miðvikudagur, 21. mars 2007
Okkar fagra slot
Hér gefur á að líta nýja skenkinn okkar sem handlagni heimilisfaðirinn setti saman með aðstoðarkokki sínum (fáránlega þungur að bera upp stigana).. gamli góði stólinn plummar sig líka rosalega vel hjá arninum (gott lestrarhorn fyrir lestararhesta)
Stofan er ótrúlega rúmgóð og sófarnir þægilegir eins og sjá má (stofuborðið fylgdi með íbúðinni en því verður skipt út í bráð...)
Barinn fékk auðvitað heiðursæti í stofunni ásamt eldhúsborðinu sem minnkar ótrúlega í hinni stóru stofu... en okkur þykir vænt um það því það er svo fínt....
Svefnherbergið stendur svo fyrir sínu nema það er fáránlega stórt skápapláss sem við eigum ennþá eftir að venjast... ekki einu sinni okkur tískuljónunum hefur tekist að fylla það... enn...
Eldhúsið er svo komið með "þórsgötulegan" blæ yfir sig og eins og þið sjáið erum við að reyna að gera okkar besta við að innleiða kúlið inn í Lúðastraum...
Það mun koma með kalda vatninu....
Vonandi sefa þessar myndir forvitnilegan þorsta ykkar augna enda fyrirspurnir um myndir búnar að vera óendalegar.... gaman...!!
Ha de
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
Váááá hvað það er fínt... hlakka til að sjá með berum augum!
Ég er strax farin að kvíða því að fara heim...
OK, ég kvíði því kannski ekki en það verður leiðinlegt að fara frá ykkur...
Annað, það er ekki eins og þið séuð ný flutt inn... allt klappað og klárt!
ohh hvað er sætt. Hlakka ekkert smá til að koma og knúsa ykkur. Sonja systir segir 13 dagar.
Faðmlag mamma
Ótrúlega flott hjá ykkur :)
Énn ÓtRúlega fínt !!!!
..mig langar ennþá í þetta bjévítans eldhúsborð !
ÞAÐ ER SVO FÍNT !
hlökkum líka til að koma í heimsókn !
rosalega fínar myndir........mjög líkt og þetta er í alvöru þar sem að við erum búinar að fá útsýnisrúnt um íbúðina á skypinu. Steinunn vill bara benda lesendum á það að ekki var sett inn mynd af herberginu hennar..... en það er voðalega fínt !
ást og knús
Gyða og Steinunn
Jebbs það er rétt ... gestaherbergið (aka. Steinunnar herbergi) er enn í bígerð... innanhúshönnuðurinn er að hugsa sig um ...
Takk allir!!!
Vá ekkert smá kósý hjá ykkur, og þið eruð sko ekki lengi að koma ykkur fyrir :D en vona þið hafið það gott þarna í lúðaström eins og þið kallið þetta :D en Álfrún ertu að fara að vinna þarna eða ætlaru í skolann :D smá forvitni :D
Allt of gaman! Ekkert smá fínt hjá ykkur ;)
Kv, Aldís á Lindó
Rosalega flott hjá ykkur! Greinilegt að ykkur er margt til lista lagt og innanhússhönnun þar á meðal.
Og ekkert drasl. Ég vissi ekki að þetta væri hægt. Ég man ekki hvort það er parket eða teppi á gólfunum hjá mér. Kannski ég fari að leita að gólfinu...
Hæ, þetta er ótrulega flott hjá ykkur, ekki að spyrja að því. Frábært og gott að heyra að vorið sé að koma líka.
Njótið nú lífsins ekki gleyma því :-)
Litla frænka biður að heilsa en hún er að syngja piparkökusönginn í baði.....
Skrifa ummæli