föstudagur, 2. febrúar 2007
Loksins komin með heimili i Lopasokkalandi
Jæja.. hef ekki þorað að skrifa neinn pistil síðustu daga vegna mikillar húsnæðisóvissu... en nú er allt komið á hreint!!! Eftir mikla baráttu í dag um íbúðina varð hún loksins okkar klukkan 14.00 í dag!!
Verðið fór þó aðeins hærra en við höfðum hugsað okkur í byrjun en við náðum að pranga öllum eldhústækjum inní verðið(ísskáp, uppþvottavél, örbylgjuofn, eldavél og þvottavél) Tvennt af þessu höfum við aldrei átt áður þannig að ég er mjööög ánægð!!
Við erum búin að brosa út að eyrum í allan dag og hótelvistin er bærilegri þegar maður sér loksins fyrir endann á henni !! Við fáum íbúðina afhenta þann 15 mars og býst ég ekki við öðru nema við reynum að flytja inn samdægurs... eða ég veit að við flytjum inn samdægurs!!
Viktor spilaði æfingaleik í dag og fékk enn og aftur að koma inn á í 10 mín í lok leiksins... nái þó að gera góða hluti og heillaði meðal annars áhorfendur upp úr skónum! Leikurin fór 1-0 fyrir okkar mönnum. Áhangendur Lilleström kalla sig Kanarífuglana og eru byrjaðir að kalla Viktor hinn nýja Heiðar Helgusson (fótboltamann sem var víst mjög vel liðinn þegar hann var að spila með LSK). Það er alltaf gott að hafa stuðningsmennina með sér í liði.
Á morgun er víst eitthvað íslendingaball hér í Osló... hmmm ekki alveg okkar tebolli en kannski maður skelli sér bara í gleðina til að blandast inn í hópinn... höfum svo sem gott af því að taka nokkra snúninga á dansgólfinu, sjáum til... fleiri fregnir af því síðar!!
Hér sjáið þið íbúðina okkar... minnir óneitanlega á Frödingsgötuna í Svíðþjóð fyrir þá sem muna eftir því.. múrsteinshús og svona..!!
Jæja fyrstu gleðifregnirnar hér úr herbúðum okkar lopasokkahjúa en vonandi ekki þær síðustu...!!
Ha de...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
12 ummæli:
Til hamingju með íbúðina, ég veit að þessi íbúð verður kósí hjá ykkur kamína og múrsteinar. af okkur er allt gott að frétta við er farin að æfa okkur innhús í golfi þar sem styttist í Túnis ferðina. Bestu kverðjur amma og afi Strandvegi.
Til lukku
amma Addý
Til hamingju með íbúðina Bergur frændi við lambastaðabrautina á seltjarnarnesi
Nujj... kamína!? Það er ekkert minna. Er hún líka inní verðinu?
Minns langar líka í soleis.. veit ekki om det ka' lade sig gøre á kollegíinu.
Er rauðvíns-standurinn inní verðinu?
Til hamingju með íbúðina. Ansi hreint flott að sjá og ekki minnsti vafi í okkar huga að stíll og hugmyndir gera gott betra...
Kamínan inní verðinu...vei! ..hef lika alltaf langað í svoleiðis dót... !! Þú ert velkominn að njóta okkar hvenær sem er... Veit ekki með rauðvínstandinn.. held ekki samt en kennski er hann umsemjanlegur..haha..
Det var paa tide.. til lukke med jeres dejlige rede! vis i mangler maler saa bara ring......onkel BGJ..
Gaman !!
Þið standið ykkur eins og HETJUR !!!
Er nokkur von til þess að "Hinn nýji Heiðar Helguson" (a.k.a. Vikki Refur) komi með gestablogg á Ævintýri í Lopasokkalandi?
...eða er það óraunhæf óskhyggja?
gott að heyra að þið eruð komin með góða íbúð.
Til hamingju með það :)
þarna á ykkur eftir að líða vel laus úr hóteldvölina.
ek
Þetta er ekki einleikið með ykkur - bara stokkið beint í túrbóeldhúsið. Í svona löngu og mjóu eldhúsi er ekkert annað að gera en að standa lóðréttur yfir pottum og pönnum. Svona eru norrrrrmenn sneddí! Til hamingju með þessi tímamót. Ég skal svo bjóða í kamínuna ef í harðbakkann slær.
Þetta er bara geðveikt flott að sjá. Ég minni Álfrúnu á nýorðuð loforð um eldamennsku. Hlakka til að mæta í feita norska hreindýrasteik með hindberjasultu og brúnni sósu.
Skrifa ummæli