laugardagur, 30. júní 2007

Uppskurði lokið og klakaför undirbuin

Jæja þá er síðasta vika júnímánaðar að renna sitt skeið og er hún ekki búin að vera viburðarlítil. Ég ákvað að nýta heilann húsbónda áður en hann hélt í uppskurð og var því haldið í heljarinnar Ikeaferð með mæðgunum ( Sonju og Írisi) þar sem fest voru kaup á fallegt sófaborð og annað smálegt. Það var því heldur þungur og troðinn Polo bíll sem brunaði frá Ikea til Lúðaström með okkur fjögur og plús heilt sófaborð og annan varning. Talandi um fílahjörð í bjöllu. Útsöluþyrstir Norrmennirnir hlógu og bentu á meðan við vorum að raða vandlega í bílinn á bílaplaninu. Viktor erfir skipulagshæfileikana frá föður sínum. það er alveg greinilegt.

Á föstudaginn rann svo stóri spítaladagurinn upp og var ræs á línuna klukkan hálf 7 enda þurftum við að keyra í morguntrafíkinni til Osló. Klukkan 8 var Viktor lagður inn og kominn heim aftur um tvöleytið. Ég þurfti að opna búðina klukkan hálf tíu þannig að Sonju tók að sér ábyrgðina að keyra sjúklinginn aftur til Lúðaström, hefðum ekki getað verið án hennar!
Aðgerðin sjálf gekk eins og í sögu. "Ballerínubeinið" var á stærð við krónupening og var það brotið og laust inní ökklanum. Ekki skrýtið að Viktori er búið að vera svona illt. Læknarnir voru ánægðir með þetta og mun endurkoma Viktors í fótboltann vera fyrr en áætlað var eða eftir 4-6 vikur.
Greyið er samt sem áður með umbúðir á fæti og hækjur í hendi, getur því lítið gert annað en að liggja. Eins gott að nú eru tvær þjónustustúlkur á heimilinu til að stjana við strákinn. Hækjurnar munu þó líklega hverfa eftir viku eða svo.

Nú styttist í kærkomna heimkomu á okkar hálfu og erum að undirbúa komuna í íslensku blíðuna enda montsímtöl á heiman búin að vera þó nokkur síðustu daga!! Til hamingju með sólina Ísland. Af veður spánni að dæma munu hún samt hverfa fyrir okkur lopasokka um leið og við lendum og hið venjulega íslenska sumar taka við.... jess!!

Að lokum vil ég óska Langafa Sigurbirni innilega Til hamingju með 96 ára afmælið í dag... kærar kveðjur yfir hafið afi minn!!

Sjáumst eftir smá og þangað til....

HA DE

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú þegar dregið fyrir sólu.....en hlökkum samt til að sjá ykkur öll að nokkrum tímum liðnum. kv. Bin.

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá ykkur á klakanum. Mundið að taka frá sunnudaginn 8.júlí kl 13 því ykkur er boðið í skírn til litlu Hildar Evu.

Knús á línuna