fimmtudagur, 26. júlí 2007

Stiklað a staðreyndum

Jæja... kæra fólk! Loksins fréttir af lúðunum.

Veit ekki almennilega hvers vegna þessi máltregi hefur átt sér stað undanfarnar vikur ... ekki er hægt að skella skuldinni á atburðarleysi enda mikið búið að ganga á í lopasokkalífi. Og við sem héldum að við værum bara að fara að slaka á í sveitasælunni... ekki aldeilis. Það er einfaldlega búið að vera frá of miklu að segja.

Eins og flestir vita um er fjölgun væntanleg í janúar (það er búið að segja allt frá 8-23 við okkur þannig að það er best að halda sig bara við mánuðinn). Það hefur verið erfitt að þegja yfir þessu leyndarmáli síðustu mánuði og er það eiginlega stærsta ástæða hraðminnkandi bloggfærsla undanfarið. Mikið spennufall átti sér því stað hjá okkur hjúnum þegar komið var aftur út eftir heimferðina enda einkenndist þessi stutta heimsókn af miklu stressi.
Þetta er eiginlega hálf óraunverulegt ennþá og erfitt að ímynda sér að inní mér sé að vaxa lítið barn .... hálft ég og hálft Viktor... MERKILEGT!!
Ég fer stækkandi með hverjum deginum og Viktori hafði orð á því um daginn að það væri fyndið að sjá mig með "svona maga"!! Einmitt... hann sagði fyndið! Ég hló ekki..

Það er síðan gaman að segja frá því að ég komst inn í Oslóarháskóla og mun hefja nám í Kynjafræði ekki seinna en 14. ágúst næstkomandi. Kasólétt eftir tuðrusparkara í kynjafræði.... sjáiði kaldhæðnina í því? Hlakka mikið til að setjast á skólabekk á ný og ennþá meira til að komast að því hvað kynjafræði í raun og veru snýst um!!
Viktor heldur því fram að sambúð okkar muni líða mikið fyrir þetta "feministanám" og sér fram á heila önn fulla af klósettþrifum og þvottahúsferðum ásamt daglegum fyrirlestrum um jafnrétti kynjanna og kúgun kvenna gegnum tíðina. Væli með hans orðum. Sjáum til en annars eiga óléttuhormónarnir eflaust eftir að hafa sitt segja líka.

Viktor er allur að koma til og aðgerðin virðist hafa heppnast vel... hann er byrjaður á miklu undirbúningsprógrammi og eru menn að voanst eftir því að hann nái endanum af tímabilinu sem lýkur í Nóvember.

Heimsóknir hafa verið tíðar og góðar. Halla 1 kom hingað ásamt kaupglöðu systrum mínum og undu þær sér vel í Noregi á Munchlistasafni og H&M ferðum meðal annars. Æðislegt að fá mæðgurnar mínar í heimsókn og mamma lumaði á ýmsum góðum lausnum eins og henni einni er lagið. Megi þær koma sem fyrst aftur!!

Þessa dagana eru aðrar mæðgur í heimsókn, Halla 2 og Addý bestemor fara á kostum hér í lopasokklandi. Húsráðin koma til mín á færibandi frá þeirra viskubrunnum og er ég ekki búin að stíga fæti inn í eldhúsið síðan þær komu. Ekki amalegir gestir það!!

Þannig að ég get ekki sagt að við séum búin að vera að stjana við gesti allan þennan mánuð heldur er það frekar öfugt!

Sonja og Halli, ég biðst innlegrar afsökunar á þessari bloggleti og mun framvegis vera regla á þessi. Ber hins vegar litla ábyrgð á því sem hér mun koma fram enda hef ég litla stjórn á þessu mikla hormónaflæði sem fer hækkandi með hverjum deginum.

Ha de

p.s Mallie.. viltu senda mér mail á alfrun.pals@gmail.com... hotmailið virkar ekki lengur .. hlakka til að heyra í þér!!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Loksins kom færsla - hefði verið pínlegt að láta gestapennann eiga síðasta orðið í Lúðó. Efast ekki um að mikill fengur sé að hinum mæðgunum í eldhúsinu. Kaupgleði systranna væri betur lýst með því að segja að þær ,,hafi spjarað sig" í H&M og mamma líka...og nú gleðjumst við daglega yfir hverri spjör...

PS. Las það í Mogga í morgun að ömmuskuplur yrðu það heitasta í tískunni í haust... verð að koma aftur og hamstra nokkrar slíkar ...

Ps. PS Systum þínum fannst uppnefnið koma úr hörðustu átt.

Unknown sagði...

Hæhæ,

Innilega til hamingju með litla bumbubúann ykkar.

Ég vona að það gangi allt vel hjá ykkur og að allir séu sprækir.

Gangi ykkur allt í haginn í lopasokkalandi.

kv
Bjöggi, Gróa og Arna Liv, Köben búar
www.123.is/kobenlif

SONJA sagði...

Loksins, loksins... gaman!

Frábært að allt gengur vel... Álfa, þú verður að ráða konu til að þrífa... ekki getur þú látið bróðir minn þvo klósettið og þvo þvott!!!! .... nei djók!
TIL LUKKU með inngönguna í skólann... þú ert snilli!
Við erum búin að smíða kofa... það kostaði mikla vinnu og gat á haus hjá Vilhelm...
Nú er bara að mála hann og flytja í garðinn hjá m+p. Pabbi/Afi er svo spenntur yfir kofanum að hann teiknaði hugmynd fyrir okkur að útliti þegar við kíktum í heimsókn í vinnuna til hans... upp á töfu n.b.
Allir hressir og kátir á þessum bæ. Búið að skrifa undir kaupsamning á nýju og leigusamning á gömlu allt gert í gær... svo nú er það bara að bíða eftir 10. ágúst!
Hlakka til að fá mæðgurnar til mín...
Hafið það gott í einu og öllu
luv, sonja sys

Nafnlaus sagði...

Magnað, innilega til hamingju með allt ! Verður að passa þig að vera ekki of vont við aumingjans Viktor.. hann meinar vel þegar hann segir að þú sért fyndin með maga ég er viss um það ! :)

Nafnlaus sagði...

"spjarað sig í HM" ha, ha, ha, frábærlega samsett...
Álfrún til hamingju með skólavistina, frábært að hafa komist inn og vonandi líkar þér kynjafræðin. Ég held að það geti verð ansi frólegt að horfa á heiminn í gegnum þau gleraugu. Ég veit að sumum finnst það óþarfi og þora jafnvel ekki að seja upp þau gleraugu. Mér líst vel á þig að velja þetta fag.
ek

Nafnlaus sagði...

16 dagar án færslu er náttúrulega engin frammistaða.

Kynjafræði. Það er örugglega kúrsinn þar sem kerling með píkutorfuna niður að hnésbótum segir hinum auðtrúa hópi kvennemenda að karlar kúgi konur, hafi alltaf kúgað konur og muni alltaf kúga konur. Svo fer hún heim og lætur kallinn elda handa sér norska kjötsúpu.

Nafnlaus sagði...

Alfrún, líklega hefur Halli eitthvað til síns máls enda konan hans í kennaraháskólanum, komin á efri ár...Hann er líka mjög góður kokkur......Bin. Ps. Til hamingju með skólann.

Nafnlaus sagði...

Aftur til hammó með bumbu-baby!
...ótrúlega spennandi tímar framundan hjá litlu hjúunum ;)

Verðum svo að stefna að hitting í *OSLÓ* þegar gömlu verða búin að koma sér fyrir í *TRONDHEIM*
-úúúúffff :Þ

Íris

Nafnlaus sagði...

Elsku Ála,

Innilega til hamingju með skólann, og enn og aftur til hamingju með litlu kúluna. Ég fékk alveg tár aftur í augun þegar ég sagði Úlfari frá þessu:)
Gangi ykkur vel með allt og hlakka til að fá fleiri fréttir:)

xxx