Það var mjög einkennilega þægilegt að koma aftur hingað til Lúðaström eftir fjarveruna. Gott að kannast við sig... já ekki líður á löngu þangað til að við förum að kalla þennan krummaskurð heimili. Ég er eiginlega farin að prísa mig sæla að hafa ákveðið að festa rætur hér í staðin fyrir Osló, þar er nauðgunafaraldur þessa stundina (fréttatímarnir einkennast af þessum fregnum) og glæpnatíðni er víst að aukast með hverjum deginum. Lúðaström hefur því fengið á sig geilsabaug undanfarna daga.
Viktor greyið var svo fárveikur á þriðjudaginn, með mígreniskast og ældi á 15 mínutna fresti frá 15 um daginn til 22 um kvöldið. Læknarnir hér sögðu að þetta væri bara pest sem væri að ganga og sögðu honum að drekka bláberjasafa !? Þegar leikar stóðu sem hæst hjá Viktori greyinu var ég alvarlega farin að spá í að hendast með hann upp á spítala... en eitt babb var í bátnum því ég hef ekki hugmynd hvar hann er! Mjög mikilvægt að vera búin að spá í svona hluti áður en eitthvað alvarlegt kemur uppá. Verkefni vikunnar er því að komast að hvar næsta sjúkrahús og lögreglustöð er.... bara svona til öryggis.
Ekki þurfti nú samt að grípa til neyðarúrræða þetta kvöldið og nú er kallinum batnað og farinn að trítla á eftir boltanum á ný!
Í gær fékk ég loksins inngöngu inní hið norska samfélag.... komin með bráðmyndarlega 11 stafa kennitölu og bankareikning... sem og Viktor. Nú getum við loksins farið að gera eitthvað af viti hér og sett okkar mark á Noreg af fullri alvöru!!!
Sótti um háskólan í Osló í gær... Fjölmiðlafræði í fyrsta val og já ...kynjafræði í annað val.!? panikkaði aðeins og valdi það bara...veit ekki alveg afhverju... vonandi kemst ég inn í fjölmiðlafræðina. Fæ samt ekki að vita neitt fyrr en 26.júlí!!
Vegna fjölda áskorinna ákvað ég að setja þessa mynd inn á af hinum sköllótta Vikka...hann ber sig með eindæmum vel svona hárlaus ekki satt?
Hér er hann stoltur af "listaverkinu" sínu (eins og þið sjáið erum við orðin nett skrýtin af þessari hótelvist sem þó fer að styttast)
Ha de
fimmtudagur, 1. mars 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
Kynjafræði og Viktor orðinn afar kynlegur??? Er kannski bara kominn tími til að drífa sig heim elskurnar...?
Svo þetta (frá mömmu íslenskufræðingi sem bara getur ekki setið á sér öllu lengur): ,,krummaskurður" er ekki til nema í þinni orðabók. Við hin tölum um krummaskuð(skuð er reyndar dónalegt orð svo ég skil vel að þú hafir kosið að líta framhjá því)Lærir kannski um merkingu þess í kynjafræðinni í Osló...Krummaskuð merkir lítill og ómerkilegur þéttbýlisstaður svona eins og Litlistraumurinn ykkar.
ohhh mamma..... vissi að eitthvað í þessa áttina hlyti að fara að koma....! Maður fer að vera stressaður fyrir hverja einustu færslu... þú og pabbi í essinu ykkar á kommenta kerfinu... hahahaha (djók)
vááá, þetta fer kallinum bara nokkuð vel:) Og litli álfur, kynjafræði??? hahaha, mér finnsts það æði;D
Svo að lokum vil ég óska ykkir til hamingju með að vera orðnir official lopasokkabúar:)
hæ krúttin mín, gaman að heyra í ykkur í gær.. og sjá ykkur "live"!
hlakka til að koma til ykkar í apríl... byrjuð að telja dagana og reyna að losna við nokkur kíló svo flugvélin komist á loft hehehehe DJÓK ég er orðin ógeðslega mjó hehehe ég missti ábyggilega 10 kg á jafn mörgum mínútum 06.02 geri aðrir betur :o) Ótrúlega gott fyrir mann að vera óléttur og með stóran maga í svona langan tíma manni finnst manni maður svo óskaplega mjór þegar hann er farinn þrátt fyrir að vera feitari en maður var áður en óléttan "helltist" yfir mann :D nú er ég byrjuð að bulla...
Halla! ertu til í að fara yfir málfarið hjá mér líka hehehe
Gleymdi einu... þú ert ekkert smá flottur með svona "hár" lilli bro... alveg eins og pabbinn okkar!
Viss um að þú hleypur miklu hraðar svona ég geri það allavega. Alveg satt
Hemmi
Hæ og hó, Siggi Valur heimtaði að senda smá skilaboð til "drotningarinnar" þar sem hann er í matarboði hjá Siggu Báru. Hann hefur miklar áhyggjur af því að það sé svo vondur matur í Noregi að hann vorkennir ykkur verulega mikið, kannski er bara kominn tími á rauðakross pakka með mat :-)
Velkominn í hópinn victor þetta fer þér vel og nú er ljóst að heimilsútgjöldin standa ekki og falla með sjampoo kostnaði og það opnast nýir möguleikar til útgjalda...
Kær kveðja frá okkur á Hofteigi Sigga Skotta "Luuve" Langsokkur og co
Er ekki hægt að láta bólusetja sig við þessum faraldri?
...eða er húsráðið hennar Höllu K ennþá best?!! Gleypa nokkur rif af hvítlauk.
Álfrún Pálsdóttir Kynjafræðingur. Hljómar ekki illa.
Stórkostleg mynd af stolta skallpopparanum, skælbrosandi.
Krossum fingur fyrir Justin á morgun. Vonandi fær hann eitthvern tíma til að setja 'mark' sitt á leikinn.
p.s. Ef að Steingrímur Bragason íslenskufræðingur og íslenskukennarinn minn í fjölbraut er að lesa þetta og vill koma á framfæri athugasemd þá er þetta póstfangið mitt sindribirgisson@hotmail.com
Hvernig var það.. kom Vikki ekkert í danskalandið, þarna um daginn?
Vorum að reyna að fylgjast með leiknum á netinu..
p.s.
(smá dulmál)
það eru komnir aftur fínu strigaskórnir !!! Eins og við fundum mannstu - í fínu búðinni !
Nema bara til dökkbláir og hvítir í M stærð !! er að spá í að splæsa þeim samt !!! :)) þeir eru ótrúlega gauralegir !
- Langaði soldið í rauða samt.. .
Skrifa ummæli