Við viljum biðja gesti og gangandi velvirðingar að þessu sinnuleysi okkar varðandi skrif að undanförnu. Erum netlaus til þriðjudags en skutumst frá núverandi HEIMILIS til þess fyrrverandi (hótelsins) til að stelast á netið enda nauðsynlegur partur af lífi manns þegar maður býr í útlöndum!!
Ætlum bara að skrifa stutta kveðju þar sem það er erfitt að slíta sig frá hinu æðislega heimili sem við erum búin að útbúa okkur í hjarta Lúðaström! Myndir munu koma í næsta viku fyrir aðdáendur !!
Takk fyrir hjartnæm komment og það er greinilegt að margir hafa hugsað til okkar síðastliðin Föstudag þar sem flutningarnir gengu eins og í sögu... það er að minnsta kosti byrjað að grilla í upphandleggsvöðva á minni sem aldrei hafa verið til staðar áður!! fleiri sögur af því síðar....
Þangað til HA DE!!
p.s Hemmi : Kalt vatn og að smellla pönnum saman virkaði vel í landsliðsferðum hjá Vikka!! Gangi þér vel!!
föstudagur, 16. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Gaman að heyra að heimþráin snýr að nýja heimilinu í Lúðó en ekki gamla kúlinu í 101. Svona á þetta að vera, allt annað er ávísun á melankólíu!
(Get ekki beðið eftir myndum af heimilinu öllu lengur).
ég þarf að koma til skila áð
Gaman að heyra frá ykkur, hlakka til að sjá myndir af höllinni ykkar. Sjáumt svo eftir 16 daga á morgun!
Til hamingju, heilsu og hagsældar í nýju íbúðinni Álfrún og Viktor. Komiði heim um páskana? Þá eruð þið boðin í fermingu á skírdag.
Signý frænka
Til hamingju með nýju íbúðina. Vona að hún færi ykkur lukku og vegsemd
Hvar eru myndirnar? Verð að fá að sjá hvort allt sé áreiðanlega á sínum stað og í röð og reglu! Hafðu endilega opna skápa á myndum svo maður fái örugglega að sjá ALLT!
Til hamingju með að vera alveg flutt inn :D vona að það eigi eftir að fara vel um ykkur þarna :D
Skrifa ummæli