miðvikudagur, 17. janúar 2007

Biiingo....

Fann kaffihús! Það var bara hið notalegasta þrátt fyrir a.m.k barnaflóð og vagnaflóð í anddyrinu. Hef hingað til ekki lagt það í vana minn að fara ein á kaffihús... en alltaf er eitthvað fyrst og hef það á tilfinningunni að þetta sé ekki í síðasta skiptið!!! Lofa samt að ég muni aldrei (ég endurtek aldrei!!) fara ein í bíó... held að það fari mér ekki! eða hvað?!

Halli.. þú hefur rétt fyrir þér, það er voða lítið entertainment í krummaskurðinum enda göturnar alltaf tómar klukkan eftir klukkan 9 á kvöldin... en í gær komumst við að því hvar allir bæjarbúar halda sig á kvöldin... í Bingó!!!!! Hér er sko rísastór bingósalur sem er sko mega pró... með tölvum fyrir alla og alles!! Stærsti Bingósalur sem ég hef séð...þó hef ég nú ekki mikla viðmiðun enda var leikurinn Bingó í tísku fyrir mína tíð.... og ég sem hélt að þetta væri nær útdautt en viti menn...!! Ekki samt gera ykkur neinar vonir um að við förum að taka þátt í þessu enda er planið að flýja í siðmenninguna innan skamms... Bingóið verður að bíða í nokkur ár !!

Norsku kunnátta okkar fer fram úr björtustu vonum... erum samt ekki farin að tala saman á norsku.. gefið okkur svona tvær vikur á verður það komið! Verð samt að viðurkenna að norskan fer Viktor frekar illa... og það á hann sameiginlegt með öllum karlmönnum! Norska fer karlmönnum bara ekki vel!! Það ætti að búa til nýjan hreim fyrir karlmenn í þessu landi... bara svo þeir geti haldið aðeins í karlmennskuna!!

Jæja þetta er nóg í bili.. Lofaði pabba að þetta yrði ekkert dagbókar blogg... honum finnst það eitthvað corny!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá getur pabbi þinn bara sleppt því að lesa þetta blogg :)

En ertu s.s. að reyna að segja að bingo þátturinn á skjáeinum hafi ekki verið cool ?

Álfrún og Viktor Noregsfarar sagði...

Hmmm já... Bergur! Bingólottó var ekki COOL!! Hélt að ég þyrfti ekki að segja þér það .... heheh

Nafnlaus sagði...

Ála bara komin með Blogg... semsagt ólíklegir hlutir geta gerst!!!

Gaman að geta fylgst með ykkur frá "lopasokkalandi" eins og þú kýst að kalla það :)

...ég skil að þú viljir ekki fara ein í bíó...prófaðu að fara ein í bingó, það er töff!!híhí....

Nafnlaus sagði...

ég hef farið ein í bíó. Það er allt í lagi, þangað til kemur hlé. Maður verður einkennilega einn ef maður fer fram. Ég sleppi því bara.
edda frænka

Nafnlaus sagði...

Eins og hún Gulla segir þá gerast undur og stórmerki á hverjum degi og þetta blogg er sko eitt þeirra:) Það er ekkert svo ótrúlega langt síðan að þú, elsku Ála mín, kunnir varla að kveikja á tölvu;)
Ég er ekkert smá ánægð með þetta framtak og ætla sko að vera daglegur gestur hérna á síðunni hjá ykkur:)

-Kys og kram:*

Nafnlaus sagði...

Ok. Ég skal alveg taka undir það að karlmennskuímyndin fellur alveg um 5-10 stig þegar maður heyrir menn tala norsku. En hjálpi þér kona! Ef þú ferð aðeins austar, t.d. í Stokkahólm þá tala karlmenn svo hommalega að ef þeir fara að rífast við þig þá detturðu í óstjórnlegan hláturskrampa. Þannig vinna þeir slottólfar alla íþróttaleiki. Klæða sig t.d. í massífa hokkíbúninga, mála svartar rendur undir augun (eða hommalega bláar) og segja svo ,,oooohhhh nu er jeg arj'' eða hvernig það er. Og auðvitað getur engin tekið þetta alvarlega. Ekki frekar en Jón Gnarr sem trúarleiðtoga kaþólskra á Íslandi.