Jæja þá er ævintýrið byrjað!
Þetta blogg er ætlað öllum sem okkur þykir vænt um nær og fjær og vilja vita hvað við hjónim erum að gera! Einnig skilst mér að þetta spari símreikning sem er alltaf gott hehehe
Það voru blendnar tilfinningar þegar hjólin á flugvélinni lyftust af flugbrautinni í Keflavík enda ekki á dagskránni að snáu aftur í bráð. Klakinn var því kvaddur með trega í brjósti en tilhlökkun við að takast á við nýjar áskoranir.
Ferðalagið sjálft sem betur fer búið, þar sem magnið af skóm og fatnaði sem ég þurfti endilega að taka með mér var óendanlega þungt. (plús nokkrar þungar sólabækur sem fengu að fljóta með) Það er ekki auðvelt að ferðast ein (á háum hælum í þokkabót) tek ofan fyrir konum sem feraðst einar með börnin sín. Átti sko alveg nóg með sjálfan mig!!
Viktor minn sótti mig auðvitað út á flugvöll og var ég ekki fyrr búin að hrósa honum fyrir að rata á hraðbrautinni þegar við tókum vitlausa beygju til Lilleström... hahaha *karma*
Knús og kveðjur
mánudagur, 15. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
11 ummæli:
*mwa*
þykir vænt um ykkur sykurmolana!
Gott að getað fylgst með ykkur hjérna!
Aldeilis breyting á lífsstíl!
Bílpróf & Blogg
Hjéðan í frá.. skulu allar breytingar byrja á B !!
eins og..
BARN - BORVÉL - ..finn ekki meira spennandi B
..tillögur?
jesss... byrjuð að blogga, e-ð sem ég bjóst ekki við en gaman að láta koma sér á óvart :)
Álfa mín held að þú þurfir að sjá þum bloggið þar sem Viktor hefur áður byrjað með blogg en svo kom ekkert meir - held meira að segja að simmi hafi búið það til hehehe - gaman að ég hafi e-ð að gera næstu vikurnar - var hjá ljósu og núna má ég ekki einu sinni ryksuga, bara bömmer hehehe - sendi ykkur fréttir ef e-ð gerist - allt mjög rólegt núna en það styttist með hverjum deginum ohhh ég get ekki beðið eftir að fá að rembast hehehe - einmitt!!!
endilega líka henda inn einni og einni mynd af ykkur turtildúfum þið hafið ekkert annað að gera en að taka myndir af hvort öðru :)
LUV YA - sonja "stóra sys" sem liggur með tærnar upp í loft!
Gott þú ert komin heilu og höldnu til Viktors.
Kv. Signý frænka
Spennandi tímar framundan hjá þér ála ! Sorrí að ég mætti ekki í fjölskyldukveðjuboðið en svona gerist stundum á sunnudögum.
Hlakka til að lesa fullt fullt af bloggum hjá þér helst bara lýsingu á öllum leikjum sem Viktor spilar :)
Jæja, elskurnar. Fyrsti dagur af 3 árum að renna sitt skeið. Vonandi var íbúðin fín sem skoða átti í dag.
Flugmiðarnir okkar í lúgunni þegar við komum heim.
Heyri í ykkur síðar. Mamma Halla
breytingar sem byrja á B !!
Mér dettur í hug
BLOCKBUSTERKORT - B.A. PRÓF - ...
Þegar ég flutti til dk á sínum tíma tók ég með mér herðatré og fjöltengi í töskuna. Var ekki alveg að átta mig á því að slíkt fengist erlendis líka ...líklega á hagstæðara verði en yfirvigt!
Gangi ykkur vel og hlakka til að hitta ykkur
Hæ sæta mín,
ekkert smá long time no see
...rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun og haha ég og kæró líka að flytja til lopasokkalands :Þ
Væri mest til í að heyra í þér, þó ekki væri nema gegnum msn ;O)
Endilega addaðu mér if you´r intrested :Þ
isisin_1@hotmail.com
Íris, gamla vink ;O)
Æ, ég er ánægð með að blogg fylgi Noregsförunum. Þá getur maður fylgst með ykkur skötuhjúum ;)
Ég verð víst bara að senda fingurkoss yfir hafið þar sem ég náði ekki að kyssa ykkur almennilega. *koss*
velkomin til NOREGS
gaman að fá að fylgjast með á bloggi
hafið það rosalega gott
...........góð tillaga hjá ALDÍSI
LOV
ÍRIS,BJÖSSI OG SALKA
Hæ, þetta er ég Árni. Ég er búinn að borða fullt af hrökkbrauði í dag og hugsa um ykkur. Síðan skokkaði ég líka og hugsaði um ykkur á meðan. Ég er að spá í að tálga smjörhníf og greftra nöfnin ykkar í hann.
Byrjar vel og yfirskriftin er góð, koma svo ...
Skrifa ummæli