laugardagur, 24. febrúar 2007

Stormur i formi slyddu

Nú er farið að styttast í annan endan á dvöl mini hér hjá hinni elskulegu litlu fjölskyldu við Eyrarsund. Eftir tvo daga mun Lúðaström taka á móti mér með opnum örmum... það er að segja ef ég kemst þessa stuttu leið yfir!! Fyrir nokkrum dögum byrjaði að snjóa hér í danaveldi og þeir eru ekki alveg að höndla þetta álag... fréttirnar segja frá snjóstormi en út um gluggan falla bara nokkur snjókorn í takt við örlítið rok. Danir eru algjört met, almenningsamgöngur í lamasessi og flugi frá Kastrup frestað. Vonandi verða þeir nú samt búnir að ná tökum á þessu greyin á mánudagsmorguninn því ég er farin að hlakka mikið til að sjá sólbrúna fésið á hinum lopasokkinum. Hann ákvað að taka af sér allt hárið á Spáni (mér óaðvitandi) og því er ég spennt að sjá skallann á kallinum. Viktor á að koma til Noregs í dag og ég vona að það muni gerast áfallalaust enda eru norrmenn mikið vanari snjó en hinir kærulausu Danir.

Á meðan ég hef dvalið hér í góðu yfirlæti hjá listaparinu og hinni sístækkandi og bráðskemmtilegu Magneu, hef ég fengið að gægjast inn í annan heim. Heim sem ekki var mér mikið kunnur fyrir þessa dvöl. Ég er að tala um veröld foreldra, full af ákvörðunum og vagnabrölti. Viðurkenni að mér hafi liðið stundum eins og ísbirni á sólaströnd, ekki alveg að falla inn í hópinn og pínu út úr kú... enda veit eg lítið um bleyjur og uppeldi. Þessi tími er því búin að vera ágætis lærdómur fyrir mína.

Aldís tók mig með sér í "babybíó" sem er morgunbíósýningar fyrir nýbakaðar mæður sem bíóhúsin bjóða upp á hér til að leyfa mömmunum að sjá nýjustu myndirnar. Þangað flykkjast mæðurnar með barnavagnana þar sem þeir eru númeraðir og afgreiðslufólkið vaktar þá. Svo ef að barn byrjað að gráta í vagninum eru númerin kölluð upp í salinum. Mjög fyndin og skemmtileg reynsla að fara klukkan 10 um morgun í bíó... aldrei gert það áður. Þetta mundi örugglega vekja mikla lukka heima.

Takk fyrir öll skemmtilegu kommentin... það er gott að vita að þið þarna á klakanum munið ennþá eftir lopasokkunum!!

Lukka yfir hafið

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Viktor var næstum því í norsku fréttunum áðan. Þjálfari hans var eitthvað að tjá sig um árás á karokíbar sem bróðir eins af leikmönnum Lilleström varð fyrir. Ég myndi vara Viktor við að fara á karókíbarinn í Lille þegar hann kemur heim frá Spání og það krúnurakaður al la Britney - Hvaða flipp er í gangi þarna úti?

Álfrún og Viktor Noregsfarar sagði...

Hahaha ... móðir góð... Viktor kom ekki nálægt neinum karókíbar á Spáni og efast ég að hann muni gera það í bráð... þessir fótboltakallar virðast breyta um ham inni á svoleiðis stöðum...hmmm!!

jakobsson sagði...

hæhæ, gaman að lesa bloggið ykkar.. sá að þú varst í kbh um daginn, næst verðuru að kíkja á okkur emmu í arkitektaskólanum.. kv, kobbi

www.myspace.com/jakobsson