þriðjudagur, 8. janúar 2008

Tifandi tímaspengja...

Þó svo að litli álfurinn í maganum hafi fengið sér síðu þá ætla ég ekki að hætta að skrifa hér fréttir af búsetu okkar í Norge. Þó að við gerum okkur fulla grein fyrir að tilvonandi frumburður sé mun meira spennandi, þá er gott losa úr hugarvitunum smá krass á blað um veru okkar í útlöndum og ég tala nú ekki um sem nýbakaðir foreldrar.
Alveg glænýtt efni í reynslubankann að fara að bætast við.

Nú erum við búin að vera búsett hér í Lilleström i heilt ár! Fyrir einu ári lentum við skötuhjúin í skítakulda og frosti, grunlaus um hvaða viðburðarríki tími væri framundan. Aldrei datt mér þá í hug að ég mundi vera í þessum sporum að ári liðnu. Lífið kemur manni skemmtilega á óvart og tíminn flýgir áfram... þó að mér finnist hann fara á sniglahraða ákkurat í augnablikinu.

Þessir dagar núna eru skrýtnir... ég er eins og tifandi tímasprengja...... alveg fáranleg tilfinning! Viktor greyið stekkur til í hvert skipti sem ég gef frá mér hljóð og ég er vör um allar breytingar á líkama mínum. Hvernig veit maður hvenær barnið er að koma þegar maður hefur aldrei upplifað það áður?
Leiði hugann stundum að sögum um konur sem fæddu á eldhúsgólfinu heima hjá sér, af því að þær náðu ekki á spítalann, eða um þessa sem fæddi barnið sitt í klósettið.... hún vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt!! Ég hef ekki löngun til að bætast í hóp með þessum konum...

Já þetta eru mínar hugleiðingar á síðustu dögum meðgöngunnar.... síðasti spretturinn í maraþoninu er alltaf erfiðastur.... þá fer þreytan að síga á mann!

kveðjur yfir hafið

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár krakkar mínir, óbærileg spenna tilverunnar, eða þannig. En enn eru eftir 10u dagar. Er ekki svo... Bin.

Nafnlaus sagði...

Já það væri ekki ónýtt að gefa einhverjum lítið kríli í afmælisgjöf svo fremi sem hinn sami beri ekki jafnsterkar tilfinningar til afmælisdags síns og frænku hennar ófæddu frænku minnar :)

Nafnlaus sagði...

jæja eitthvað að frétta? Nú er spurning hver verður á undan þú, Christina Aguilera eða Nicole Richie mér hefur alltaf eitthvað fundist svipa til með þér og þeim en að sjálfsögðu ertþú miklu flottari og heilbrigðari en þær.. þær eiga líka pantað í keisara taka Hollywood á þetta;)

kv Helga

Nafnlaus sagði...

Katla var í Bónus með mömmu og fékk eitthvað í bakið í röðinni við kassann og sagði við mömmu að hun héldi bara að fæðingin væri að fara í gang. Mamma sagðist fyrst þurfa að skreppa í Nóatún eftir ýsuflakinu og Katla beið í bílnum a meðan og gat varla setið fyrir verkjum. Mamma ætlaði svo bara að fara heim í rólegheitum og raða vörunum í ísskápinn en þá brast Katla ókvæða við og skipaði henni að keyra sig rakleitt á fæðingardeildina. 3 timum siðar var Una Gíslrún fædd. Katla hafði aldrei fengið neina fyrirvaraverki!

P*aldis sagði...

Dííííí í íí... við erum svo seeee eeee pennnt ! :)

Sindri sagði...

Dííííí... Ála!

Nafnlaus sagði...

Drífa sig að essu !!!!

kv. Bergur

Nafnlaus sagði...

Aðeins einn dagur til stefnu...gangi ykkur allt í bezta..hilsen Bin.

Nafnlaus sagði...

Jæja!???

Ég er orðin einum of spennt yfir þessu öllu saman...

Nafnlaus sagði...

Er kviknað á kveiknum?

P*aldis sagði...

Jeg gat ekki hringt í gær.. jeg fann hvergi símann minn ! !"#$%&/()

Er mamma Kj. komin til ykkar?
Ef jeg hefði haldið að þú myndir halda svona lengi í þér, hefði jeg ekki látið hana fá jólapakkana ykkar !!!
- sorry

Nafnlaus sagði...

Á ekki bara að gefa pabba stelpuna í afmælisgjöf? Varla á að halda í sér til mánaðamóta? Annars er bara gaman að breyta flugmiðanum fram og til baka - það verður að vera einhver spenna í tilverunni!