þriðjudagur, 6. febrúar 2007

Þjoðarstolt norrmanna borið augum


Loksins fannst okkur vera komin tími til að skoða hinn fræga skíðastökkapall "Holmenkollen" sem gnæfir yfir Oslóarborg. Við vorum oft búin að sjá hann uppí fjalli en vissum ekki alveg hvernig við kæmust þangað. Þannig að enn og aftur var kortið tekið upp á laugardaginn, þessi kortalesning mín er nýr hæfileiki sem ég var að uppgötva og kemur sér einkum vel í svona aðstæðum. Duga eða drepast!!
Já Norrmenn eru mjög stoltir af þessum stökkpalli sínum og þegar við komum þangað skildum við afhverju... þetta er ekkert smá mannvirki. 136 m á hæð og fyrir neðan er gryfja þar sem skíðastökkkallarnir lenda. Vá hvað ég er farin að bera mikla og nýfundna virðingu fyrir skíðastökksfólki. Við vorum nefnilega alvöru túristar og fórum í svona skíðastökkhermi... jebb það var alveg eins og maður væri að stökkva sjálfur! Það var rosalegt... Þetta er ekki sport fyrir fólk með almenna skynsemi en samt sem áður ein af tveimur þjóðaríþróttum normanna!! hvað segir það ykkur?

Útsýnið var rosalegt frá þessum svæði og sáum við yfir alla Osló enda var veðrið með eindæmum gott þennan dag. Það er alveg á hreinu að allir sem hingað koma í heimsókn munu fá að sjá þennan magnaða stað.

Annars er allt í góðum gír hér... ég að fara til minnar elskulegu frænku og fjölskyldu á laugardaginn... hlakka ekkert smá til og Viktor til Spánar í hjólaferð (aka. æfingaferð).

Það er eitthvað að gerast hjá Sonju systur í dag (hún er sko ólétt fyrir þá sem ekki vita...) það gæti verið að litla prinsessan ætli að líta dagsins ljós í dag.. þannig að við bíðum spennt hér handan við hafið eftir fleiri fregnum varðandi það mál!!
Þessi dagur væri alls ekki slæmur þar sem amma Erna á afmæli í dag og væri það ekki leiðum að líkjast fyrir dömuna.. Til hamingju með daginn amma!!!

Ha de.....

Lopasokkarnir

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

litlu snorkar en hvað þið eruð dugleg....stökkpallurinn huuumm þið eruð rúslur svo um munar...en já til hamingu erna amma og við bíðum líka spennt eftir fréttum frá sonju...látið vita og sendum þeim orku
knús
s

Nafnlaus sagði...

en hvað þetta er sæt mynd af ykkur!...langaði bara að kommenta, hvenær má maður svo kíkja í heimsókn í nýja húsið ?:)kv.védís systir

Nafnlaus sagði...

Óx flott mar! Þá eruð þið búin að skoða það helsta og getið komið heim aftur...

Nafnlaus sagði...

hæ elskurnar mínar...........TILA HAMINGJU MED ÍBÚÐINA...koss koss...virkar ekkert smá kósy. Hlakka til að koma í heitan kaffi fyrir frama arinneldinn eftir að hafa skoðað skíðapallinn stóra og kalda. ég er búin í fyrsta prófinu mínu og gekk bara ágætlega. Það er gott að þetta sé skollið á, nenni ekki að vera endalaust ad undirbúa mig undir þetta. Er á bókhlöðunni og ætla að halda áfram.......það heyrist svo hátt í takkaborðinu að ég held að fólk sé byrjað að hata mig hérna!!!! Söknuður, Gyða

Nafnlaus sagði...

-Oh hvað þið eruð dugleg:) Um að gera að skoða allt saman strax því að þegar þið eruð búin að setjast almennilega að þá nennið þið engu, alveg eins og heima, maður er ekkert alltof duglegur að kíkja á fallegu söfnin okkar þar:)
-Verð að vera sammála með þennan pall, ég fór einmitt þangað í síðustu heimsókn minni til Noregs, þetta er bara fyrir geðveika held ég!
-Ég óska ykkur til hamingju með íbúðina og sendi ykkur kossa og knús:)