föstudagur, 24. ágúst 2007

Hitabylgja undir lokin

Þessa dagana er búið að vera hreint ótrúlega gott veður... 30 stiga hiti og heiðskírt. Norska sumarið ætlar greinilega að kveðja með stæl.
Seinni æfingar dagsins hjá Viktori eru því frekar strembnar og einkennast mest af vatndrykkju (held ég). Hann er orðin frekar dökkur á hörund og það fyrsta sem hann gerir þegar hann kemur heim er að metast við mig um hvor er brúnni. Ég er þekkt fyrir maraþonsólbaðsiðkun og læt því ekki mitt eftir liggja. Saga femínismans í bland við Annað kyn eftir hina þekktu Simone Beauvoir hefur því verið lesið útí garði með olíjuna mér við hlið.... já það er gott að vera í skóla!!
Ekki þar með sagt að námið sé leikur einn enda strax búið að demba á manni ritgerðarskilum og munnlegum ræðuhöldum... kvíði nett fyrir síðari hlutnum en ég er bara að reyna að tala við Norrmenn eins mikið og ég get til að æfa mig.

Annars eru nú meðgangan mikla hálfnuð (19 vikur) og við fórum til læknisins í gær. Allt leit afbragðs vel og hjartslátturinn hjá álfinum litla kraftmikill (eins og læknirinn sagði sem talar alltaf barnið sem karlkyns tilvonandi fótboltastjörnu).
Kúlan er í minnsta lagi á "meðalkúrfunni" enda ekki við öðru að búast þegar foreldranir eru svona smávaxin.
Svo er bara bíðum við spennt eftir næstkomandi þriðjudegi.

Erum að fara að taka okkur á í myndatökumálum enda frekar slöpp í því undanfarið...

kveðjur yfir höfin

Ha de bra

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mmmmm gaman gaman hjá þér,
svo margt nýtt að læra og meðtaka
-elska alveg að vera í skóla og læra
(eftir að maður fór að "ráða" hvað maður vildi læra)

Á alveg helling af glósum og skemmtilegheitum ef þig vantar ;)

...læriru þá ekki líka kenningar Juliu Kristevu?

Íris (bókmennta-nörd)