fimmtudagur, 8. mars 2007

Föstudagur til fjars



Loksins eru tímar ferðataskna og hótelvista á enda fyrir okkur lopasokkana!! Hin gullfallega íbúð verður okkar á morgun klukkan 18.00!! Flutningarfyrirtækið virðist þó vera að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera þetta okkur erfiðara fyrir en við ætlum ekki að láta deigan síga, á morgun munum við gista í okkar eigins rúmi í okkar eigins rúmfötum. Get ekki beðið og við munum láta það gerast sama hvað það kostar... Ég mun meira að segja reyna að halda á níðþungu dýnunni okkar alein ef það er það sem þarf til að koma dótinu upp í íbúðina!!

Núna erum við búin að skipta um hótel og erum á Gardemoen í óbyggðum aftur.. en vitiði það er bara allt í lagi því við gistum í ÍBÚÐINNI á morgun !!!

Inga Rósa vinkona var hér í vinnuferð fyrr í vikunni (óvæntur glaðningur enda Osló ekki í alfaraleið fyrir þá sem við þekkjum) Þannig að við lopasokkarnir héldum í siðmenninguna til að fá fréttir og slúður að heiman beint í æð. Það var algjör vítamínsprauta að sjá kunnuglegt andlit loksins !! Inga takk fyrir að koma !!!

Þessa stundina kemst lítið að hjá okkur annað en að innrétta íbúðina í hausnum og skipuleggja flutningana. Fyrri flutningarhjálparkokkum er sko sárt saknað....það er svo gott að eiga góða að!!

Eftir mánuð munum við fá okkar fyrstu heimsókn hingað til Lúðaström g ekki er hún að verri endanum. Sonja, Vilhem Bjarki, Halla Guðrún, Gísli Arnar og monsa Sonjudóttir eru búin að staðfesta komu sína hingað 5. apríl og það verður sko kærkomið stuð!!! Hlökkum til!

Veit ekki hvernig netsambandið verður næstu daga en ég mun reyna að setja inn frekari fregnir af flutningunum sem fyrst!!

Biðjum ykkur að hugsa til okkar í hádeginu á morgun ... þá mun erfiðið byrja.... þangað til...

Ha de

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta fyrirfram. Hver er adressan ykkar í Lúðaström?
kv.pv.

Álfrún og Viktor Noregsfarar sagði...

Adressan okkar er Alexander Kiellandsgate 3a
2000 Lilleström
Norge

Öll bréf eða aðrar sendingar að heiman eru vel þegnar (broskall)

SONJA sagði...

Veiveivei INNILEGA til hamingju krúttin mín!!!! Vildi að ég gæti hjálpað ykkur að flytja ég er nefnilega svo sterk! (passa mig að gera ekki broskar né hehehe, bara fyrir þig Palli)
Hlakka til að koma til ykkar, bara 27 dagar á morgun!

Nafnlaus sagði...

Jæja elskurnar, þá er hótelvistin á enda.
Viktor hlýtur að geta fengið stráka úr liðinu til að bera með sér þyngstu hlutina, eða einhvern karl í húsinu.
Allir farmiðar komnir í hús, þannig að niðurtalning er hafin. 27.dagar.
Faðmlag
mamma - allir biðja að heilsa

P*aldis sagði...

:) vá ! TIL LUKKU

gangi ykkur vel sætu hjú..
..úff, hvað verður gott að getað legið uppí sófanum sínum.. með tærnar uppí loftið og yljað sjér við kamínuna sína !! MEÐ FÖTIN SÍN Í ÞURRKARANUM

Við sendum ykkur strauma á morgs í hádegs ***

Nafnlaus sagði...

Alexander Kielland hljómar vel, hann skrifaði raunsæislegar ádeiluskáldsögur á 19. öld, var einn þekktasti höfundur Noregs.
Þið verðið að lesa eitthvað eftir kallinn fyrst þið búið við götu hans.
Og takk fyrir tillitssemina, Sonja systir.
kv.pv.

Nafnlaus sagði...

Hæ til lukku fyrirfram þetta verður frábært hjá ykkur. Sendum styrk gegnum netið til að dýnan komist nú örugglega á sinn stað
kær kveðja
Sigga Bára Min og co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju krakkar mínir, frá Binna í kóbó. Vistin í lúðaström verður vonandi bærilegri hér eftir..

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn verst að geta ekki skroppið til að bera ykkur inn. Sting uppá að innburður verði lyftingaæfing hjá varaliðinu hm hm Vikto redda málinu. glæsilegt til hamingju aftur. Norge er góður staður
Hemmi frændi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja pleisið. Það er enþá svolítið skrýtið að horfa yfir og vita að Ála og Viktor eiga bara ekki heima þarna lengur....:(. Biðjum að heilsa og vonum að þið hafið það sem allra best í Lúðaström. Knús..xx

Nafnlaus sagði...

Vildi að ég væri komin til að ráðskast aðeins á nýja heimilinu.
Hér er fé um fé frá fé til fjár
og óskandi að flutningarnir verði ykkur á endanum bæði til fjár og frama en ekki fjars og fruma he he he.

Nafnlaus sagði...

Hó Viktor er að fara með 17 ára liðinu til Portugal í Evrópukeppni næstu viku. Vantar tips. Hvernig á að vekja syfjaða landliðsmenn??????
Hemmi

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku Álfrún og Viktor. Ég kannast við það að flytja til Noregs og bíða eftir dótinu mínu. Eftir að hafa sofið á bedda hjá Lóu systir (sem líka bjó í Norge) var gott að fá dótið sitt og sofa í sínu eigin rúmi. Hafið það sem allra best. Erna Hrund og Maggi la biðja að heilsa.
Kveðja, Þóra

P.S. Maggi Valur er að ná pabba sínum í hæð og er farinn að vinna í kjötborðinu í Nóatún hér í Grafarholtinu (frekar fyndið, í rauðri flíspeysu og allt:-))

SONJA sagði...

Ég tel niður... 19 dagar!!!
Ohhh get ekki beðið eftir að koma til ykkar!