Fyrir nákvæmlega ári síðan steig ég fyrst á land hér í Lilleström grunlaus um hvað komandi ári mundi bera í skauti sér.
Nú er fyrsta (fótbolta) tímabil Viktors í Noregi lokið og er óhætt að segja að maður er fegin að þessu óheilla boltaári sé lokið. (vonandi...)
Meiðsli Viktors hafa einkennt dvöl okkar hér en sem betur fer hefur hann ekki misst móðinn í mótlætinu. Það sem drepur mann ekki styrkir og þolinmæði þrautir vinnur allar eru mottó ársins hjá okkur hjúum! Þó er úrslitaleikur bikarsins eftir næstu helgi en ekki líklegt að FÞ muni nota Viktor í þeim leik þannig að einbeitingunni er beint að næsta ári og tímabili.
Með barn í vændum og fámennt en góðmennt norskt jólahald framundan er notalegt að komin sér nóvember. Norski kuldinn er farin að nísta mann inn að beinum og arinnlykt liggur í loftinu í Lúðaström enda allir íbúar bæjarins með komnir með kyndinguna í botn á þessum árstíma að meðtöldum undirrituðum. Mjög sjarmerandi og róandi að hlusta á snarkið í eldinum á kvöldin, sem fara mest í lærdóm þessa dagana vegna þess að prófin nálgast óðfluga.
Binni og Halla Guðrún eru búin að vera hér síðan á fimmtudag og komu klyfjuð af góssi frá farsælda fróni fyrir okkur. Það er búið að vera yndislegt að hafa þau. Í dag skoðuðum við byggðarsafnið á Bygdö og loppemarkaðinn á Grunerlokka. Ekta þægilegur og menningarlegur sunnudagur.
Nú eru 30 vikur liðnar af meðgöngunni og er óhætt að segja að róðurinn sé farinn að þyngjast. Spennan eykst eftir komu frumburðarins. Litli álfurinn viðist vera ánægður með dvölina í bumbunni og lætur finna fyrir sér helst á morgana og kvöldin.
knús frá okkur í Lilleström
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Váá bara 8 vikur eftir, það verður fljótt að líða trúið mér! Nú er það að nýta tíman að gera e-ð skemmtilegt saman áður en litla sæta frænka mín kemur í heiminn því þá verður sko nóg að gera að stjana við LU SKVÍS.
knús yfir hafið!
sonja sys
Vei skemmtilegt blogg
Ohhh þetta er svo BARA skemmtilegt hjá ykkur :)
-skuldar mér svo meil kona góð!
Knús frá Þrándheimi
Hæ Álfrún sæta:) rosalega lítur mín vel út:) og maður fær ekki að sjá þig fyrr en um páska!!!En gott hvað það gengur vel, love Rannveig
Skrifa ummæli