þriðjudagur, 23. janúar 2007
Frosnar svitaperlur i fyrsta sinn
Já svona er útlitið í Noregi um þessar mundir enda ég ekki búin að koma við stýrið á bílnum síðan ég kom! Það er um 11 stiga frost og því nýstir inn að beinum um leið og maður fer út um dyrnar... geri ekki mikið af því núna!! Fótboltinn gerir þó engar undantekningar vegna veðurs og Viktor greyið er látin hlaupa úti eins og ekkert sé... skeggið hans var allt í grýlukertum eftir hlaupin... í fyrsta sinn sem það kemur fyrir!!
Í augnablikinu lifum við mjög einföldu lífi.. hótellíf er ljúft mundu sumir segja... skoðun mín á því breytist með hverjum deginum! Það er auðvitað þægilegt að láta búa um rúmin fyrir sig, skipta um handklæði og klósettpappír á hverjum degi og fara út að borða á hverju kvöldi... en núna erum við farin að kunna enn betur að meta það að eiga eigið heimili og fá heimalagaðan mat!! Getum ekki beðið að losna af hótelinu... ég er meira að segja búin að lofa sjálfri mér því að ég skal elda á hverju kvöldi.. erum hvort eð er búin að prufa alla veitingastaði í Lilleström (þeir eru nú ekki svo margir)!
Í gær fórum við á uppáhaldsstaðinn okkar hér í tilefni dagsins en það er indverskur staður! Fengum okkur svo sterkan mat að mér verkjaði í eyrum allt kvöldið...(eins og í teiknimyndunum) hef aldrei lent í því áður og næst bið ég um medium sósu ekki hot!!! Ætluðum í bió en bíóhúsum hér taka sér það bessaleyfi að sýna þær myndir sem þeim hentar á þeim tíma sem þeim hentar .. þannig að það er ekki hægt að stóla á neitt... bara að mæta og vona að maður verði heppin býst ég við!!
Jæja ekki meira í bili héðan úr norsaraveldinu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Mín bara farin að lofa að elda á hverju kvöldi ... spurning um hráefnið í lopasokkalandi ... maður hefur nú heyrt sögur en þú afsannar þær bara og galdrar fram eitthvað dýrðlegt úr norska eldhúsinu sem hlýtur að fara að styttast í.
Namm... grýlukerti! Uppáhaldið mitt.
b.e.s.a. Til hamingju með afmælið Viktor !
Hæhæ gaman að getað fylgst með ykkur skötuhjúum í Norge.. Bara að kvitta fyrir komuna..
Hafið þið það gott..;)
Kveðja Elísabet, centrum-pæja"..
Lúði lúði lúði lúði lúði lúði lúði!!!
Snúllurass!! gaman að lesa bloggið en komdu með eitthvað djúsí aka fotballerswife fíling... hehe..
Vona að þú finnur íbúð í Osló,, örugglega meira að gera þar en í lúðaström... Knús knús
Sóley
Elsku hjartans hótelspírurnar mínar! Hvað er að frétta af íbúðaskoðunum?
Langaði bara að segja HÆ við ykkur... miss u!!!
Skrifa ummæli