fimmtudagur, 29. nóvember 2007

Skemmtileg helgi á undan prófatörninni


Takk fyrir komuna Steinunn okkar! Það var æðislegt að fá þig og hlæja sig máttlausa við arineldinn, fara i spa og versla smá!
Grænalukka og Lúðastraumur eru nú staðsettir á topplista fröken Bergs enda vorum við hjúin dugleg að flagga því fegursta sem Noregur hefur upp á að bjóða...!

Nú eru ekki fleiri heimsóknir skipulagðar fram að jólum sem við munum ,eins og flestir vita, eyða hér í rólegheitunum í Norge. Viktor liggur þessa stundina í flensu og volæði sem búin er að herja á allt liðið eins og það leggur sig. Hann gat því ekki annað en lagst líka liðfélögum sínum til samlætis.
Ég er að fara í lokapróf í heimspeki/siðfræði á mánudaginn þannig að ég sit og tygg ofaní sjálfan mig kenningar og hugmyndir á norsku. Platón, Aristóteles, Beauvoir, Foot og Singer er það eina sem ég hugsa um... Veit ekki hvor hefur það verr....

Litli kúlubúinn er búinn að fara vel um sig og við fengum þau skilaboð í dag að hún er búin að skorða sig s.s hausinn er kominn niður.... hún er að verða reiðubúin þessi elska en spurningin er hvort verðandi foreldrar séu tilbúnir ...
Get ekki neitað því að tilhugsunin um sjálfa fæðinguna hrellir mig og hef ég því haft þá reglu á að hugsa barasta ekkert um það. Nú er hún samt orðin svo fyrirferðamikil í maganum á mér að ég er farinn að vilja fræðast um hvernig í ósköpunum ég á að fara að því að koma henni út.... úff ...

Jæja ekki meira í bili
Veikinda-og heimspekikveðjur yfir hafið

15 ummæli:

Unknown sagði...

Jæja, elskurnar. Addý langamma segir, 5 vikur séu eftir af meðgöngu eftir að barn hafi skorðað sig. Ekki skrökvar hún.
Álfrún mín, það er lítið mál að koma barni í heiminn, þú ferð létt með það.
Viktor minn, eigum við að koma með íslenskar ullarbuxur handa þér þegar við komum um jólin.
Það gengur ekki að vera heilsulaus þessa dagana.
Þið eruð velkomin í mat á laugardagskvöld með öllum hinum.
Kveðja frá Garðsstöðum

Nafnlaus sagði...

HÆ sætasta mín, hafðu engar áhyggjur fæðingin verður ekkert mál og þú verður búin að gleyma þessu áður en þú veist af því, þú átt eftir að standa þig eins og hetja, það er ég viss um!!
En ég vona að Viktori batni fljótt og gangi þér rosa vel í prófunum ;)
Hafiði það sem best öll þrjú
kær kveðja
Júlía

Nafnlaus sagði...

hæ elsku Álfa mín og Viktor. Vá hvað bumbumyndirnar eru sætar, takk fyrir þær :) Ég elska bumbumyndir. Steinunn sagði mér að ferið hefði verið æðisleg. Það var svo gaman að hittast á skype......núna vil ég sjá kúluna á skype að lágmarki einu sinni í viku.
Gangi þér rosalega vel í prófinu litli proffinn minn. Bið að heilsa Viktori og góðan bata.
Ástarstraumar yfir hafið.......xxx
Gyða

Nafnlaus sagði...

Það kemur stund milli stríða; eftir heimspekiátökin kemur jólahvíldin þar sem þú byggir þig upp fyrir fæðinguna. Og engin ástæða til að kvíða henni, auðvitað þarftu að taka á en það er til mikils að vinna ... við vonum bara að Viktor lasarus verði upp risinn og til einhvers gagns ....
Bestu, pv.

Nafnlaus sagði...

elsku Álfrún og Viktor þessa viku hef amma hugsað mikið til þín. piparköku baksturinn var á fullu og öll barnabörnin mætt nema þú. það var mjög gaman hjá okkur og skreytinagar svo stórkostlegar að ég stakk upp á því að við sendum næst í keppnina sem alltaf er í Kringlunni . og þá verði þið vonandi líka með okkur.jæja allt fer nú´nálgast bæði littla dúkkan hennar lángömmu og jólin.
Ég veit elsku Álfrún mín að þú verður dugleg að slaka á á milli hríða og Viktor að strjúka á þér bakið og þá gengur þetta sko allt vel, en ömmu finnst þú vera allt of langt í burtu núna það væri sko gaman að strjúka magan þinn núna. Amma og afi ætla að hafa aðventusúkkulaði á morgun og þú eruð sko alltaf í okkar huga þegar fjölskyldan hittist. Ég vona að Viktor hristi þessa fótboltaveiki af sér fljótt og þér gangi vel í prófunum.
Bless í bili.
amma og afi

Nafnlaus sagði...

Elskurnar mínar. Allir sem heimsækja ykkur hljóta að fá ljómandi mynd af Lille og nágrenni því þið eruð yndislegir gestgjafar. Nóg smjaður. Álfa mín. Þú verður ekki í vandræðum með að poppa einni prinsessu í heiminn. Ég vona bara að Viktor verði ekki of mikið fyrir meðan á því stendur...

P*aldis sagði...

*mwa*

Saknykkar !

Nafnlaus sagði...

Bara rembast eins og rjúpan við staurinn og þá kemur þetta - engan pempíuskap og ekkert væl. Ég trúi langömmu Addý betur en sónarnum - Þetta verður komið fyrir miðjan janúar. Þá klæðist amman litla flughamnum sínum og bjargar málunum.

PS. Viktor verður nú að fá að vera smá ófrískur líka.

Nafnlaus sagði...

ohhhh... það var svo gaman og huggulegt hjá okkur;)
miklu meira kósý að sitja við snarkandi arinneld og spjalla í lilleström heldur en að sitja í þrúgandi þögninni á bókhlöðunni!!!!!
Sakna ykkar, hlakka til að koma og sjá tilvonandi uppáhalds dúlluna mína !
álfa mín ég skil bara ósköp vel að þér hrylli við hugmyndinni að koma henni út ..... en þú ert svo mikið hörkutól að þú getur þetta... jafn auðvelt og að velja sér töff dress til að vera í :)
ást og söknuður til ískalda noregs sem hefur yl í hjarta...
ykkar stinky cent

Nafnlaus sagði...

Hæ þið :D
ÆTla bara að senda ykkur smá´kveðju
vona að frændi rífi sig uppúr þessari flensu og haldi áfram að stjana við ykkur prinsessurnar á heimilinu :D
En Álfrún gangi þérbara rosalega vel í prófum og gangi ykkur vel með meðgönguna sem eftir er ;*

Nafnlaus sagði...

humm allavega var þetta Kolla frænka sem varað skrifa:D sé að nafnið mitt kom ekki með :D haha

Nafnlaus sagði...

Heil og Sæl Álfrún mín Páls. Mikið er gaman að sjá þig svona fallega með kúlu. Fer þér afar vel unga dama. Svo er ekkert skemmtilegra en að lesa blogg og skoða myndir hjá vinum sem búa í útlöndum;) Hlakka til að sjá þig og fallegu stelpuna þína einn góðan og blíðan veðurdag. Gangi þér vel með allt. Bæjó.
Ása Pjása Ottesen

Nafnlaus sagði...

Hvað er að frétta..? Allt gott af mér, nóg að géra í Málinu fyrir jóóólin.. allir að géra allt fyrir jóóóólin. Fólk er bilað. Kærar kveðjur úr Kópó, vonandi hefur Viktoría það gott. Bæjú Bin...

Nafnlaus sagði...

Findið hafði ekki tekkið eftir kveðjunni frá Asu pjásu. Var bara spontant.

Nafnlaus sagði...

hæ elsku bestu og duglegu prófsnillar;)
ég og júlía erum í Odda að læra og okkur langar að lesa blogg og skoða sætar bumbu myndir !!
.... viltu vinsamlegast blogga elsku álfan okkar, núna víst prófin eru búin!
Júlía er byrjuð að drekka kaffi, og þú veist hvernig það er þegar óreyndir gera það.... fara á kaffitremma, ég skemmti mér mjög mikið yfir því, og stuðla því mjög að kaffidrykkju júlíu, sem vill þó helst ekki finna mikið kaffibragð.....nóg karamellu síróp!
við erum orðnar dáldið steiktar á því, komin með hinn fræga aula húmor sem fylgir lestri ofvita eins og okkur. En því fylgir einmitt líka að vera nett félagslega bældur, og reynum við því að umgangast bara fólk sem er í sama ástandi;)
ást og knús til ykkar og bumbubúa yfir hafið og íslenska storminn!!!
stinx og júlíet