Já skulum við svo sannarlega vona... því við lopasokkarnir komumst sko ekki klakklaust frá Noregi á Laugardaginn var.
Það byrjaði þannig að við sváfum yfir okkur, vöknuðum á sama tíma og rútan frá LSK átti að leggja af stað út á flugvöll með öllu liðinu. Sem betur fer vorum við á hóteli rétt hjá flugvellinum og ákváðum þá hið snarasta að keyra, flugin okkar áttu að fara að sama tíma... við enduðum með að þurfa að rúnta um flugvallarsvæðið til að finna bílastæðin, með forráðamenn liðsins á hinni línunni að reka á eftir kappanum (þið getið rétt ímyndað ykkur andrúmsloftið inní bílnum) svo þegar á bílastæðið kom þurftum við taka rúta að flugvellinum sjálfum. Þegar við vorum að fara að anda léttar og stíga uppí rútuna kom punkturinn yfir i-ið.......
Viktor gleymdi VEGABRÉFINU..... jebb við hlupum með allan faragurinn aftur að bílnum til að leita að vegabréfinu ( held að við höfum bæði verið við það að fá tauga- og hjartaáfall) ... sem betur fer tókst okkur að finna það að lokum og já til að gera langa sögu stutta... sit ég hér á Öresundskollegiet blokkH íbúð 608 í góðu yfirlæti hjá mínu elskulega frændfólki og Viktor er í 20 stiga hita og sól sprangandi um á samfesting að elta bolta ásamt helling af öðrum fótboltaköppum. Já þetta tókst að lokum!!!
Mætti halda að lopasokkalandið hafi ekki fyrir neinn mun viljað missa aðal lopasokkana úr landi!!! Við vorum bæði sammála um það að þetta væri einn hræðilegasti morgun sem við höfum upplifað!!
Reyni að vera duglega að skrifa hér í Danaveldi og gefa ykkur fréttir af La Manga mótinu... Lilleström er búinn að spila einn leik við Brann og töpuðu 1-0.... næsti leikur er síðan við sjálf Reykjavíkurveldið (KR) á valentínusardaginn... spennandi að fylgjast með því ...!!
Bestu kveðjur yfir hafið
mánudagur, 12. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Þú ert nú samt gífurlega heppin að fá að vera í blokkH íbúð 608. Klárlega besta íbúð collegísins! Hver veit kannski að þú heyrir Magneu segja sín fyrstu orð ef hún er jafn gífurlega gáfuð og móðir hennar heldur fram !
Láttu mig vita ef Viktor skorar mark!
Gátu flugvélarnar ekki bara sótt ykkur á hótelið? Er það ekki hvort eð er í leiðinni? Það er til lítils að búa á flugvallarhóteli ef engin slík þjónusta er í boði.
Bið að heilsa ASM tríóinu í Köben
ahahahaha..... ég get rétt ýmindað mér spennuna í bílnum ....ahahha...´ef ég hefði verið með hefðum við örugglega hætt að vera vinkonur, sökum þess hve ég get farið að hlægja á mest óviðegandi augnablikum ;)
Gott að þið eruð komin heil á höldnu !!!.... ég var að reyna að hringja ... þú verður að svar mæ :)
Koss og knús
Stinky;)
Það borgar sig ekki að hlægja að öðrum sem sofa yfir sig þegar þeir ætla í flug...
Sá svipinn á syni mínum fyrir mér þegar ég bauðst til að vekja ykkur. Þiggja það næst.
Segi eins og mamma þín...engin þjónusta á þessu hóteli.
Gott að allt fór vel að lokum.
kveðja, mamma Halla
LOfknL
Dj.... var þetta drullugott á þig Viktor eftir að hafa hlegið að mínu ævintýri í haust. Ég skal sko segja þér það að ég er að kafna úr hlátri.
OMG ég get ímyndað mér stressið... og andrúmsloftið ef ég þekki bróðir minn rétt :o)
Ég er nú farin að sakna ykkar frekar mikið og hlakka til að hitta ykkur... vonandi verður það í byrjun apríl!
Flott úrslit hjá "okkar" mönnum í dag, hvað er með þessa 10 mín reglu hjá þessum blessaða þjálfara... !!
Hafið það gott þar sem þið eruð!!
LUV
Skrifa ummæli