Kuldinn í Noregi er sem betur fer búin að minnka um nokkur stig upp á siðakastið þannig að loksins er orðið líft utandyra á ný. Erum búin að skipta um hótel og vorum svo heppin að eina lausa hótelið um þessar mundir er hótel hjá Gardemoen flugvellinum, já kæru vinir Lúðaström fékk allt í einu mikinn glæsibrag yfir sig!! Umhverfið í kringum hótelið er bara skógur og svo er svona aðvörunarskilti um elg-hættu á öllum vegum hér í kring, og ég veit til þess dæmi að elgar hafi drepið menn ! en allt í góðu... við ætlum að reyna að skipta um hótel eftir helgi!!
Góðu fréttirnar eru þær að ég er byrjuð að keyra, þeysist um hraðbrautirnar eins og ekkert sé sjálfsagðara... fyrir utan smá svitaköst og pirringsköst af og til þegar bílarnir í kringum mig eru að gera eitthvað vitlaust... heheh!!
Viktor spilaði æfingaleik á föstudaginn sem fór 3-0 fyrir Lilleström... jesss og Vikki fékk 10 mín í lokinn! Sá ekki leikinn en Viktor sagði að Lilleström hefði malað hitt liðið... vona bara að Viktor fái fleiri mínutur næst svo að Lilleström fari að slátra hinum liðunum....!! Já hef alla trú að mínum manni..!!
Í gær héldum við í bæjarferð til Osló... fórum á Astrup Fearnley nýlistasafnið sem ég var búin að heyra mjög góða hluti um! Safnið stóð aldeilis undir væntingum, sáum verk eftir listamennina Richard Prince, Matthew Barney o.fl. Prince er nýji uppáhaldslistamaðurinn minn!! Lentum líka í því að hitta Íslending hér í Osló í fyrsta sinn... Safnvörðurinn á safninum var íslensk ... mjög indæl kona sem ég þó náði ekki nafninu á ... hún stoppaði okkar, greininlega mjög hissa á því að hitta íslendinga á þessum slóðum!
Einnig vill ég koma því á framfræri að við þurftum að spyrja til vegar í gær því við fundum ekki safnið góða, í fyrsta sinn sem við höfum stoppað fólk útá götu til að spyrja til vegar ... og ég var gjörsamlega hunsuð!!! Reyndar bara af einni konu en það náði að rista djúpt á sálina... þorði ekki að spyrja til vegar eftir það!!
Mitt móttó: að vera alltaf kurteis við útlendinga!!!
Af íbúðarmálum er það að frétta að við erum búin að bjóða í eina í búð sem er í Lilleström, rosalega fín og öll núuppgerð íbúð!! Fáum ekki svar við tilboðinu fyrr en eftir helgi... við vonumst bæði eftir að fá þessa íbúð enda viljum fara að hefja þetta líf okkar hér í bráð...!
Ekki meir í bili... (treystum því að allir leggist á eitt við að biðja fyrir okkur og íbúðinni góðu)
sunnudagur, 28. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Elgir eru góðir á meltingarvegi en ekki á öðrum vegum. Farðu varlega á vegum úti og hugsaðu vel um mann og maga. Það hlýtur að fara að styttast i norska eldhúsið og prófaður endilega elgkött við tækifæri!
Ég veit þið fáið þessa íbúð... ég allan vegna bið fyrir því. Vilhelm er mjög ángæður með "kanínuna" í stofunni :) Passið ykkur nú á hraðbrautinni og ekki síst jarðskjálftunum í Norge, það er bara allt að verða vitlaust í Norge!
Þarf að hringja tvö símtöl, eitt á RUV og eitt á 365 þar sem Norge næst ekki inn á veðurkortið í veðurfréttunum og sætti ég mig ekki við það!!! Hef reyndar aldrei tekið eftir því fyrr en allt í einu fór ég að spá í það - afhverju ætli það sé :)
Hafið það sem allra best - ég hugsa til ykkar!
Blessuð bæði tvö.
Við erum öll með ykkur í að fá þessa íbúð, þið getið ekki verið lengi á hótelflakki.
Hlutsuðum á Védísi spila með hljómsveit Tónlistarskólanna í gær.
þetta voru stórkostlegir tónleikar.
Gangi ykkur allt í haginn
bestu kveðjur
Amma og Afi á Strandvegi
áfram íbúð og áfram lilleström! Stoltur af frænku að vera komin með bílpróf :D
Skrifa ummæli