Takk fyrir komuna Steinunn okkar! Það var æðislegt að fá þig og hlæja sig máttlausa við arineldinn, fara i spa og versla smá!
Grænalukka og Lúðastraumur eru nú staðsettir á topplista fröken Bergs enda vorum við hjúin dugleg að flagga því fegursta sem Noregur hefur upp á að bjóða...!
Nú eru ekki fleiri heimsóknir skipulagðar fram að jólum sem við munum ,eins og flestir vita, eyða hér í rólegheitunum í Norge. Viktor liggur þessa stundina í flensu og volæði sem búin er að herja á allt liðið eins og það leggur sig. Hann gat því ekki annað en lagst líka liðfélögum sínum til samlætis.
Ég er að fara í lokapróf í heimspeki/siðfræði á mánudaginn þannig að ég sit og tygg ofaní sjálfan mig kenningar og hugmyndir á norsku. Platón, Aristóteles, Beauvoir, Foot og Singer er það eina sem ég hugsa um... Veit ekki hvor hefur það verr....
Litli kúlubúinn er búinn að fara vel um sig og við fengum þau skilaboð í dag að hún er búin að skorða sig s.s hausinn er kominn niður.... hún er að verða reiðubúin þessi elska en spurningin er hvort verðandi foreldrar séu tilbúnir ...
Get ekki neitað því að tilhugsunin um sjálfa fæðinguna hrellir mig og hef ég því haft þá reglu á að hugsa barasta ekkert um það. Nú er hún samt orðin svo fyrirferðamikil í maganum á mér að ég er farinn að vilja fræðast um hvernig í ósköpunum ég á að fara að því að koma henni út.... úff ...
Jæja ekki meira í bili
Veikinda-og heimspekikveðjur yfir hafið
