Gaman að sjá hversu margir hafa fundið síðuna... loksins getur maður bara skrifað fyrir fólkið sem manni langar að lesi eitthvað eftir mann... minni pressa hehehe!
Við þurftum að skipta um hótel í gær og Viktor var á æfingu frá 8 um morguninn til hálf sjö um kvöldið.... !! Duglegur strákur í klukkutímapásunni milli æfinga er félaginn í norsku kennslu... segist vera bestur í bekknum. (kannski ekki skrýtið þar sem hann er með áströlum og serbum í bekk)
Ég rölti því ein um Lilleström í gær með allar okkar veraldlegu eigur á herðunum... okí of sterkt til orða tekið! Hótelið tók enga ábyrgð á farangrinum okkar þannig að ég var með tölvuna, símana, myndavélina og allt svoleiðis dót!
Ég leitaði að kaffihúsi út um allt til dægrastyttingar og eftir endalausa leit endaði ég inní á kaffihúsi með bara fólki 70+ og var nota bene inní verslunarmiðstöðinni! Já engin notaleg kaffihúsa að finna hér. En ég læt ekki segjast og held ótrauð áfram leit minni. Ef allt kemur fyrir ekki lítur út fyrir að ég væri kannski búin að finna mína köllun hér í Noregi, Stofna kaffihús!
Kannski ekki sniðugt þar sem Lilleström virðist vera bær með fjölskyldufólki og elllilífeyrisþegum! Eitt og eitt ungt par á okkar aldri á stangli en ójú... þá er oftast barnavagn með þeim í för.
Er byrjuð á mínum rannsóknum á norska þjóðfélaginu og norrmönnum yfir höfuð .... nánari úttekt á því síðar en hingað til ganga rannsóknir vel!!
Hilsen
þriðjudagur, 16. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Til hamingju Álfrún mín - vonandi engin magalending í Norge. Þú átt eftir að hafa nógan tíma til að
a) taka BA með trompi
b)fylla lungun af hreinu súrefni (vertu vandlát með það!)
c)ígrunda fæðuinntöku með framtak og athöfn í huga
d) Rækta andann
e) Stofna kaffihús (uppskriftir frá mömmu)
.. und so weiter. Mútta
Elsku Álfrún og Viktor þetta á eftir að verða skemmtilegt ævintýri hjá ykkur með fullt af möguleikum fyrir hugmyndaríkt fólk eins og ykkur. Stofna skóla fyrir útlendinga - kaffihús fyrir eldri borgara og leiksvæði fyrir þessu fáeinu ungu pör með barnavagnana.. Bara skella sér í að ná tökum á olíugróðanum :-) Hlökkum til að fylgjast með ykkur og gangi ykkur allt í haginn. Kveðja frá Hofteigi. Sigga Bára og có
http://gydaogkalli.blogspot.com/
Koma sér til Ósló í siðmenninguna sem fyrst ... Vikki pendlar bara á æfingar.
kv. pabbi
Jammogjá. Smá sjokker. Fór á Yahoo Travel og leitaði að Lillestrom undir Restaurants. Engar niðurstöður. Leitaði að sama undir Entertainment og aftur engar niðurstöður. Það er kannski ekkert sérstaklega hughreystandi og ýtir kannski ekki verulega undir heimsóknagredduna. En þá fattaði ég hvað var að. Þeir vita ekki ennþá að Vikki og Álfa eru mætt á pleisið. Þetta verður sjálfkrafa heimsborg þegar þið eruð mætt á staðinn...
elsku álfrún og Viktor og hvað er gaman að heyra frá ykkur þetta er bara eins og þið séuð hinum megin við vegginn.Amma hefði nú viljað vera lítil fluga á vegnum í kaffihúsinu og horfa á þig með bakpokan og allt dótið ykkar.. og talað við þig í róglegheitum og ég held að afi hefði lika verið ánægður með það.Kaffihús í Lilleström fyrir heldri borgara eins og afi og amma eru .Við komum og hjálpum til við uppvaskið . Bestu kveðjur. Amma og afi Siggi Valur biður að heilsa hann er alltaf að hugsa til ykkar sagði hann þegar hann las síðuna.
hæló hæló!!....
En gaman,... ég verð nú samt að styðja hann Palla í því að það væri nú heldur betur skemmtilegra að vita af ykkur í Osló! Þið vitið hvað mér finnst um þetta... hlakka til að koma, álfa ég skal afgreiða á kaffihúinu... mín er með svo góða reynslu af kaffihúsastörfum;).... og ég skal koma og hjálpa þér að innrétta það!.. vúhúú... þetta verðurr flottasta kaffihúsið í Lilleström...(eða eina ?)...
Ást og knús
Steinunn xxxxx
Skrifa ummæli