sunnudagur, 18. febrúar 2007

Kanarifuglinn syngur og hjalar....



Hér gefur að líta nýjustu viðbótina í stuðningsmannahóp Lilleström (og þá náttúrulega mest við leikmann #16 !!), og nýju bestu vinkonu mína. Lífið er búið að vera ótrúlega ljúft hér í Danmörku og ungfrú Magnea stækkar með hverjum deginum. Hún er byrjuð að segja "Vá vá vá" í tíma og ótíma. Það er sem sagt hennar fyrstu orð og ég held bara að "Ála" verði orð númer tvö, er allaveganna byrjuð að vinna í því í laumi hehehe!!

Í gær fórum við öll á listasýningu Ólafs Elíassonar og Kjarvals sem stendur nú yfir hér í Köben, sýningin ber nafnið Lavaland og var ótrúlega mikið flott sem fyrir augum bar enda eru þarna á ferðinni tveir frægustu listamenn sem Ísland hefur alið, þó eru nú einhverjar deilur um það enda vilja Danir meina að Ólafur sé danskur....þeir hafa alltaf viljað eigna sér allt sem við íslendingar gerum gott...( eða er það ekki??) en við kaupum þá bara upp til agna á endanum í staðinn...

Í dag er sjálfur konudagurinn og Sindri greyið hefur nú alveg 3 konur á heimilinu til að sjá um og fengum við heimabakaða skúffuköku í tilefni dagsins nammi namm!!

Viktor er orðin frekar leiður á Spánardvölinni enda er þetta frekar langur tími (14 dagar allt í allt) en hann fékk þó kærkomið frí frá æfingum í gær. Dagurinn var tekinn á golfvellinum enda langt síðan Viktor hefur komið við golfkylfuna (hann kom þó ekki nálægt John Arne Riise með henni.... bara svona svo það sé á hreinu!!)

Lopasokkalandið bíður okkar með eftirvæntingu og þegar þangað er komið fer nú að styttast í annan endan á hóteldvölinni... jesss!!
Ég er byrjuð að innrétta íbúðina í hausnum og ekki skemmir fyrir að hafa alla þessa flottu dönsku hönnun út um allt!!

Jæja ekki meira í bili frá mér.. er að fara að borða íslenska Ýsu a´la Sindri (það er víst annað sem maður á að taka með sér frá íslandinu góða og geyma í frystinum...það gerir að minnsta kosti fóstufjölskylda mín...hehehe)

Biðjum að heilsa yfir hafið

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá vá hvað þið Magnea eruð flottar saman. Vála er málið! V- ið getur þá líka staðið fyrir Viktor. Ég lofa að láta pabba þinn ekki komast í þetta fóður.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst merkilegt að ég fæ oftar fréttir af ykkur eftir að þið gerðuð strandhögg í Noregi og Danaveldi heldur en þegar þið voruð á Íslandi. Ég sakna reyndar gríðarlega tískupistlanna þinna, einhver alger amatör sem tók við og er engan veginn að hjálpa mér að skilja þrengingar og hugarvíl tískuþrælanna eins og þú gerðir Álfá mín. Annars finnst mér að Viktor ætti að fá treyju númer 10. Þeir skilja það sem hafa fylgst með gangi mála í Lilleström.

Nafnlaus sagði...

Elsku álfrún gaman er alltaf að heyra frá þér við afi flettum ekki Fréttablaðinu núna eftir að þú hættir að skrifa í það. Amma og afi maundu sko kaupa nokkrar bækur
ef þú færir að skrifa . þú ert skemmtilegur penni segir amma og auðvita afi líka. Bestu kveðjur til allra. Amma Erna

Nafnlaus sagði...

Sama segi ég. Hef varla litið á Fréttablaðið eftir að þú hættir að skrifa. Litli bróðir segir rétt. Sú nýja hefur varla vita á tísku...
Í kvöld var ég að segja við Önnu vinkonu að ég hafi ekki keypt tusku eftir að þú hættir að selja. Hlakka til að fara með þér í búðir í Osló.
Þið frænkurnar eruð fallegar saman á myndinni. Gaman fyrir hana að fá að kynnast þér.
Kom við í kvöld að hitta ömmubörnin mín. Daman á brjósti og hann að horfa á Póstinn Pál.
Faðmlag frá okkur til ykkar. Tengdó

SONJA sagði...

Hæhæ ykkar er sárt saknað á klakanum!
Æðisleg mynd af ykkur frænkum... hlakka til að fá svona mynd af þér/ykkur og mínum börnum :o)
Ég er eiginlega alveg ákveðin í því að koma til ykkar í apríl, ekki vill ég vera ein með tvö börn um páskana!!!
Einn og hálfur mánuður... hlakka til!!!
Þetta er nú hálf ósanngjarnt, þú í brjáluðum bil í DK og Vikki bara í sólinni á spáni, hvar er réttlætið?
Hafið það sem allra best... LUV, Sonja og co.