föstudagur, 19. janúar 2007

Með götukortið að vopni

Það að búa í útlöndum eða réttara sagt að byrja að búa í útlöndum er mjög krefjandi fyrir líkama og sál. Það þarf að redda öllu og pínulítið eins og að byrja lífið frá grunni. Ný kennitala, nýr bankareikningur og svo framvegis.
Viktor er í rosalegu æfingaprógrammi og því dauðþreyttur á kvöldin en þetta er allt að komast inn í hversdagslega rútínu. Álagið verður vonandi minna þegar undirbúningstímabilinu er lokið, ekki tvær þriggja klukkutíma æfingar á dag eins og núna. Spinning er í miklu uppáhaldi hjá Norrmönnunum og því er Viktor orðin frekar þreyttur í rassinum eftir sætin hehehe... en fékk samt proffesional hjólabúning frá félaginu (samfestingur úr sundbolabúning, bráðum orðin löglegur fyrir Tour de France hjólakeppnina hahaha) enda mun Spánarferðin hans einkennast af miklum hjólaferðum að sögn þjálfarans.
Allt sem fyrir augum ber hér í lopasokklandi er nýtt fyrir okkur skötuhjúum og því gætir vissarar hræðslu við það eina að fara út í búð og kaupa í matinn. Maður er alltaf hræddur um að gera eitthvað vitlaust og leggur sig allan fram við að falla inn í hópinn. Það eru þó eitthver vandkvæði bundin við það þar sem hvorugt okkar á Fjallraven bakpoka eða gönguskó eins og allir landsmenn hér klæðast. Ekki miklar líkur á því að við fjárfestum í því í bráð. Einnig virðast gönguskíði vera álíka algengur fylgihlutur og handtaska hér á bæ.
Í dag fórum við í skoðunarferð um Osló með leiðarkort að vopni til að finna út hvar íbúðirnar sem við ætlum að skoða á morgun eru staðsettar... samhæfing okkar að finna leiðina var með eindæmum góð og hverfin sem við skoðuðum lofuðu góðu. Á morgun er svo planið að skoða 3 íbúðir í Osló og eina í Lilleström á sunnudaginn. Allir að krossa putta fyrir okkar hönd því hótelvistin er orðin frekar leiðigjörn.
Venligst hilsen

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áfram Álfrún! Þarf kort í Osló? Er þetta ekki smáþorp? Þið þefið áreiðanlega uppi réttu íbúðina notið innra kortið til þess.
Hilsen til Viktors B...esta.
Mútta

SONJA sagði...

Þið verðið komin á fullt í bingóið og gönguskónna áður en þið vitið af... sé það alveg fyrir mér hehehe viktor "syngjandi" nosku, bara gay, og álfurinn í hláturskasti... eða grátandi yfir karlinum sínum... Af mér og monsunni er allt gott að frétta þannig, held að það sé ekki langt í hana... hún gaukaði því að mér að hún ætlaði að koma á mánudaginn og stela afmælisdeginum hans frænda síns... vonandi! :) Hlakka til að heyra hvernig íbúðarmálin fara því ég vorkenni ykkur bara að vera á hóteli... ekki gaman!
LUV YA
"stóra" sys...
ps. geti þið sett inn myndir? ég get það ekki kemur alltaf bara "?" merki... óþolandi!!!!

SONJA sagði...

Viktor! vilhelm ætlar að sofa hjá mömmu og pabba í nótt, pabbi þurfti að fara e-ð út og setti DVD mynd í tækið fyrir vilhelm, mamma var að hringja og spyrja hvernig það ætti að kveikja á myndinni... ertu til í að hringja í hana og segja henni hvernig maður ýtir á PLAY hehehehehe

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur rosalega vel að skoða íbúðir og vonandi finniði einhverja sem er í cool hverfi þar sem ykkur þarf ekki að leiðast !

Nafnlaus sagði...

Það verður ekki langt í að við sjáum ykkur í huganum með bakpoka og á gönguskóm :-) Sigga Bára er alveg með á hreinu að "Allrun" gaf henni svörtu peysuna og segir það öllum sem heyra vill og jafnvel fleirum. Vonandi sjáið þið flotta íbúð
kveðja Sigga Bára og settið

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Viktor!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn,
kv. pv.

Gyda og Kalli sagði...

Til hamingju með daginn :-D

Nafnlaus sagði...

Hæ þið bæði seinar hamingju kveðjur með afmælið Viktor. Sko það er auðvelt að rata í Oslo eftir að Fornebu var rifinn svo þið ættuð að vera þakklát að hann hvarf. Hvernig líkar ykkur annars lífið í Norge þetta er gott land að búa í tala af reynslu.
Kveðja
Hemmi og co