þriðjudagur, 28. ágúst 2007

19 vikur og 5 dagar



Áætlaður fæðingardagur 18.01.08

og kynið komið í ljós.........

Getiði nú.....?!

sunnudagur, 26. ágúst 2007

"Draumur hvers þjalfara"



Í kvöld er heimaleikur LSK við lið Álasunds. Liðið er neðarlega í deildinni á meðan gulklæddu fuglarnir frá Lúðaström eru sem stendur í öðru sæti. Leikskrá dagsins inniheldur þetta fína heilsíðu viðtal við draumabarnið frá "Sagoöja" eins og þið sjáið.
Þar er stiklað á stóru í ferli Viktors og vitnað í orð Magnúsar Gylfasonsr þjálfara Víkings um að Viktor sé draumur hvers þjálfara, frekar skondin fyrirsögn.

Einnig er ein millifyrirsögnin "Ska bli far" þar sem hann segist bíða með öndina í hálsinum eftir janúarmánuði og fæðingunni miklu... blaðamenn eiga það til að ýkja aðeins en samt sem áður gaman að lesa það!

Í dag er sól og blíða og er ég þvi að spá í að heiðra leikvanginn með nærveru minni í þeirri von um að Viktor fái að koma inn á.
Á morgun mun hann allaveganna spila í varaliðsleik sem er klukkatíma flug í burtu. Loksins fær hann að sjá meir af Noregi en bara höfuðborgarsvæðið.

Ætla nú að fara að snúa mér aftur að lestri .... langaði bara að deila þessu viðtali með ykkur!

Ha de

föstudagur, 24. ágúst 2007

Hitabylgja undir lokin

Þessa dagana er búið að vera hreint ótrúlega gott veður... 30 stiga hiti og heiðskírt. Norska sumarið ætlar greinilega að kveðja með stæl.
Seinni æfingar dagsins hjá Viktori eru því frekar strembnar og einkennast mest af vatndrykkju (held ég). Hann er orðin frekar dökkur á hörund og það fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur heim er að metast við mig um hvor er brúnni. Ég er þekkt fyrir maraþonsólbaðsiðkun og læt því ekki mitt eftir liggja. Saga femínismans í bland við Annað kyn eftir hina þekktu Simone Beauvoir hefur því verið lesið útí garði með olíjuna mér við hlið.... já það er gott að vera í skóla!!
Ekki þar með sagt að námið sé leikur einn enda strax búið að demba á manni ritgerðarskilum og munnlegum ræðuhöldum... kvíði nett fyrir síðari hlutnum en ég er bara að reyna að tala við Norrmenn eins mikið og ég get til að æfa mig.

Annars eru nú meðgangan mikla hálfnuð (19 vikur) og við fórum til læknisins í gær. Allt leit afbragðs vel og hjartslátturinn hjá álfinum litla kraftmikill (eins og læknirinn sagði sem talar alltaf barnið sem karlkyns tilvonandi fótboltastjörnu).
Kúlan er í minnsta lagi á "meðalkúrfunni" enda ekki við öðru að búast þegar foreldranir eru svona smávaxin.
Svo er bara bíðum við spennt eftir næstkomandi þriðjudegi.

Erum að fara að taka okkur á í myndatökumálum enda frekar slöpp í því undanfarið...

kveðjur yfir höfin

Ha de bra

föstudagur, 17. ágúst 2007

Biðin mikla ekki a enda enn

Kæra fólk!

Mér þykir miður að þurfa að færa ykkur engar fréttir af 5 mánaða sónarnum í dag... tímanum okkar var nefninlega FRESTAÐ. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum eru hins vegar ÁNÆGJULEGAR því loksins er Viktor komin inn í liðið ( eða hóp ) fyrir bikarleik Lilleström við Oslóarliðið Fc Lyn á sunnudaginn. Eftir næstum því 5 mánaða meiðslavesen er ekki annað en hægt að gleðjast yfir þessum fréttum. Það var því ekki hægt að biðja um frí á síðustu æfingu fyrir leik fyrir sónarinn.
Við mæðginin/mæðgurnar gáfum þessu mikinn skilning. Næsti tími er 28/8 klukkan 19.30 á staðartíma... honum verður EKKI frestað!! Enda spenningur mikill hér á bæ. Þessi tími hentar okkur mjög vel þar sem litli álfurinn er ávallt hinn hressasti á kvöldin og byrjaður að minna mjög á sig. Við búumst því við mikilli fimleikasýningu í sónarnum!

Annars er þetta búin að vera mjög viðburðarrík vika fyrir okkur bæði... Viktor er búinn að vera á brjáluðum æfingum enda virðist þjálfarinn hafa gert það að forgangsverkefni að koma honum í form sem er mjög gott. Hann er því búin að vera í fullri keyrslu ásamt furðulegum sjokkmeðferðum fyrir ökklann sem þó virðast vera að skila sínu.

Ég búin að vera í skólanum á hverjum einasta degi og líst bara vel á. Í fyrstu var þetta mjög yfirþyrmandi enda Háskólinn í Osló mjög stór með yfir 60.000 nemendur. "Campus svæðið" er eins lítill sér bær inní miðri Osló með búðum, leikskólum, læknaþjónustu o.sfrv.
Ég er búin að velja með fjölmiðlafræði með kynjafræðilegu sjónarhorni eða "Medievitenskap med ett kjönnsperspektiv" þannig að ég mun á endanum útskrifast með BA próf í fjölmiðlun eins og planið var frá byrjun. Mjög spennandi og vona ég að við náum að stansa í Noregi nógu lengi til þess að ég geti klárað.
Fyrsta önnin mín verður þó endast helguð femínisma og mannfræði ásamt einu kúrs í heimspeki. Spennó!

Bumbumyndir verða að bíða fyrir spennta áhorfendur því síða fyrir slíkar myndir er í vinnslu sem stendur... ég er samt búin að stækka ört síðan klakaheimsókn átti sér stað og get ég ekki falið kúluna lengur. Já ég er "þessi ólétta" núna.

Læt eina skemmtilega mynd af þremur ofurhugum sem létu lofthræðslu ekki á sig fá og drifu sig alla leið upp í turnin á Holmenkollen skíðstökkpallinum.


Höfum það á hreinu að langamman nánast skokkaði upp rúmlega 100 tröppur á meðan sú ólétta sat niðri á bekk.

Hafið það gott eða Ha de og go´helg

sunnudagur, 12. ágúst 2007

Hressandi helgarheimsokn


Litla fjölskyldan frá Kaupmannahöfn ákvað að heiðra okkur með nærveru sinni um helgina! Einstaklega skemmtileg og óvænt ánægja.
Frú Magnea lét ekki sitt eftir liggja og náði svo sannarlega að heilla okkur bæði upp úr skónum !!
Algjört sætabrauð þar á ferð !!!

Við náðum að sýna þeim í stuttum dráttum hvað Oslóarborg hefur upp á að bjóða sem og Litli straumur! Takk fyrir komuna elsku besta fólk... algjör vítamínsprauta í ágústmánuði!!

Viktor og Magnea eru rosa góðir vinir!

Annars blómstrum við bæði hér .... ég fram á við og Viktor í fætinum !!! Maginn á mér er á fullri ferð á kvöldin þar sem litli íþróttaálfurinn skemmtir sér við að gera heljarstökk og leikfimiæfingar... ekki beint líkur móður sinni í þeim efnunum!
Aldís varð svo þess heiðurs aðnjótandi að finna FYRSTA SPARKIÐ í gærkvöldi!! Það var alveg magnað og ótrúlega skrýtið.. Viktor bíður spenntur eftir næsta tækifæri!!

Framundan er viðburðarrík vika sem inniber skólabyrjun og sónarskoðun.. já það er hin eftirsóknarverða 5 mánaða skoðun á föstudaginn... vægast sagt spennandi vika!!

Látum vita ..... af okkur ( öllum þrem )

Ha de