föstudagur, 9. febrúar 2007

Mögulega... omögulega mögulegt

Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tveimur árum síðan að í febrúar 2007 mundi ég vera ... flutt búslóðarflutningum til Lúðaströms í Noregi, væri búin að búa á hóteli í mánuð, ég væri keyrandi út um allt á 100 km hraða á hraðbrautum, byrjuð í háskóla og allt þetta til að elta æskuástina Viktor þar sem hann ætlaði að spranga á eftir leðurtuðru fyrir allan peninginn... ég held að ég hef hefði dáið úr hlátri og sagt manneskjunni að dreyma áfram (dream on ) ... og haldið áfram að selja tuskur í verslunarmusteri dauðans.

En hið ómögulega er mögulegt...... fyrst að þetta varð að raunveruleika er allt hægt....!!

Ætli allt sé ákveðið fyrirfram eða spinnum við okkar eigin lífsleiðarvef?

já bara svona smá hugleiðing í skammdeginu!

ha de....

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elsku apakettir..ekki gleyma vorgledinni..www.coachella.com..skyldumating!!!..xxx..minglo

Nafnlaus sagði...

Elsku Álfrún og Viktor.

Það er gott að þetta er allt að ganga upp hjá ykkur, og vonandi fáið þið íbúðina á réttum tíma.
Þar sem þú Álfrún ert að fara til Danmerkur og Viktor til Spánar og við í golfferðina til Túnis, allt á sama tíma, viljum við senda ykkur bestu ferðakveðjur og gangi allt vel.
Siggi biður sérstaklega að heilsa.
Amma og Afi á Strandvegi

ps. Komið í afmæliskaffi á Sunnudaginn og saltkjöt og baunir á sprengidag. ha.ha.
Afi

Nafnlaus sagði...

hæhæ þið þarna utlendingar =) ákvað að skilja eftir smá kveðju héðan frá vestmannaeyjum. Vona að þið hafið það sem allra best þarna úti :* ástarkveðja Kolbrún frænka :*

Nafnlaus sagði...

hæhæ
Til hamingju með íbúðina, gott að allt gengur vel hjá ykkur...
Bestu kveðjur úr eyjum
Hallgrímur og Co...

Nafnlaus sagði...

Æ snúlla!!! já lífið getur breyst á einum degi,, mundu bara að njóta þess og taka einn dag í einu,, Þetta verður ykkur dýrmæt lífsreynsla og efni í skemtilegar sögur fyrir barnabörnin... Að einhverju leyti þá öfunda ég ykkur,, að flytja svona út og byrja allt uppá nýtt, hljómar svo spennandi....... Hver veit nema að ég og Steinunn reynum ekki að koma í eina heimsókn þegar það hlýnar hjá ykkur.... knús knús sóley