...það er alltaf eins og að koma heim þegar maður stigur fæti á Ráðhústorgið með Strikið fyrir augunum og pulsufnykinn í nösunum. Kaupmannahöfn er ekki kölluð kóngsins köben fyrir ekki neitt, pínulítið fyrir svona fólk kennt við Lúðaström eins og mig að komast inn í siðmenningu!
Hér líða dagarnir eins og klukkutímar og nýt ég þessa að fylgjast með litlu fjölskyldunni á Öresund. Magnea er orðin frekar skæð, byrjuð að standa upp við hvað sem er og það má ekki líta af henni augunum þá er hún þotin á braut. Það er eins og hún sé aðeins OF gáfuð og dugleg miðað við aldur.... hehehe...Hún er svooo sæt... langar helst að taka hana með mér til Lúðaström.... hún mundi allaveganna aldeilis stytta mér stundirnar þar á bæ !!
Aldís og Sindri eru búin að kenna mér helling um það hvernig maður á að haga sér þegar maður er búsettur í útlöndum. Eins og að horfa á Kastljósið á netinu til að fylgjast með fréttum að heiman. Kaupa kokteilsósu og pítusósu í fríhöfinnni því jú það er nú svona sér íslenskt dót. Einnig eru þau búin að kynna fyrir mér helling af dönskum bíómyndum og er planið að ná að horfa á þær allar áður en ég fer heim... Þau eru svoo góð við heimilislausa unglinginn (mig).
Viktor hefur það mjög gott á Spáni, einfaldir dagar sem innihalda æfingar og matarpásur! Veðrið er víst mjög gott og kallinn er búin að taka smá lit .... (sem þýðir að húsfreyjan þarf að fara að vinna aðeins í húðlitnum á sér áður en hann kemur tilbaka) Hann fer bráðum að vera kallaður 10 mínutna maðurinn frá Íslandi enda fær hann ekki að spila fleiri mínutur í hverjum leik... en vonandi fer það nú að batna... okkar maður á nefninlega miklu fleiri mínutur skilið.. allaveganna korter ;)
Eins og þið heyrið er allt frábært að frétta af lopasokkunum i bili...
Hilsen
fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Sé eftir að hvað ég var meinhæðin í síðasta tilskrifi. Ég meinti auðvitað að þú ættir að láta mig vita þegar hann skoraði mark en ekki ef... hann skoraði...ég hef bara skiling á markatölum svo það þýðir ekkert að fóðra mig á einhvrjum mínútuupplýsingum. Inná í 10 mín ... á fullu kaupi... skil ekki jókið :-)Fínt fyrir þig að vera bara í Köben á meðan og eiga þínar klukkustundir þar...
hæjæj :D gaman að geta fylgst með ykkur hérna, því annars veit maður bara ekkert af ykkur :D en gott að þú ert að njóta þín í köben =) en ég vona nú að hann frændi minn fái að vera aðeins lengur en 10 min í hverjum leik ;) en ég myndi ekki kvarta að veraá fullum launum og hlaupa í 10 min ;) heheh :D bið að heilsa frænda næst þegar þú heyrir í honum bæjjj :*
Gott að heyra að allt gangi vel hjá ykkur krúslur! Ég bið að heilsa litla draumabarninu og foreldrunum:)
Skrifa ummæli