sunnudagur, 26. ágúst 2007

"Draumur hvers þjalfara"



Í kvöld er heimaleikur LSK við lið Álasunds. Liðið er neðarlega í deildinni á meðan gulklæddu fuglarnir frá Lúðaström eru sem stendur í öðru sæti. Leikskrá dagsins inniheldur þetta fína heilsíðu viðtal við draumabarnið frá "Sagoöja" eins og þið sjáið.
Þar er stiklað á stóru í ferli Viktors og vitnað í orð Magnúsar Gylfasonsr þjálfara Víkings um að Viktor sé draumur hvers þjálfara, frekar skondin fyrirsögn.

Einnig er ein millifyrirsögnin "Ska bli far" þar sem hann segist bíða með öndina í hálsinum eftir janúarmánuði og fæðingunni miklu... blaðamenn eiga það til að ýkja aðeins en samt sem áður gaman að lesa það!

Í dag er sól og blíða og er ég þvi að spá í að heiðra leikvanginn með nærveru minni í þeirri von um að Viktor fái að koma inn á.
Á morgun mun hann allaveganna spila í varaliðsleik sem er klukkatíma flug í burtu. Loksins fær hann að sjá meir af Noregi en bara höfuðborgarsvæðið.

Ætla nú að fara að snúa mér aftur að lestri .... langaði bara að deila þessu viðtali með ykkur!

Ha de

5 ummæli:

SONJA sagði...

Frábært... ótrúlega stollt sys!

Gangi þér vel í kvöld kúturinn minn ef þú kemur inná... á, fylgist spennt með á rb.no - Áfram LSK!

Gangi þér líka vel álfa mín með lesturinn... þú rúllar þessari ritgerð upp!

Gangi ykkur einnig vel með mömmu þegar hún lætur sjá sig í 5. sinn... hún kemur oftar í heimsókn til ykkar en mín... í alvöru!!!

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu. Vonandi fær Vikki að spila. Fylgjumst spennt með,
kv.pv.

Nafnlaus sagði...

Ekki má gleyma því að Viktor er líka tengdamömmudraumur!! Hefði vel mátt hafa það með í viðtalinu. Og lúðarnir gulklæddu sýndu aldeilis flottustu taktana sína loksins þegar Álfrún lét svo lítið að mæta á völlinn!

Nafnlaus sagði...

Spennó vonum að álfa-pabbinn fái að láta ljós sitt skína í kvöld...krossa fingur.

Bíð spennt eftir sónarsögum...

Knús og kossar frá okkur

Nafnlaus sagði...

hæ elsku áfa mín
ég var að glugga í síðuna ykkar:)
og langaði að kasta kveðju :)

gott að það gengur vel hjá ykkur í Norska...!
vona að ég fái að sjá kúluna Ykkar bráðum
þú ert án efa ofboðslega fallega með svona kúlu
hafið það gott
bestukvejur
írs dögg