þriðjudagur, 10. júlí 2007

Mæðgum skolar a land i Litlastraumi

Það bar helst til tíðinda í Litlastraumi að þremur pabbalausum mæðgum skolaði á land um hádegisbilið föstudaginn 7. júlí síðastliðinn. Þær voru orðnar langeygar eftir að heimsækja lúðana í samnefndum bæ. Svo óheppilega vildi til að heimamenn höfðu brugðið sér yfir hafið og voru rétt ókomnir. Systurnar tvær voru óvanar því að ferðast pabbalausar og alveg hissa þegar þær uppgötvuðu að þær voru allt í einu komnar heilar í höfn með lyklavöld að öllum herlegheitunum. Á ferðalögum þeirra hingað til hefur ratvísi pabba ráðið för og aldrei að vita hvort öll skilningavit á mömmu virki, hún er nefnilega bæði farin að tapa sjón og heyrn og verður að stóla á þefskynið þegar mikið liggur við. Nema hvað ... við runnum á lyktina og síðan hefur ekkert borið til tíðinda annað en það að debetkort mömmu rataði á einhvern yfirskilvitlegan hátt ofan í klinkbudduna hennar sem er stórhættulegur staður fyrir slíka gersemi og var umsvifalaust dæmt úr leik, stolið og horfið og hringt í ofboði í pabba sem hafði beðið allan daginn eftir SOS merki frá mæðgunum og fékk þarna kærkomna fullvissu um að það hefði verið óðs manns æði að hleypa þeim mæðgum einum yfir hafið. Ótti hans reyndist ástæðulaus því þegar ísþorsti mæðgnanna gerði vart við sig nokkrum klukkutímum síðar poppaði horfna debetkortið upp úr klinkbuddunni og þá mundi mamma að hún hafði panikerað við automatinn þegar hún keypti lestarmiðana til Osló enda lestin alveg að koma og debetkortinu dembt með klinkinu í budduna enda klinkið mun tryggari gjaldmiðill í sjálfsalanum þeim. Síðan þá hefur verið lygnt í Litlastraumi.
Þetta er gestapenni Lopasokka, HKjól

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

húrra fyrir ykkur. Auðvitað geta mömmur verið jafnratvísar og pabbar ef þær vilja. Verst með hvelv. debetkortið vona að þið hafið fleiri kort í farteskinu. Því þegar einu sinni er búið að loka korti gengur ekki vel að fá það opnað aftur skilst mér.
Njótið, njótið, njótið...

Nafnlaus sagði...

Skemmtileg færsla hjá Heilanum, og rétt í grunninn þótt ótti minn sé nokkuð ýktur. Ég vissi alltaf að þið kæmust á endanum til Lúðaström, en Edda Kjólsdóttir virðist halda að kortið sé tapað, sem er misskilningur, það kom í leitir og hefur síðan trúlega verið hressilega straujað.
Góða skemmtun næstu daga, er ekki bingóið á morgun?
Bestu kveðjur,
Pabbi PV

P*aldis sagði...

Auðvitað skal jeg hjálpa þér með svona gull síðu ! !!
;)

Jeg mæli með því !
Sjérstaklega þegar mar er búsettur fjarri vinum ov vandamönnum !!

Nafnlaus sagði...

æ andsk. misskilningur ég skildi það þannig að kortið fannst en hélt að þær hefðu látið loka því þegar þeir héldu að það væri tapað.
En gott að það er alt i orden...
k. Edda

SONJA sagði...

Hva... bara ekkert að ske í Litlastraumi?
Bumbulínan alveg hætt að blogga :P
Ykkar er sárt saknað... vildi að ég væri að fara með mömmu og ömmu til ykkar á föstudaginn... kannski næst!
Kossar og knús yfir hafið bláa.
Sonja sys

SONJA sagði...

ALFA MÍN. ÞETTA GENGUR EKKI LENGUR... ENGIN FÆRSLA SÍÐAN 30. JÚNÍ!!!

I MISS YOU

SONJA SYS

Unknown sagði...

Hæ Álfrún mín! Ertu komin aftur til Noregs? Hvernig er best að ná í þig unga dama? Ertu með hotmail, msn eða skype? Eg skrifa þér á hotmailið og vonandi sérðu það... Vona að þú hafir það gott! Heyrumst fljótt! Malla

Nafnlaus sagði...

Hæ snúlla langaði aðeins að heyra í þér aftur (síðan í vor)
Við Finnur komumst bæði inn í alla skólana sem við sóttum um (alla fjóra haha) og erum sem sagt að flytja til Þrándheim í byrjun ágúst.
Rosa margt sem mig langar að forvitnast um varðandi það
...og auðvitað líka hvernig umsókinni þinni hafi gengið ;)

Endilega sendu mér póst, ef ég næ ekki í skottið á þér á msn ;)
irh3@hi.is

-Íris Hauks

Nafnlaus sagði...

Eitthvað virðist sem málgleðin hafi hugsanlega vikið fyrir ógleði sem mér hefur verið tjáð að þjaki þungaðar kvinnur. Alla vegana hef ég ekki vitað til þess að Álfrún hafi haft frá jafnlitlu að segja í jafnlangan tíma og nú. Vonandi fer nú blessað barnið að standa upp af málbeininu og hleypa hinni málglöðu móður aftur að lyklaborðinu. Reyndar gæti líka hugsast að afar, afar tíðar heimsóknir Garðstaðinga og skyldfólks þeirra hafi eitthvað með þetta að gera. Maður getur jú ekki gert allt, bloggað, hugsað um gesti, verið óléttur, eldað veislumat daglega og svo mætti áfram telja. Svo hefur Viktor sjálfsagt þurft á töluverðri ást og umhyggju að halda eftir sjúkrahúsraunir sínar enda viðkvæm ballerína þar á ferð.

Halli Bro.