Gleðileg jól kæra fjölskylda og vinir nær og fjær!!
Við áttum alveg svakalega notalegt og þægilegt aðfangadagskvöld hér í Lilleström i gær. Halla Guðrún eldaði alveg dýrindis hamborgarhrygg og himneska aspassúpu og að venju stóðu allir á gati að máltíð lokinni.
Við fengum bæði (eða réttara sagt öll þrjú) fullt af fallegu í jólagjöf og sendum við þúsund þakkir yfir hafið. Svona er ég orðin stór og útstæð... en reyndi þó að punta mig eftir bestu getu. Fæ sjálf sjokk að sjá myndir af mér en nú eru við komnar rúmar 37 vikur!
Eftir hefðbundið kvöld af pakkaupptöku og jólakortalesningum töluðum við í gegnum netið við nánustu fjölskyldu. Sonju, Grétar, Vilhelm og Íris en á þeim bænum var svo mikið jólastuð að jólatréð datt yfir stofugólfið.
Svo var talað við mömmu, pabba, Védísi og Steinunni en þar á bæ voru allir að gera sig undirbúna fyrir miðnætursmessu í Dómkirkjunni þar sem Védís og Hamrahlíðakórinn sáu um jólatónana.
Pabbi sýndi okkur meðal annars sjálfsmyndirnar sem hann sendi til fjölskyldu og vina áritaðar með gullpenna eins og alvöru Hollywoodstjörnu sæmir. Hér gefur að líta eina svoleiðis...
Innilegar jólakveðjur frá okkur hér í Noregi og við hlökkum til að taka þátt í íslenskum jólum að ári liðnu með ykkur!!!
Ha de
