.. veit ég ekki alveg hvernig þetta blogg á að virka núna enda okkar ævintýri í Lopasokkalandi í pásu fram að áramótum. Eins og flestir vita mun Viktor sparka í knöttinn í vesturbænum í sumar og við ásamt frumburði komin heim í bili. Íbúðin í Lilleström komin á leigu og dótið allt í geymslu.
Nú er svo komið á hreint að við litla fjölskyldan munum vera búsett á Hörpugötu á meðan þessar tilfæringar standa yfir. Lítil og sæt kjallaraíbúð í æðislegu hverfi. Við mægður verðum lausar og liðugar í sumar og pabbinn ætlar að vinna smá fyrir hádegi með boltanum en vera mest í fríi með okkur.
Veit ekki aveg hvernig ég mun haga þessu bloggi héðan af..... þar sem við erum ekki lengur langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Þótt að ævintýri lopasokkalands eru á "hold" þá er nýtt og ennþá meira ævintýri hafið hjá okkur báðum en uppeldi Höllu Elísabetar er mikið og stórt hlutverk fyrir nýbakaða foreldra. Kannski mun þessi bloggsiða fjalla um okkar afrek á þeim bænum.....
sjáum til
fimmtudagur, 3. apríl 2008
föstudagur, 28. mars 2008
fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Komnar heim
Við mæðgur erum lentar á Fróni. Mamman í fyrsta sinn í 8 mánuði og dóttirin í fyrsta sinn á sinni stuttu ævi. Sú stutta var algjört fyrirmyndabarn á leiðinni og áhyggjur móðurinnar yfir flugferðinni óþarfar. Það var ekki fyrr en beðið var eftir farangrinum á Leiðstöð sem litli apakötturinn okkar byrjaði að þenja lungun sín og hætti ekki fyrr en hún var komin út í bíl.
Erum báðar mjög glaðar með að vera komnar heim í faðm fjölskyldunnar og vonum að pabbinn geti komið til okkar í bráð.
fimmtudagur, 31. janúar 2008
laugardagur, 26. janúar 2008
Smá mont...
föstudagur, 25. janúar 2008
Noregsbarn Viktorsdóttir
þriðjudagur, 22. janúar 2008
sunnudagur, 20. janúar 2008
þriðjudagur, 8. janúar 2008
Tifandi tímaspengja...
Þó svo að litli álfurinn í maganum hafi fengið sér síðu þá ætla ég ekki að hætta að skrifa hér fréttir af búsetu okkar í Norge. Þó að við gerum okkur fulla grein fyrir að tilvonandi frumburður sé mun meira spennandi, þá er gott losa úr hugarvitunum smá krass á blað um veru okkar í útlöndum og ég tala nú ekki um sem nýbakaðir foreldrar.
Alveg glænýtt efni í reynslubankann að fara að bætast við.
Nú erum við búin að vera búsett hér í Lilleström i heilt ár! Fyrir einu ári lentum við skötuhjúin í skítakulda og frosti, grunlaus um hvaða viðburðarríki tími væri framundan. Aldrei datt mér þá í hug að ég mundi vera í þessum sporum að ári liðnu. Lífið kemur manni skemmtilega á óvart og tíminn flýgir áfram... þó að mér finnist hann fara á sniglahraða ákkurat í augnablikinu.
Þessir dagar núna eru skrýtnir... ég er eins og tifandi tímasprengja...... alveg fáranleg tilfinning! Viktor greyið stekkur til í hvert skipti sem ég gef frá mér hljóð og ég er vör um allar breytingar á líkama mínum. Hvernig veit maður hvenær barnið er að koma þegar maður hefur aldrei upplifað það áður?
Leiði hugann stundum að sögum um konur sem fæddu á eldhúsgólfinu heima hjá sér, af því að þær náðu ekki á spítalann, eða um þessa sem fæddi barnið sitt í klósettið.... hún vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt!! Ég hef ekki löngun til að bætast í hóp með þessum konum...
Já þetta eru mínar hugleiðingar á síðustu dögum meðgöngunnar.... síðasti spretturinn í maraþoninu er alltaf erfiðastur.... þá fer þreytan að síga á mann!
kveðjur yfir hafið
Alveg glænýtt efni í reynslubankann að fara að bætast við.
Nú erum við búin að vera búsett hér í Lilleström i heilt ár! Fyrir einu ári lentum við skötuhjúin í skítakulda og frosti, grunlaus um hvaða viðburðarríki tími væri framundan. Aldrei datt mér þá í hug að ég mundi vera í þessum sporum að ári liðnu. Lífið kemur manni skemmtilega á óvart og tíminn flýgir áfram... þó að mér finnist hann fara á sniglahraða ákkurat í augnablikinu.
Þessir dagar núna eru skrýtnir... ég er eins og tifandi tímasprengja...... alveg fáranleg tilfinning! Viktor greyið stekkur til í hvert skipti sem ég gef frá mér hljóð og ég er vör um allar breytingar á líkama mínum. Hvernig veit maður hvenær barnið er að koma þegar maður hefur aldrei upplifað það áður?
Leiði hugann stundum að sögum um konur sem fæddu á eldhúsgólfinu heima hjá sér, af því að þær náðu ekki á spítalann, eða um þessa sem fæddi barnið sitt í klósettið.... hún vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt!! Ég hef ekki löngun til að bætast í hóp með þessum konum...
Já þetta eru mínar hugleiðingar á síðustu dögum meðgöngunnar.... síðasti spretturinn í maraþoninu er alltaf erfiðastur.... þá fer þreytan að síga á mann!
kveðjur yfir hafið
laugardagur, 5. janúar 2008
Ný síða.....
Jæja kæra fólk.. já ennþá ekkert að gerast þrátt fyrir kraftgöngur húsfreyjunnar síðustu daga
En í þessari miklu bið höfum við gert smá myndasíðu fyrir litla þrjóska bumbuálfinn okkar. Síðan er ennþá í bígerð en við erum búin að setja inn nokkrar myndir... þó auðvitað mun síðan fyrst komast í gagnið þegar frökenin ákveður að koma í heiminn!
Þá ætlum við að vera súper dugleg að setja inn myndir og VIDEO..... því við fengum svo fína vél í jólagjöf til að festa ógleymanleg augnablik á filmu fyrir fjarlæga ættingja og vini.
Slóðin á síðuna er www.viktorsbarn.barnaland.is ... sendið okkur bara mail til að fá lykilorðið!!
varnarsson@mac.com
alfrun.pals@gmail.com
endilega kíkjið....
kærar kveðjur
En í þessari miklu bið höfum við gert smá myndasíðu fyrir litla þrjóska bumbuálfinn okkar. Síðan er ennþá í bígerð en við erum búin að setja inn nokkrar myndir... þó auðvitað mun síðan fyrst komast í gagnið þegar frökenin ákveður að koma í heiminn!
Þá ætlum við að vera súper dugleg að setja inn myndir og VIDEO..... því við fengum svo fína vél í jólagjöf til að festa ógleymanleg augnablik á filmu fyrir fjarlæga ættingja og vini.
Slóðin á síðuna er www.viktorsbarn.barnaland.is ... sendið okkur bara mail til að fá lykilorðið!!
varnarsson@mac.com
alfrun.pals@gmail.com
endilega kíkjið....
kærar kveðjur
fimmtudagur, 3. janúar 2008
Allt með kjurrum kjörum á nýju ári
Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir allt gamallt og gott!!
Nú erum við bara tvö í kotinu á ný eftir velheppnuð hátíðarhöld með Höllu Guðrúnu og Gísla Arnari. Þau dekruðu við okkur og hef ég sjaldan borðar jafn mikið af jólamat yfir hátíðarnar. Bæði ég og litli álfurinn í maganum döfnuðum því vel um jólinn á meðan Viktor er bara búinn að léttast... enda mjög duglegur að nýta tímann í fríinu til að æfa vel og halda sér í formi fyrir næsta tímabil sem senn fer að hefjast!
Áramótin voru rosalega notaleg hér í Norge og norrmenn komu okkur í opna skjöldu með sprengjugleði sinni á miðnætti en öfugt við Ísland þá heyrðist varla í flugeldum fyrir þann tíma. Reyndar kom síðan í ljós að þessi áramót eru þau síðustu þar sem almennningi hér gefst kostur á að kaupa flugelda til einkanota. Á næsta ári verða skipulagðar flugeldasýningar í staðinn enda norrmenn að beina sjónum sínum að umhverfisvernd og öryggi hins almenna borgara með þessari ákvörðun. Hvar ætli Ísland standi í þessari umræðu? eða er þetta umræða yfirhöfuð á klakanum?
Sú stutta er að láta fara vel um sig í maganum þó að plássið fyrir hana sé að minnka svo um munar enda daman orðin tæp 3 kg. í fyrradag fór ég hins vegar að fá verki og samdrætti og eftir símtal við fæðingardeildina vorum við beðin um að koma upp eftir. Þar tóku við miklar skoðanir og sögðu læknarnir að þetta væri barn sem vildi bráðum fara að komast í heiminn. Ljósmæðurnar voru í hláturskasti yfir látunum í álfinum í sónarskoðuninni en sú stutta ákvað að veifa og kinka kolli í gríð og erg okkur til skemmtunar. En þar sem vatnið var ekki farið og fæðingardeildin ekki beint staður sem maður vill eyða mörgum klukkutímum á kusum við að fara aftur heim og bíða eftir a ð verkirnir myndu versna.
Viti menn... hún ákvað að hætta við eða kannski eru þetta móðurafagenin strax að koma í ljós með sinni miklu stríðni.
Þetta virðist allaveganna vera þrjósk steingeit sem býr i maganum á mér því nú eru samdrættir og verkir búnir að minnka og ekkert sem bendir til þess að fæðing sé í nánd.... svo er aldrei að vita nema þetta taki sig upp aftur á örskammri stundu en læknarnir segja að þetta sé mjög algengt með fyrsta barn.
Nú er því ekkert annað að gera en að bíða og halda sér uppteknum og annars hugar....til að koma í veg fyrir að tíminn líði hægt! Viktor vill að ég fari að hlaupa upp og niður stigana frammi á gangi til að koma öllu af stað... veit ekki hvort ég hlýði....
Flytjum fréttir þegar þær koma
yfir og út frá Litla Straumi
Nú erum við bara tvö í kotinu á ný eftir velheppnuð hátíðarhöld með Höllu Guðrúnu og Gísla Arnari. Þau dekruðu við okkur og hef ég sjaldan borðar jafn mikið af jólamat yfir hátíðarnar. Bæði ég og litli álfurinn í maganum döfnuðum því vel um jólinn á meðan Viktor er bara búinn að léttast... enda mjög duglegur að nýta tímann í fríinu til að æfa vel og halda sér í formi fyrir næsta tímabil sem senn fer að hefjast!
Áramótin voru rosalega notaleg hér í Norge og norrmenn komu okkur í opna skjöldu með sprengjugleði sinni á miðnætti en öfugt við Ísland þá heyrðist varla í flugeldum fyrir þann tíma. Reyndar kom síðan í ljós að þessi áramót eru þau síðustu þar sem almennningi hér gefst kostur á að kaupa flugelda til einkanota. Á næsta ári verða skipulagðar flugeldasýningar í staðinn enda norrmenn að beina sjónum sínum að umhverfisvernd og öryggi hins almenna borgara með þessari ákvörðun. Hvar ætli Ísland standi í þessari umræðu? eða er þetta umræða yfirhöfuð á klakanum?
Sú stutta er að láta fara vel um sig í maganum þó að plássið fyrir hana sé að minnka svo um munar enda daman orðin tæp 3 kg. í fyrradag fór ég hins vegar að fá verki og samdrætti og eftir símtal við fæðingardeildina vorum við beðin um að koma upp eftir. Þar tóku við miklar skoðanir og sögðu læknarnir að þetta væri barn sem vildi bráðum fara að komast í heiminn. Ljósmæðurnar voru í hláturskasti yfir látunum í álfinum í sónarskoðuninni en sú stutta ákvað að veifa og kinka kolli í gríð og erg okkur til skemmtunar. En þar sem vatnið var ekki farið og fæðingardeildin ekki beint staður sem maður vill eyða mörgum klukkutímum á kusum við að fara aftur heim og bíða eftir a ð verkirnir myndu versna.
Viti menn... hún ákvað að hætta við eða kannski eru þetta móðurafagenin strax að koma í ljós með sinni miklu stríðni.
Þetta virðist allaveganna vera þrjósk steingeit sem býr i maganum á mér því nú eru samdrættir og verkir búnir að minnka og ekkert sem bendir til þess að fæðing sé í nánd.... svo er aldrei að vita nema þetta taki sig upp aftur á örskammri stundu en læknarnir segja að þetta sé mjög algengt með fyrsta barn.
Nú er því ekkert annað að gera en að bíða og halda sér uppteknum og annars hugar....til að koma í veg fyrir að tíminn líði hægt! Viktor vill að ég fari að hlaupa upp og niður stigana frammi á gangi til að koma öllu af stað... veit ekki hvort ég hlýði....
Flytjum fréttir þegar þær koma
yfir og út frá Litla Straumi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)