þriðjudagur, 25. desember 2007
Gleðileg jólin
Gleðileg jól kæra fjölskylda og vinir nær og fjær!!
Við áttum alveg svakalega notalegt og þægilegt aðfangadagskvöld hér í Lilleström i gær. Halla Guðrún eldaði alveg dýrindis hamborgarhrygg og himneska aspassúpu og að venju stóðu allir á gati að máltíð lokinni.
Við fengum bæði (eða réttara sagt öll þrjú) fullt af fallegu í jólagjöf og sendum við þúsund þakkir yfir hafið. Svona er ég orðin stór og útstæð... en reyndi þó að punta mig eftir bestu getu. Fæ sjálf sjokk að sjá myndir af mér en nú eru við komnar rúmar 37 vikur!
Eftir hefðbundið kvöld af pakkaupptöku og jólakortalesningum töluðum við í gegnum netið við nánustu fjölskyldu. Sonju, Grétar, Vilhelm og Íris en á þeim bænum var svo mikið jólastuð að jólatréð datt yfir stofugólfið.
Svo var talað við mömmu, pabba, Védísi og Steinunni en þar á bæ voru allir að gera sig undirbúna fyrir miðnætursmessu í Dómkirkjunni þar sem Védís og Hamrahlíðakórinn sáu um jólatónana.
Pabbi sýndi okkur meðal annars sjálfsmyndirnar sem hann sendi til fjölskyldu og vina áritaðar með gullpenna eins og alvöru Hollywoodstjörnu sæmir. Hér gefur að líta eina svoleiðis... já faðir minn er mikill húmoristi eða alveg svakalega mikill egóisti....
Innilegar jólakveðjur frá okkur hér í Noregi og við hlökkum til að taka þátt í íslenskum jólum að ári liðnu með ykkur!!!
Ha de
sunnudagur, 23. desember 2007
Góðan Þorlák !
Nú eru jólin komin hér hjá okkur í Litla straumi! Halla Guðrún og Gísli Arnar eru komin og við komin í jólaskap. Hangikjötslyktin ilmar nú um alla íbúð og við vorum að ljúka við að koma jólatrénu upp og skreyta. Fyrsta jólatréð.... tímamót ekki satt..?! Grenitré ilma alveg unaðslega ... fyndið hvað maður gleymir því milli jóla.
Í gær var haldið í hinn svolkallaða "harrytur" til Svíþjóðar. Það er að segja þá fórum í bíltúr yfir landamærin til Svinasund til að fylla ísskáp og frysti af ódýrri matvöru eins og alvöru norrmönnum sæmir. Svíarnir fara hins vegar til Danmerkur í sömu tilboðstúra en Danirnir til Þýskalands, góð hringrás! Þetta er cirka 1 og hálfstíma keyrsla frá Lilleström og borgar sig margfalt í verði. Já, ég er í alvörunni orðin húsmóðir og byrjuð að bera saman mataverð...
Það fylgdi því mikil nostalgíutilfinning að komast í sænska matvörubúð og sjá matvöru og hluti sem einu sinni voru partur af hverdagsleikanum í Uppsölum fornum daga. "Bærinn" Svínasund er hins vegar upplifun út af fyrir sig.... get eiginlega ekki lýst því öðruvísi en okkur leið eins og við værum komin inn í suðurríkin i BNA þar sem hjólhýsamenningin og blikkandi ljósaskilti eru allsráðandi.
Annars líður okkur bara mjög vel. Bumban mín er búin að síga mjög á síðustu tveimur dögum og litlan farin að halda fyrir mér vöku með brölti og smá leikfimisæfingum. Enda er alveg nauðsynlegt að æfa sig vel áður en maður tekur fyrstu andatökin í þessum heimi. Allt er tilbúið fyrir komu hennar og nú er bara verið að taka því rólega og láta Höllu og Gísla Arnar dekra við okkur. Yndislegt!
Nú sitjum við í stofunni, njótum rólgheitanna og lokaútkomu jólatrésins.... fallegt ekki satt? Takið eftir frostslegnum trjánum í bakgrunninum sem setja punktinn yfir i-ið þessi jól 2007.
Rólegheitakveðjur yfir hafið frá okkur fimm í Litla straumi
sunnudagur, 16. desember 2007
Prófin búin og jólin velkomin!
Úti er 10 stiga frost og hrím yfir öllu. Kertaljós fara af stað hér við fyrsta hanagal til að hita upp íbúðina og ekki slökknar á arninum á Alexander Kiellandsgötu. Það er óneitanlega jólalegt að kíkja út um stofugluggann með kakó við höndina þótt að heimþráin sé farin að segja til sín. Sem betur fer styttist í að Halla Guðrún og Gísli Arnar láti sjá sig og hlökkum við mikið til að fá smá smakk af Íslandi til að hrinda jólunum af stað. Það verður yndislegt að fá þau til okkar,
I dag eru þrjú ljós farin af stað á aðventukransinum og húsfreyjan henti í múffins í tilefni dagsins. Annaðhvart er móðureðlið að magnast með hverjum deginum eða það að mér leiðist gríðarlega mikið.
Nú erum prófin búin hjá okkur báðum sem er mikill léttir enda tekur á taugarnar að sitja við og lesa allan sólahringin. Nú tekur þvi bara við biðin mikla eftir frumburðinum sem má alveg fara að láta sjá núna. Í tilefni prólokanna var farið í Ikea og fjárfest i kommóðu/skiptiborði fyrir álfinn litla. Það voru því miklar aðgerðir hér á bæ við að breyta gestaherberginu og Viktor stóð sig eins og hetja með skrúfjárnið og leiðbeiningabæklinginn á lofti. Ikeaferðir eru komnar í stað barrölts i tilefni prófloka. Breyttir tímar. Hér gefur á að líta afraksturinn.
Norrmenn eru ekki jafn æstir og íslendingar i jólahaldi og jólakaupmennsku. Hér eru engar ofskreytingar á húsum, bara aðventuljós í gluggum og stökum sinnum jólastjarna til að lýsa upp skammdegið. Engar marglitar blikkandi perur og plastjólasveinar upp um alla veggi eins og er farið að tíðkast á Íslandi. Með öðrum orðum Jólakleppur svo ég vitni nú í föður minn. Við erum þó komin með eina seríu i stofugluggann, ég meina við erum nú einu sinni íslendingar.
Læt fylgja með sónarmyndir af álfinum sem komnar eru í ramma og upp á vegg eins og frumburði sæmir.
Jólakveðjur og saknaðarkveðjur yfir hafið
I dag eru þrjú ljós farin af stað á aðventukransinum og húsfreyjan henti í múffins í tilefni dagsins. Annaðhvart er móðureðlið að magnast með hverjum deginum eða það að mér leiðist gríðarlega mikið.
Nú erum prófin búin hjá okkur báðum sem er mikill léttir enda tekur á taugarnar að sitja við og lesa allan sólahringin. Nú tekur þvi bara við biðin mikla eftir frumburðinum sem má alveg fara að láta sjá núna. Í tilefni prólokanna var farið í Ikea og fjárfest i kommóðu/skiptiborði fyrir álfinn litla. Það voru því miklar aðgerðir hér á bæ við að breyta gestaherberginu og Viktor stóð sig eins og hetja með skrúfjárnið og leiðbeiningabæklinginn á lofti. Ikeaferðir eru komnar í stað barrölts i tilefni prófloka. Breyttir tímar. Hér gefur á að líta afraksturinn.
Norrmenn eru ekki jafn æstir og íslendingar i jólahaldi og jólakaupmennsku. Hér eru engar ofskreytingar á húsum, bara aðventuljós í gluggum og stökum sinnum jólastjarna til að lýsa upp skammdegið. Engar marglitar blikkandi perur og plastjólasveinar upp um alla veggi eins og er farið að tíðkast á Íslandi. Með öðrum orðum Jólakleppur svo ég vitni nú í föður minn. Við erum þó komin með eina seríu i stofugluggann, ég meina við erum nú einu sinni íslendingar.
Læt fylgja með sónarmyndir af álfinum sem komnar eru í ramma og upp á vegg eins og frumburði sæmir.
Jólakveðjur og saknaðarkveðjur yfir hafið
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)