Faðir minn hefur ákveðið að hætta starfi sínu sem útgáfustjóri Eddu, ég verð að viðurkenna að mér finnst þessi tímamót svolítið skrýtin enda er ég ekki ein um þá skoðun að foreldrar manns eigi að halda uppteknu hætti. Það er alltaf eitthvað öryggi sem fylgir því. Faðir minn er þó endast að auka sitt persónulega svigrúm (eins og mamma orðar það) og mun halda áfram að sitja í útgáfustjórn Eddu og sjá um "sína" höfunda. Einnig ætlar hann að sinna sínum málum (það eru mörg járn sem hann hefur í eldinum) og fyrir þá sem ekki vita á hans maður (Jónas heitinn Hallgrímsson) 200 ára afmæli á þessu ári og hefur hann því í nógu að snúast. Þegar maður er búin að setja sitt mark á Íslandssöguna eins og Jónas fær maður heilt ár til heiðurs sér ekki bara einn dag eins og við hin. Ekki slæmt það....
Þetta er merkis fréttir að mínu mati og langaði mig að deila þessu með lesendum þessarar bloggsíðu. Ég sem ætlaði jafnvel að nýta/misnota aðstöðu mína sem dóttir útgáfustjóra og koma með hugmynd að bók.... ( Draumar lopasokka var vinnuheitið á bókinni hehehe) en það er nú runnið út í sandinn. Hefði heldur örugglega ekki plummað mig vel sem rithöfundur... er of hörundsár til að komast í gegnum alla gagnrýnina sem fylgir því starfi.
Smá skúbb á þessum gráa mánudegi
Ha de....
mánudagur, 19. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
Hæ litli Álfur! Hvað verðuru lengi i Køben unge pige??
Sælar Guliver! Heyrði ég verð í heila viku í viðbót!!! Jolly Cola!! Getum við eitthvað hist?? Það væri gaman gaman gaman....
vííí ok þannig er mál með vexti að frændi hans Tomma er að koma til Køben á fimmtudag og svo líka Andri vinur hans og kærasta....svo tommi var að pæla í að fara þangað á fimmtudag og vera yfir nótt......ég er ennþá efins af því ég er i tímum frá 8-4 á föst. og frekar mikilvægum tímum :/ Það er náttúrulega jákvæður bónus ef þú verður stödd þarna...þá ætla ég að hugsa málið aðeins betur :)
Jess.. já hér verð ég (hinn jákvæði bónus!!) Það væri æði að hittast ... láttu mig vita... ég er til....;)
hæ elsku álfurinn minn. Ég kláraði prófin í bili í dag.....jíbbí!!!! Gekk bara vel. Ég er að fagna í kaffi á vegamótum með stinkx, silly, thelmu og rakel........það vantar bara þig. Vildi að þú værir með okkur......bestu kvedjur........knús og kossar frá öllum.....XXXXX
Mér finnst það mjög heillandi hugmynd að þú takir þér lyklaborð í hönd og ritir eina skræðu okkur hinum til skemmtunar. Þetta gætir verið spennubók 'Raunir tískudrósar í lopasokkalandi' kannski gagnleg ferðahandbók t.d. 'Að lifa af norska matseld' eða lífsreynslusagan 'Knattspyrnuekkjurnar í Litlastraumi'. Hvað sem það nú væri myndi karl faðir þinn örugglega hafa hönd í bagga með að koma þessu út og tengdamamma þín, vonandi tilvonandi, myndi sjá um að selja og gera úr þessu metsölubók. Sjálfur myndi ég kaupa tvær, eina á náttborðið og eina við postulínið hvar rósemdin ræður ríkjum.
hæ, tilviljun að frettin i frettablaðinu var orðuð eins?
Ála Pála!! Hvernig næ ég í þig?? Ég er ekki með neitt símanúmer hjá þér þarna í Dk-inni, svo ef þú kemur ekki á msn þá, þá barasta veit ég ekki hvernig ég á að ná í þig...nema kannski senda bréf dúfu til þín!!
Ég kem ekki til køben í kvöld en er að spá í dagsferð á morgun, myndi þá leggja af stað um 11-12 á hádegi....hvað er planið hjá þér?? Ertu laus í hitting á morgun??
Kveðja Gúliver i danalandi,
þú mátt endilega hringja í danska númerið mitt: 28620496
Leggurðu ekki aftur í Litlastraum? Ertu bara löggst við akkeri á Eyrarsundi? Og allt komið á kaf í snjó ef marka má fréttirnar og þá kemstu hvergi... hvað á Viktor að verma bekkina lengi þarna í sólinni?
Hæ sæta Álfrún gott að heyra að allt er gott:) bömmer að hitta þig ekki í Köben but thats life love ást Rannveig
Skrifa ummæli