fimmtudagur, 3. apríl 2008

jæja þá.....

.. veit ég ekki alveg hvernig þetta blogg á að virka núna enda okkar ævintýri í Lopasokkalandi í pásu fram að áramótum. Eins og flestir vita mun Viktor sparka í knöttinn í vesturbænum í sumar og við ásamt frumburði komin heim í bili. Íbúðin í Lilleström komin á leigu og dótið allt í geymslu.
Nú er svo komið á hreint að við litla fjölskyldan munum vera búsett á Hörpugötu á meðan þessar tilfæringar standa yfir. Lítil og sæt kjallaraíbúð í æðislegu hverfi. Við mægður verðum lausar og liðugar í sumar og pabbinn ætlar að vinna smá fyrir hádegi með boltanum en vera mest í fríi með okkur.

Veit ekki aveg hvernig ég mun haga þessu bloggi héðan af..... þar sem við erum ekki lengur langt í burtu frá fjölskyldu og vinum. Þótt að ævintýri lopasokkalands eru á "hold" þá er nýtt og ennþá meira ævintýri hafið hjá okkur báðum en uppeldi Höllu Elísabetar er mikið og stórt hlutverk fyrir nýbakaða foreldra. Kannski mun þessi bloggsiða fjalla um okkar afrek á þeim bænum.....

sjáum til

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já mér lýst vel á það því að þó að það séu bara nokkrir klukkutímar á milli núna í akstri..þá samt eru það eins og milljón því mar er ekki nógu duglegur að hafa samband..svo ég segji go á að þetta verði svona updeit á því helsta í lífi ykkar foreldra og að sjálfsögðu englabossans hennar Höllu litlu... vúla vúla:)
p.s svo eru líka sumir eins og hun Íris og fl sem búa enn í úglöndum og vilja fylgjast með:) luv ya..

kv Helga Finns

Nafnlaus sagði...

Genial brief and this post helped me alot in my college assignement. Gratefulness you seeking your information.