Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir allt gamallt og gott!!
Nú erum við bara tvö í kotinu á ný eftir velheppnuð hátíðarhöld með Höllu Guðrúnu og Gísla Arnari. Þau dekruðu við okkur og hef ég sjaldan borðar jafn mikið af jólamat yfir hátíðarnar. Bæði ég og litli álfurinn í maganum döfnuðum því vel um jólinn á meðan Viktor er bara búinn að léttast... enda mjög duglegur að nýta tímann í fríinu til að æfa vel og halda sér í formi fyrir næsta tímabil sem senn fer að hefjast!
Áramótin voru rosalega notaleg hér í Norge og norrmenn komu okkur í opna skjöldu með sprengjugleði sinni á miðnætti en öfugt við Ísland þá heyrðist varla í flugeldum fyrir þann tíma. Reyndar kom síðan í ljós að þessi áramót eru þau síðustu þar sem almennningi hér gefst kostur á að kaupa flugelda til einkanota. Á næsta ári verða skipulagðar flugeldasýningar í staðinn enda norrmenn að beina sjónum sínum að umhverfisvernd og öryggi hins almenna borgara með þessari ákvörðun. Hvar ætli Ísland standi í þessari umræðu? eða er þetta umræða yfirhöfuð á klakanum?
Sú stutta er að láta fara vel um sig í maganum þó að plássið fyrir hana sé að minnka svo um munar enda daman orðin tæp 3 kg. í fyrradag fór ég hins vegar að fá verki og samdrætti og eftir símtal við fæðingardeildina vorum við beðin um að koma upp eftir. Þar tóku við miklar skoðanir og sögðu læknarnir að þetta væri barn sem vildi bráðum fara að komast í heiminn. Ljósmæðurnar voru í hláturskasti yfir látunum í álfinum í sónarskoðuninni en sú stutta ákvað að veifa og kinka kolli í gríð og erg okkur til skemmtunar. En þar sem vatnið var ekki farið og fæðingardeildin ekki beint staður sem maður vill eyða mörgum klukkutímum á kusum við að fara aftur heim og bíða eftir a ð verkirnir myndu versna.
Viti menn... hún ákvað að hætta við eða kannski eru þetta móðurafagenin strax að koma í ljós með sinni miklu stríðni.
Þetta virðist allaveganna vera þrjósk steingeit sem býr i maganum á mér því nú eru samdrættir og verkir búnir að minnka og ekkert sem bendir til þess að fæðing sé í nánd.... svo er aldrei að vita nema þetta taki sig upp aftur á örskammri stundu en læknarnir segja að þetta sé mjög algengt með fyrsta barn.
Nú er því ekkert annað að gera en að bíða og halda sér uppteknum og annars hugar....til að koma í veg fyrir að tíminn líði hægt! Viktor vill að ég fari að hlaupa upp og niður stigana frammi á gangi til að koma öllu af stað... veit ekki hvort ég hlýði....
Flytjum fréttir þegar þær koma
yfir og út frá Litla Straumi
fimmtudagur, 3. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Úú spennandi! Hlakka til að heyra fréttir af litlu álfaprinsessunni.
Nú er bara að beita öllum húsráðunum til að koma álfinum í heiminn. Kanínuleikfimi er alltaf vinsæl hjá húsbóndanum:)
Hugsum til ykkar, gangi ykkur vel. Hlökkum til að sjá mynd af Viktori berum að ofan að knúsa litlu músina. Það er algjör skylda Viktor...híhí
Kveðja Freyja, Höski og mýsnar tvær
Amma mús (hk)er að verða svefnvana af spenningi... hún flýgur á regnhlífinni sinni og leið og litli álfurinn fer að veifa og kinka kolli utan dyra...
Leiðrétting:
Ég meinti um leið en ekki og leið...svona er ég orðin svefnvana og yfirspennt.
Þetta er að verða spennandi. Minnni á að Hermína er gamalt og gott úr ættinni og tryggir athygli og þjálfun hjá ónenfndum frábærum kanttspyrnuþjálfara
*mwa*
Þú ert svo falleg svona útstæð ;)
vildi svo mikið vera hjá ykkur..
Skrifa ummæli