miðvikudagur, 31. október 2007

Til hamingju


... með afmælið pabbi! 40 og hmmhmm í dag.... ekkert svo hár aldur fyrir verðandi afa... ekki allir afar verða að vera gráhærðir með staf...allaveganna ekki þú!

Láttu konunar á heimilinu stjana við þig í tilefni dagsins

Kveðja frá okkur hér í Lúðaström

þriðjudagur, 23. október 2007

Lif og fjör við Litla straum

Þótt að loftslagið hér i Lilleström hefur kólnað til muna upp á síðkastið þá hafa síðustu vikur yljað okkur lopaokkunum um hjartarætur. Vinir og vandamenn hafa nefninlega ekki getað fengið nóg af Lilleström (eða eru það íbúarnir sem heilla...?) og gestaherbergið verið fullbókað.

Fyrst stigu á land 3 yndisfagrir sveinar, tveir frá okkar ástkæra fróni og einn frá borg er kennd er við Gauta. Þrátt fyrir ólíkar ferðavegalengdir hjá þeim var sá síðarnefndi helmingi lengur á leiðinni þökk sé skandinavísku lestarkerfi.

Piltarnir fengu auðvitað að bera þjóðarstolt norrmanna augum, sjálfan Holmenkollen, Kalli Jói var genginn þvert og endilangt, Ákabryggja skoðuð ásamt því að póker var spilaður langt fram á nótt á Alexander Kiellandsgötunni. Næturlíf Oslóarborgar (og Lúðaström) var einnig skoðað og Sigmundur sýndi snilli sína á gítarinn okkur til mikillar ánægju.

Ekki amalegt selskap þetta .... myndarlegir! Óviðjafnanlegir herramenn hér á ferð... Takk fyrir komuna kæru piltar og komiði fljótt aftur! Ástina er að finna í Lúðaström....!

Móðir mín og faðir komu síðan í frábæra helgarferð til okkar!!

Faðir minn var með mikið prógramm enda um 20 ár síðan hann var síðast í skíðaferð hér í Noregi. Náðum við þó að uppfylla allar hans óskir og höfðum gaman af.
Við fórum meðal annars í hinn fagra Vigelandgarð þar sem þessi fína mynd var tekinn af þessari óléttu við nákvæma eftirmynd af fullvaxta fóstri..... 2 mánuðir to go....!!

Það var mjög skrýtið (sorglegt) að kveðja hjónakornin vitandi það að ég mun ekki sjá þau aftur fyrr en sú stutta ákveður að koma í heiminn, nánar tiltekið árið 2008.... það var því stutt í tárin hjá þessari óléttu við kveðjustundina á Gardemoen.

Takk fyrir komuna mamma og pabbi... það var algjör vítamínsprauta að fá ykkur!!!
Og pabbi... við bíðum spennt eftir að þú tilkynnir stofnun aðdáendaklúbbs Lúðastraums á Íslandi enda vitum við að bærinn setti sitt mark á sál þína!

Knús yfir hafið frá okkur og litlu fröken fix sem virðist vera með sparkhæfileika föður síns í blóðinu... hmm hmm!

miðvikudagur, 17. október 2007

Snikudyr herja a Osloarbua

Það er gripið um sig mikið varúðarástand hér á Oslóarsvæðinu.
Sníkjudýr fundust i vatnsbólinu sem sér íbúum höfuðborgarsvæðiðsins fyrir vatnsforða og því er búið að setja borgarbúa í allsherjarvatnsbann. Hélt að svona gæti nú ekki komið fyrir á vestlægum slóðum. Súreallískt og tökum við íslendingar okkar unaðslega tæra íslenska vatn sem alltof sjálfsögðum hlut.
Viktor fékk sem betur fer að heyra þetta á æfingu snemma í morgun og þegar ég mætti í skólann voru stórir rauðir varúðarmiðar út um allt. Einnig hefur heilbrigðiseftirlitið hér send út fjöldapósta á vefföng fyrirtæka og skóla með varúðarráðstöfunum.
Ekki er leyfilegt að drekka vatnið, bursta tennurnar (sem við þó gerðum bæði grunlaus í morgunsárið) eða nota vatn til matlagningar nema vatnið hafa verið soðið i minimum 3.mín.

Fólk er strax byrjað að hamstra vatn í búðum og þegar við skötuhjúin fórum að versla áðan var allt vatn horfið úr hyllunum nema við náðum að grípa síðustu tvær hálfslítra flöskurnar.
Ekki er vitað hvað bannið mun standa lengi yfir annars en fyrir minn smekk þá setur þetta stóran svartan blett á norska vatnið. Ekkert sérlega traustvekjandi. Ég mun því líklega standa og sjóða vatn á flöskur um helgina ... gaman...

Ætlaði bara rétt að kasta kveðju og láta vita að við erum öll (3) sníkudýralaus og pössum okkur vel á vatninu.
Annars er bara mikið skilastress í skólanum hjá mér, 3 ritgerðir fyrir klukkan 14.00 á föstudaginn. Því er unnið fram á nótt þessa dagana og bloggið verið í undanhaldi.

Ha de frá vatnsleysingjunum i Lúðaström

laugardagur, 6. október 2007

Höfðinginn sa....


Afi KjÓl heiðraði okkur með nærveru sinni síðastliðna viku. Vafalaust með þægilegri gestum sem við höfum fengið, enda afi með prógramm fyrir alla daganna. Hann náði að gera og sjá það helsta sem Oslóarborg hefur upp á að bjóða og allt gerði hann fótgangangandi með kortið að vopni. Megi aðrir ferðalangar taka hann til fyrirmyndar.
Afi fyllti okkur af ýmsum fróðleik um allt milli heima og geima á meðan dvöl hans stóð.
Í gærkvöldi fylgdu við svo honum að hafnarbakkanum þar sem kappinn silgdi með ferju Color Line út Oslóarfjörðinn í kvöldsólinni. Skagen og Kaupmannahöfn eru næstu áfangastaðir afa í þessu mikla ferðalagi.

Afi Kjartan... takk fyrir komuna og vertu velkominn aftur hvenær sem er!!