miðvikudagur, 17. október 2007

Snikudyr herja a Osloarbua

Það er gripið um sig mikið varúðarástand hér á Oslóarsvæðinu.
Sníkjudýr fundust i vatnsbólinu sem sér íbúum höfuðborgarsvæðiðsins fyrir vatnsforða og því er búið að setja borgarbúa í allsherjarvatnsbann. Hélt að svona gæti nú ekki komið fyrir á vestlægum slóðum. Súreallískt og tökum við íslendingar okkar unaðslega tæra íslenska vatn sem alltof sjálfsögðum hlut.
Viktor fékk sem betur fer að heyra þetta á æfingu snemma í morgun og þegar ég mætti í skólann voru stórir rauðir varúðarmiðar út um allt. Einnig hefur heilbrigðiseftirlitið hér send út fjöldapósta á vefföng fyrirtæka og skóla með varúðarráðstöfunum.
Ekki er leyfilegt að drekka vatnið, bursta tennurnar (sem við þó gerðum bæði grunlaus í morgunsárið) eða nota vatn til matlagningar nema vatnið hafa verið soðið i minimum 3.mín.

Fólk er strax byrjað að hamstra vatn í búðum og þegar við skötuhjúin fórum að versla áðan var allt vatn horfið úr hyllunum nema við náðum að grípa síðustu tvær hálfslítra flöskurnar.
Ekki er vitað hvað bannið mun standa lengi yfir annars en fyrir minn smekk þá setur þetta stóran svartan blett á norska vatnið. Ekkert sérlega traustvekjandi. Ég mun því líklega standa og sjóða vatn á flöskur um helgina ... gaman...

Ætlaði bara rétt að kasta kveðju og láta vita að við erum öll (3) sníkudýralaus og pössum okkur vel á vatninu.
Annars er bara mikið skilastress í skólanum hjá mér, 3 ritgerðir fyrir klukkan 14.00 á föstudaginn. Því er unnið fram á nótt þessa dagana og bloggið verið í undanhaldi.

Ha de frá vatnsleysingjunum i Lúðaström

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Álfrún mín! Ætla nú ekkert að grenja mikið...en þú hefur ekkert sagt frá heimsókn okkar strákanna til þín...vorum við svona leiðinlegir? kv. Maðurinn sem fann ástina í Lilleström

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta, fær maður ekki að sjá ykkur á mynd fljótlega... ég get þetta bara ekki lengur!
Nú styttist í næstu heimsókn... eru þið búin að hlaða batteríin?
Þið kannski skilið kveðju til mömmu þegar hún kemur :)

Kossar og knús yfir hafið
Sonja sys

Nafnlaus sagði...

Addý amma sýður vatn og sendir með bollunum. Ekket má skorta í Lopasokkalandinu.
Ástarkveðjur úr Hagaselinu.

P.S. Nei, hæ Sonja!