1. Líkams-og heilsuræktarfrík : Hef ekki enn séð eina manneskju sem er yfir meðalþyngd sem þykir frekar merkilegt í nútímasamfélagi og auglýsingar í sjónvarpi og blöðum einkennast af heilsu og fæðubótaefnum. Einnig er varla þverfótandi fyrir skokkandi fólki hér.
2. Háðir gönguskíðum : Ef þeir eru ekki á gönguskíðum um allar trissur, ganga þeir um með þau undir hendinni ( taka þau meira að segja með sér inní matvöruverslanir.) Allir bílar eru einnig útbúnir svona skíðagrindum eða kössum upp á þakinu.
3. Gera ekkert óvanalegt : Allt sem þeir gera en nákvæmlega samkvæmt bókinni og bregða ekkert út af vananum. (Ef maður biður um franskar..fær maður eina frönsku á disk.. jebb við höfum lent í því )
4. Klæða sig samkvæmt veðri : Annar mikill munur á íslendingum og norrmönnum. Hér er kraftgallinn mikið notaður þó svo að ég held aðflestir geri sér grein fyrir að hann er og verður ekki í TÍSKU. En hann er hlýr og það er það eina sem skiptir máli, sáum meira að segja einn mann 30+ á veitingastað sem var klæddur í blárri og hvítri prjónapeysu með hreindýrum framan á... ójú.. öryugglega og vonandi bara af því að hún var hlý!!
Ofangreind atriði eru það sem við erum búin að komast að um land og þjóð á þessum þremur vikum sem við erum búin að búa hér... munum eflaust komast að fleiri og fleiri atriðum þegar líður á .... þangað til ....!!
Ha de....;)
p.s fáum að vita um íbúðina á morgun.. jææks..!!
miðvikudagur, 31. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hææææ,
svona verið þið bráðum, allt eftir bókinni... je ræt :o)
hlakk til að fá fréttir á morgun... krossa fingur
litla skvísan er ekkert að koma... demit!
luv ya!!!
Elskurnar, það er nú ekki að marka ykkur tískugúru...einn best klæddi strákur landsins með tískuspekúlant sér við hlið...;-)
Þið eruð sæt í Afturpeysunum
Ætli bæjarbúm finnist þið ekki halló í þeim..haha
Í Noregi klæðir fólk sig eftir veðri. Er í gömlu góðu gúmmístígvélunum í rigningunni og bláa kraftgallanum í frostinu.
Einn brandari í lokinn
Veistu hvað konur sem karlar í Vestmannaeyjum hafa keypt á netinu eru kallaðar?
Svar: Netadræsur
Kossar og knús
mamma og pabbi
Fréttir!Fréttir!Fréttir!
*mwa*
Skrifa ummæli