deilur um það enda vilja Danir meina að Ólafur sé danskur....þeir hafa alltaf viljað eigna sér allt sem við íslendingar gerum gott...( eða er það ekki??) en við kaupum þá bara upp til agna á endanum í staðinn...

Í dag er sjálfur konudagurinn og Sindri greyið hefur nú alveg 3 konur á heimilinu til að sjá um og fengum við heimabakaða skúffuköku í tilefni dagsins nammi namm!!

Viktor er orðin frekar leiður á Spánardvölinni enda er þetta frekar langur tími (14 dagar allt í allt) en hann fékk þó kærkomið frí frá æfingum í gær. Dagurinn var tekinn á golfvellinum enda langt síðan Viktor hefur komið við golfkylfuna (hann kom þó ekki nálægt John Arne Riise með henni.... bara svona svo það sé á hreinu!!)

Lopasokkalandið bíður okkar með eftirvæntingu og þegar þangað er komið fer nú að styttast í annan endan á hóteldvölinni... jesss!!
Ég er byrjuð að innrétta íbúðina í hausnum og ekki skemmir fyrir að hafa alla þessa flottu dönsku hönnun út um allt!!

Jæja ekki meira í bili frá mér.. er að fara að borða íslenska Ýsu a´la Sindri (það er víst annað sem maður á að taka með sér frá íslandinu góða og geyma í frystinum...það gerir að minnsta kosti fóstufjölskylda mín...hehehe)

Biðjum að heilsa yfir hafið

fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Kongsins Köben...

...það er alltaf eins og að koma heim þegar maður stigur fæti á Ráðhústorgið með Strikið fyrir augunum og pulsufnykinn í nösunum. Kaupmannahöfn er ekki kölluð kóngsins köben fyrir ekki neitt, pínulítið fyrir svona fólk kennt við Lúðaström eins og mig að komast inn í siðmenningu!

Hér líða dagarnir eins og klukkutímar og nýt ég þessa að fylgjast með litlu fjölskyldunni á Öresund. Magnea er orðin frekar skæð, byrjuð að standa upp við hvað sem er og það má ekki líta af henni augunum þá er hún þotin á braut. Það er eins og hún sé aðeins OF gáfuð og dugleg miðað við aldur.... hehehe...Hún er svooo sæt... langar helst að taka hana með mér til Lúðaström.... hún mundi allaveganna aldeilis stytta mér stundirnar þar á bæ !!

Aldís og Sindri eru búin að kenna mér helling um það hvernig maður á að haga sér þegar maður er búsettur í útlöndum. Eins og að horfa á Kastljósið á netinu til að fylgjast með fréttum að heiman. Kaupa kokteilsósu og pítusósu í fríhöfinnni því jú það er nú svona sér íslenskt dót. Einnig eru þau búin að kynna fyrir mér helling af dönskum bíómyndum og er planið að ná að horfa á þær allar áður en ég fer heim... Þau eru svoo góð við heimilislausa unglinginn (mig).

Viktor hefur það mjög gott á Spáni, einfaldir dagar sem innihalda æfingar og matarpásur! Veðrið er víst mjög gott og kallinn er búin að taka smá lit .... (sem þýðir að húsfreyjan þarf að fara að vinna aðeins í húðlitnum á sér áður en hann kemur tilbaka) Hann fer bráðum að vera kallaður 10 mínutna maðurinn frá Íslandi enda fær hann ekki að spila fleiri mínutur í hverjum leik... en vonandi fer það nú að batna... okkar maður á nefninlega miklu fleiri mínutur skilið.. allaveganna korter ;)

Eins og þið heyrið er allt frábært að frétta af lopasokkunum i bili...

Hilsen

mánudagur, 12. febrúar 2007

Fall er fararheill...

Já skulum við svo sannarlega vona... því við lopasokkarnir komumst sko ekki klakklaust frá Noregi á Laugardaginn var.
Það byrjaði þannig að við sváfum yfir okkur, vöknuðum á sama tíma og rútan frá LSK átti að leggja af stað út á flugvöll með öllu liðinu. Sem betur fer vorum við á hóteli rétt hjá flugvellinum og ákváðum þá hið snarasta að keyra, flugin okkar áttu að fara að sama tíma... við enduðum með að þurfa að rúnta um flugvallarsvæðið til að finna bílastæðin, með forráðamenn liðsins á hinni línunni að reka á eftir kappanum (þið getið rétt ímyndað ykkur andrúmsloftið inní bílnum) svo þegar á bílastæðið kom þurftum við taka rúta að flugvellinum sjálfum. Þegar við vorum að fara að anda léttar og stíga uppí rútuna kom punkturinn yfir i-ið.......

Viktor gleymdi VEGABRÉFINU..... jebb við hlupum með allan faragurinn aftur að bílnum til að leita að vegabréfinu ( held að við höfum bæði verið við það að fá tauga- og hjartaáfall) ... sem betur fer tókst okkur að finna það að lokum og já til að gera langa sögu stutta... sit ég hér á Öresundskollegiet blokkH íbúð 608 í góðu yfirlæti hjá mínu elskulega frændfólki og Viktor er í 20 stiga hita og sól sprangandi um á samfesting að elta bolta ásamt helling af öðrum fótboltaköppum. Já þetta tókst að lokum!!!
Mætti halda að lopasokkalandið hafi ekki fyrir neinn mun viljað missa aðal lopasokkana úr landi!!! Við vorum bæði sammála um það að þetta væri einn hræðilegasti morgun sem við höfum upplifað!!

Reyni að vera duglega að skrifa hér í Danaveldi og gefa ykkur fréttir af La Manga mótinu... Lilleström er búinn að spila einn leik við Brann og töpuðu 1-0.... næsti leikur er síðan við sjálf Reykjavíkurveldið (KR) á valentínusardaginn... spennandi að fylgjast með því ...!!

Bestu kveðjur yfir hafið

föstudagur, 9. febrúar 2007

Mögulega... omögulega mögulegt

Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur árum síðan að í febrúar 2007 mundi ég vera ... flutt búslóðarflutningum til Lúðaströms í Noregi, væri búin að búa á hóteli í mánuð, ég væri keyrandi út um allt á 100 km hraða á hraðbrautum, byrjuð í háskóla og allt þetta til að elta æskuástina Viktor þar sem hann ætlaði að spranga á eftir leðurtuðru fyrir allan peninginn... ég held að ég hef hefði dáið úr hlátri og sagt manneskjunni að dreyma áfram (dream on ) ... og haldið áfram að selja tuskur í verslunarmusteri dauðans.

En hið ómögulega er mögulegt...... fyrst að þetta varð að raunveruleika er allt hægt....!!

Ætli allt sé ákveðið fyrirfram eða spinnum við okkar eigin lífsleiðarvef?

já bara svona smá hugleiðing í skammdeginu!

ha de....

fimmtudagur, 8. febrúar 2007

Til hamingju.....


Sonja, Grétar og Vilhelm Bjarki með nýjustu viðbótina í fjölskylduna!!!
Stúlka var það, 3650 gr eða 15,5 merkur, já kjarnakona þar á ferð. Hlökkum mjög mikið til að bera dýrgripin augum sjálf enda eins og þið sjáið er hún gullfalleg (og ponsu lítil!!)

Innilegar hamingju og heillaóskir yfir hafið frá okkur hér, kæra litla fjölskylda!!!

Knús

þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Þjoðarstolt norrmanna borið augum


Loksins fannst okkur vera komin tími til að skoða hinn fræga skíðastökkapall "Holmenkollen" sem gnæfir yfir Oslóarborg. Við vorum oft búin að sjá hann uppí fjalli en vissum ekki alveg hvernig við kæmust þangað. Þannig að enn og aftur var kortið tekið upp á laugardaginn, þessi kortalesning mín er nýr hæfileiki sem ég var að uppgötva og kemur sér einkum vel í svona aðstæðum. Duga eða drepast!!
Já Norrmenn eru mjög stoltir af þessum stökkpalli sínum og þegar við komum þangað skildum við afhverju... þetta er ekkert smá mannvirki. 136 m á hæð og fyrir neðan er gryfja þar sem skíðastökkkallarnir lenda. Vá hvað ég er farin að bera mikla og nýfundna virðingu fyrir skíðastökksfólki. Við vorum nefnilega alvöru túristar og fórum í svona skíðastökkhermi... jebb það var alveg eins og maður væri að stökkva sjálfur! Það var rosalegt... Þetta er ekki sport fyrir fólk með almenna skynsemi en samt sem áður ein af tveimur þjóðaríþróttum normanna!! hvað segir það ykkur?

Útsýnið var rosalegt frá þessum svæði og sáum við yfir alla Osló enda var veðrið með eindæmum gott þennan dag. Það er alveg á hreinu að allir sem hingað koma í heimsókn munu fá að sjá þennan magnaða stað.

Annars er allt í góðum gír hér... ég að fara til minnar elskulegu frænku og fjölskyldu á laugardaginn... hlakka ekkert smá til og Viktor til Spánar í hjólaferð (aka. æfingaferð).

Það er eitthvað að gerast hjá Sonju systur í dag (hún er sko ólétt fyrir þá sem ekki vita...) það gæti verið að litla prinsessan ætli að líta dagsins ljós í dag.. þannig að við bíðum spennt hér handan við hafið eftir fleiri fregnum varðandi það mál!!
Þessi dagur væri alls ekki slæmur þar sem amma Erna á afmæli í dag og væri það ekki leiðum að líkjast fyrir dömuna.. Til hamingju með daginn amma!!!

Ha de.....

Lopasokkarnir

föstudagur, 2. febrúar 2007

Loksins komin með heimili i Lopasokkalandi


Jæja.. hef ekki þorað að skrifa neinn pistil síðustu daga vegna mikillar húsnæðisóvissu... en nú er allt komið á hreint!!! Eftir mikla baráttu í dag um íbúðina varð hún loksins okkar klukkan 14.00 í dag!!
Verðið fór þó aðeins hærra en við höfðum hugsað okkur í byrjun en við náðum að pranga öllum eldhústækjum inní verðið(ísskáp, uppþvottavél, örbylgjuofn, eldavél og þvottavél) Tvennt af þessu höfum við aldrei átt áður þannig að ég er mjööög ánægð!!


Við erum búin að brosa út að eyrum í allan dag og hótelvistin er bærilegri þegar maður sér loksins fyrir endann á henni !! Við fáum íbúðina afhenta þann 15 mars og býst ég ekki við öðru nema við reynum að flytja inn samdægurs... eða ég veit að við flytjum inn samdægurs!!

Viktor spilaði æfingaleik í dag og fékk enn og aftur að koma inn á í 10 mín í lok leiksins... nái þó að gera góða hluti og heillaði meðal annars áhorfendur upp úr skónum! Leikurin fór 1-0 fyrir okkar mönnum. Áhangendur Lilleström kalla sig Kanarífuglana og eru byrjaðir að kalla Viktor hinn nýja Heiðar Helgusson (fótboltamann sem var víst mjög vel liðinn þegar hann var að spila með LSK). Það er alltaf gott að hafa stuðningsmennina með sér í liði.

Á morgun er víst eitthvað íslendingaball hér í Osló... hmmm ekki alveg okkar tebolli en kannski maður skelli sér bara í gleðina til að blandast inn í hópinn... höfum svo sem gott af því að taka nokkra snúninga á dansgólfinu, sjáum til... fleiri fregnir af því síðar!!



Hér sjáið þið íbúðina okkar... minnir óneitanlega á Frödingsgötuna í Svíðþjóð fyrir þá sem muna eftir því.. múrsteinshús og svona..!!

Jæja fyrstu gleðifregnirnar hér úr herbúðum okkar lopasokkahjúa en vonandi ekki þær síðustu...!!

Ha de...