fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Komnar heim


Við mæðgur erum lentar á Fróni. Mamman í fyrsta sinn í 8 mánuði og dóttirin í fyrsta sinn á sinni stuttu ævi. Sú stutta var algjört fyrirmyndabarn á leiðinni og áhyggjur móðurinnar yfir flugferðinni óþarfar. Það var ekki fyrr en beðið var eftir farangrinum á Leiðstöð sem litli apakötturinn okkar byrjaði að þenja lungun sín og hætti ekki fyrr en hún var komin út í bíl.

Erum báðar mjög glaðar með að vera komnar heim í faðm fjölskyldunnar og vonum að pabbinn geti komið til okkar í bráð.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hún er æði. Enn fegurri verunni en á myndum og er þá mikið sagt.
eddak

Nafnlaus sagði...

Velkomnar heim. Hlakka mikið til að sjá Noregsprinsessuna.
Verður haldin sýning?

Freyja sagði...

Velkomnar heim mæðgur!

Sonja sagði að þig vantaði magapoka, hér er einn slíkur sem ykkur er velkomið að fá.

Vonandi náum við að sjá litlu skottuna á meðan þið eruð hér á klakanum. Ég er að byrja að vinna 4.mars svo kannski við getum hist á kaffihúsi eða eitthvað fram að því:)

Knús Freyja og félagar

Nafnlaus sagði...

Gullfallegar mæðgur!!!!!