fimmtudagur, 8. nóvember 2007

Erum að verða barnvænni....

...með hverjum deginum. Við fengum Hildi Þurý Indriðadóttir til að prufukeyra íbúðina okkar. Eins og neðangreind mynd sýnir þurfum við að endurskoða ýmislegt. Hún kvartaði samt ekki og undi sér hið besta við að skoða dvd-safn heimilisins bak og fyrir.

Þökkum við Hildi Þurý kærlega fyrir vel unnin störf.

Þessa stundina sit ég inní stofu með fæturna upp í loft á meðan Viktor er að galdra eitthvað unaðslegt fram í eldhúsinu af lyktinni að dæma. Þetta kæru vinir eru kostirnir við að vera óléttur, smá auka dekur í hverdagsleikanum. Úti er grenjandi rigning og arininn kominn á fullt hér í stofunni. Jólalög eru byrjuð að hljóma í búðunum hér og er jólaskapið farið að láta á sér kræla hjá okkur báðum. Þó þarf fyrst að klára prófin og skila einni ritgerð enn. Viktor fær að taka sín próf hér í Noregi og erum við svo heppin að vera bæði búin á sama degi, 13.des.
Læt fylgja með eina bumbumynd vegna mikilla áskorinna, 30 vikur kæru vinir og fer stækkandi..... Þarna inni lætur litla snúllan fara vel um sig, ótrúlegt!!

Takk fyrir hlýjar kveðjur, skemmtileg skilaboð halda manni gangandi i vetrarmyrkrinu!
Maturinn a la´Viktor tilbúinn... eigiði gott kvöld allir saman!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið eru þetta nú fallegar myndir, svona eftir/fyrir ef þannig mætti seiga. Þúsund þakkir fyrir síðast og verður gaman að fylgjast með bumbunni vaxa og dafna á næstu vikum. Beztu kveðjur frá mér, Bin.

Freyja sagði...

Gamana að sjá bumbumyndir.....ú maður fær bara smá fiðring:) Held reyndar að ég sé komin í smá pásu i þessum geira.

Gangi ykkur vel krúsur í prófum og bumbustússi!!!

Knús Freyja

Nafnlaus sagði...

Sætasta sæta Álfa mín...
Hildur Þurý kann réttu handtökin ... það væri gaman að sjá hana og Írisi aftur saman... líklegast meiri vinna að vera með þær núna en síðast, 2ja mánaða!
Hafið það sem allra best með mömmu og pabba um helgina... þau voru að fá föt o.fl hjá mér áðan fyrir litlu frænks... ohhh ég hlakka svo til!
Luv, sonja sys

Nafnlaus sagði...

Æ hvað er fínt að sjá hvað fer vel um hana frænku mína - greinilega hugsað vel um ykkur báðar á alla kanta. Kv. Signý

Nafnlaus sagði...

Elsku Álfrún og Viktor Stundum finnst ömmu þið vera svo langt, langt í burtu,það væri sko gaman að knúsa þig með búmbuna.'Eg held að afi fari á hverjum morgni í tölvuna til að gá af fréttum frá Noregi, við söknum ykkar svo mikið , jæja ekkert væl Siggi er á fullu í skólanum og mjög ánægður og allt gott að frétta af okkur .Ástarkveðjur amma Erna og auðvita afi líka .

Nafnlaus sagði...

Hæ bæði tvö eða kannski réttast að segja öll þrjú frekar. Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur. Litla frænkan á bænum er sko alveg með á hreinu að hún verður bráðum "stóra frænka" og mun taka það hlutverk mjög alvarlega. Hún sleppir ekki hendinni af dúkku frá ykkur sem hún hefur nú skýrt Eydís og lætur pabba heyra það þegar hann ruglast eitthvað og kallar hana ýmsum öðrum nöfnum. Þetta eru frábærar myndir og við vonum að allt gangi í haginn hjá ykkur í prófunum. Kær kveðja frá Hofteigi. Sigga Bára og fjölsk.

Nafnlaus sagði...

sæta Ála, rosa fín litla/stóra bumban þín og þú lítur ekkert smá vel út....gott að allt gangi vel hjá ykkur litlu fjölskyldunni....Langaði bara rétt að kasta kveðju á ykkur, það er svo gaman að fylgjast með.:)
Gangi þér vel í prófunum..
-Laufey-