þriðjudagur, 25. desember 2007

Gleðileg jólin


Gleðileg jól kæra fjölskylda og vinir nær og fjær!!
Við áttum alveg svakalega notalegt og þægilegt aðfangadagskvöld hér í Lilleström i gær. Halla Guðrún eldaði alveg dýrindis hamborgarhrygg og himneska aspassúpu og að venju stóðu allir á gati að máltíð lokinni.
Við fengum bæði (eða réttara sagt öll þrjú) fullt af fallegu í jólagjöf og sendum við þúsund þakkir yfir hafið. Svona er ég orðin stór og útstæð... en reyndi þó að punta mig eftir bestu getu. Fæ sjálf sjokk að sjá myndir af mér en nú eru við komnar rúmar 37 vikur!

Eftir hefðbundið kvöld af pakkaupptöku og jólakortalesningum töluðum við í gegnum netið við nánustu fjölskyldu. Sonju, Grétar, Vilhelm og Íris en á þeim bænum var svo mikið jólastuð að jólatréð datt yfir stofugólfið.
Svo var talað við mömmu, pabba, Védísi og Steinunni en þar á bæ voru allir að gera sig undirbúna fyrir miðnætursmessu í Dómkirkjunni þar sem Védís og Hamrahlíðakórinn sáu um jólatónana.
Pabbi sýndi okkur meðal annars sjálfsmyndirnar sem hann sendi til fjölskyldu og vina áritaðar með gullpenna eins og alvöru Hollywoodstjörnu sæmir. Hér gefur að líta eina svoleiðis... já faðir minn er mikill húmoristi eða alveg svakalega mikill egóisti....

Innilegar jólakveðjur frá okkur hér í Noregi og við hlökkum til að taka þátt í íslenskum jólum að ári liðnu með ykkur!!!

Ha de

12 ummæli:

Freyja sagði...

ooo hvað það hefur verið gaman hjá ykkur skötuhjúum. Tæknin bjargar öllu núorðið:)

Þú ert ROSA flott bumbulína.

Gangi ykkur vel á endasprettinum. Ég vona að jólakortið okkar hafi skilað sér yfir hafið.

Jólaknús frá okkur

Freyja sagði...

ooo hvað það hefur verið gaman hjá ykkur skötuhjúum. Tæknin bjargar öllu núorðið:)

Þú ert ROSA flott bumbulína.

Gangi ykkur vel á endasprettinum. Ég vona að jólakortið okkar hafi skilað sér yfir hafið.

Jólaknús frá okkur

Nafnlaus sagði...

Bumban er flottust, fótbolti í yfirstærð, sterkur Viktorssvipur á þessu marki. Gjöra svo vel að ritskoða út myndina af mér, ég er eins og hálfviti, slæ pabbi þinn út...Til hamingju með Lillejólstöm

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð sæta fólk:) váá litla skvísan alveg að koma ooo hvað þetta er spennandi:) Viktor verður að setja inn myndir fyrir okkur þegar litla kemur svo við fáuma að sjá hana strax:) Hafið þið það sem best..

Nafnlaus sagði...

Hæ litla fjölskylda :)
Gleðileg jól og vona að þið séuð búin að hafa það alveg súper gott og láta Höllu og Arnar stjana alveg í kringum ykkur.
Svo fer prinsessan alveg að koma í heiminn..jii hvað þetta er nú fljótt að líða allt saman =)
Bestu kveðjur héðan ur eyjum :*

Nafnlaus sagði...

Kæra Álfrún og Viktor gleðileg jól og gaman að sjá hvað ykkur líður vel og þið blómstrið.. Litla frænka er ótrúlega montin af því að það styttist í að hún verði ekki miklu lengur sú yngsta í fjölskyldunni og hún flakkar á milli þess að tala um systur sína í Noregi og frænku, nokkuð sætt hjá henni finnst okkur og Pabbi verður þá líka stundum stóri bróðir eða frændi. Það er ekki hægt að ætlast til að 3 ára þekki allar þessar skyldleikareglur upp á 10 :-) Vonum að ykkur gangi allt vel áfram, bumbumyndirnar eru ótrúlega flottar
Kær kveðja
Sigga Bára og co

Nafnlaus sagði...

Á eftir að sakna ykkar á áramótunum ! Gangi ykkur rosalega vel að koma en einni sætri frænku í heiminn !

Nafnlaus sagði...

elsku álfrún gleðileg jól og gott að heyra/sjá að allt gengur vel.
Edda frænka...

Nafnlaus sagði...

Vá..... hvað Álfrún er Fín með svona kúlu
okkur langaði bara að kasta kveðju svona yfir hafið

hafið það rosalega gott og Gleðilegt nýtt ár

kveðja
Bjössi, Íris og Salka

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól og Gleðilegt ár!!
Efast ekki um að þið hafið haft það gott með Höllu og Arnar hjá ykkur:) Gangi ykkur rosalega vel á endasprettinum, við fylgjumst með hér í Eyjum. hlökkum til að fá fréttir af prinsessunni.
Kveðja frá Eyjum
Anna Rós frænka og fjölskylda
www.almar.barnaland.is

Halli sagði...

GLEÐILEGT ÁR ELSKU FÓLK og takk fyrir gamla.

Fólk með svona jólakúlu eins og þú Álfrún, þarf ekki að skreyta sig. Þetta er pörfekt!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar
Gleðileg jól ár og allt. Við erum búinn að reyna að hringja og allt en alltaf á tali? Viktor tala minna í síma og meira við frænku!!!
Flott mynd Álfrún allt að verða klárt?? Ég er alla vega klár í að verða afa bróðir. Ungur í anda og allt það og ávallt tilbúinn að spilla uppeldi. Við fylgjumst núna með bestu kveðjur
Hemmi