sunnudagur, 23. desember 2007

Góðan Þorlák !


Nú eru jólin komin hér hjá okkur í Litla straumi! Halla Guðrún og Gísli Arnar eru komin og við komin í jólaskap. Hangikjötslyktin ilmar nú um alla íbúð og við vorum að ljúka við að koma jólatrénu upp og skreyta. Fyrsta jólatréð.... tímamót ekki satt..?! Grenitré ilma alveg unaðslega ... fyndið hvað maður gleymir því milli jóla.

Í gær var haldið í hinn svolkallaða "harrytur" til Svíþjóðar. Það er að segja þá fórum í bíltúr yfir landamærin til Svinasund til að fylla ísskáp og frysti af ódýrri matvöru eins og alvöru norrmönnum sæmir. Svíarnir fara hins vegar til Danmerkur í sömu tilboðstúra en Danirnir til Þýskalands, góð hringrás! Þetta er cirka 1 og hálfstíma keyrsla frá Lilleström og borgar sig margfalt í verði. Já, ég er í alvörunni orðin húsmóðir og byrjuð að bera saman mataverð...
Það fylgdi því mikil nostalgíutilfinning að komast í sænska matvörubúð og sjá matvöru og hluti sem einu sinni voru partur af hverdagsleikanum í Uppsölum fornum daga. "Bærinn" Svínasund er hins vegar upplifun út af fyrir sig.... get eiginlega ekki lýst því öðruvísi en okkur leið eins og við værum komin inn í suðurríkin i BNA þar sem hjólhýsamenningin og blikkandi ljósaskilti eru allsráðandi.

Annars líður okkur bara mjög vel. Bumban mín er búin að síga mjög á síðustu tveimur dögum og litlan farin að halda fyrir mér vöku með brölti og smá leikfimisæfingum. Enda er alveg nauðsynlegt að æfa sig vel áður en maður tekur fyrstu andatökin í þessum heimi. Allt er tilbúið fyrir komu hennar og nú er bara verið að taka því rólega og láta Höllu og Gísla Arnar dekra við okkur. Yndislegt!

Nú sitjum við í stofunni, njótum rólgheitanna og lokaútkomu jólatrésins.... fallegt ekki satt? Takið eftir frostslegnum trjánum í bakgrunninum sem setja punktinn yfir i-ið þessi jól 2007.

Rólegheitakveðjur yfir hafið frá okkur fimm í Litla straumi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól elskurnar mínar allar fjórar! Held að ég hafi sjaldan séð jólalegri mynd eins og af jólatrénu ykkar flotta og trjánum úti... vá!
Hér er allt á kafi í snjó og rosalega kalt. Íris getur ekki látið pakkaflóðið í friði og Vilhelm mælir pakkana til að ath hvort hann eigi ekki örugglega STÆRSTA pakkann. Íris stóð í gær alein út á miðju gólfi, kannski smá ýkjur en hún stóð samt ein í smá stund, ekki lengi samt.
Grétar er farinn í fótbolta, ótrúlegt hvað þessi fótbolti hefur mikil völd, ekki datt mér í hug að hann mundi vakna fyrir 13 á degi sem þessum, viti menn, vekjaraklukkan var stillt kl.9:30!!!
Jæja ég má ekki vera að þessu, þarf að gera fyllingu, kartöflurétt, kalkún, humar, baða börnin, mig sjálfa, skúra, skrúbba og bóna....
Íris gólar á mig, svöng!
Við sjáumst nú á skype-inu í kvöld ekki satt?
luv, Sonja

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól normenn

Halli sagði...

þessi neðsta mynd er sjúklega flott!