Nú er þessi búseta okkar hér öll að komast í fastar skorður og maður er svona farin að komast aftur niður á jörðina eftir rússíbanareið búferlaflutninga. Tilhugsunin um að verða hluti af hinu norska samfélagi er búin að gerjast og síast inn í heilann. Við erum komin til vera og því ekki seinna vænna en að kasta enskunni til hliðar og byrja að bjarga sér á norsku (eða nánar tiltekið góðri blöndu af sænsku og dönsku með hinum syngjandi norska hreim).
Eftir að hafa talað við nokkra norrmenn í síman hef ég tekið eftir að norrmenn kveðjast ekki.. það er ekkert Bless til í þeirra orðaforða. Ég hef bæði reynt hið danska hej hej eða hið sænska hejda enda frekar óþægilegt að enda samtal án þess að kveðja. en alltaf fengið hið glaðlynda ha de tilbaka, alveg einstakt! Einnig ofnota norrmenn orðið "greit" eða æðislegt á íslensku. hmm.. já þetta er ansi jákvæð þjóð... allaveganna finn ég að viðmótið í búðunum er betra ef töluð er ofangreind norska en enska. Spes.
Núna erum við nýkomin frá lækni eða nánar tiltekið hinn ökklameiddi Viktor. Ég ákváð þó að fara með enda læknirinn staðsettur á annars órönnsökuðu svæði Oslóarborgar. Læknirinn er sérfræðingur í svona meiðslum og leit út eins og Jón Páll... massatröll sem já náði að hnykkja ökklann hans Viktors nokkurn veginn á sinn stað. Hann verður þó að fara til hans aftur fyrir helgi og vonum þá að tröllið geti nýtt krafta sína í að koma Viktori í takkaskónna á ný.
Fyrir mína parta þá fór ég atvinnuviðtal á þriðjudaginn sem gekk vonum framan. Þar gat ég nýtt mína sænsku og verð ég að segja að ég hafi komið sjálfri mér á óvart... greinilegt að þessi kunnátta geymist vel... maður verður bara að dusta af henni rykið. Ekki er alveg ljóst hvort að starfið sé mitt ennþá en þegar það kemst á hreint mun ég flytja frekari fregnir af því hér.
Framundan þessa vikuna ber hæst fótboltakvenna hittingur á laugardagskvöldið þar sem kallarnir verða skildir eftir heima og síðan er heimaleikur Lilleström við Oslóarliðið Lyn á mánudaginn. Kvíði fyrir að þurfa að taka fram fánann og flagga á ný... alveg svaðalega aulalegt svo ekki sé meira sagt að gera þetta ein.
Annars langaði okkur að deila með ykkur þessu snilldar myndbandi af norskri hljómsveit sem Viktor fékk frá snillingnum frænda sínum.
http://straumod.nrk.no/AlltidMoro/AAPArkiv300/Hurra_Torpedo_300_WM_20011221_150336.wmv
Já þetta eru norrmenn í lagi og ekki þarf að taka það fram að tónlistarmenningin hér blómstrar af tilraunamennsku.
miðvikudagur, 25. apríl 2007
föstudagur, 20. apríl 2007
Til hamingju Viktor!
Hér hafiði það kæra fólk.... Íþróttamaður Víkings 2006!!
Var tilkynnt á sumardaginn fyrsta og því Viktor búinn að bæta enn einni fjöðrinni í hattinn sinn (plús fleiri bikurum... jess! þessi nær mér uppá mitti... aftur jess)
Næst er það bara að vera valinn lopasokkur 2007 eða kannski raunhæfara að einbeita sér að árinu 2008. Herra lopasokkur 2008 hljómar vel.
Það er búið að vera mikil dagskrá hjá okkur þessa vikuna þótt að vissulega er hljóðlegra í slotinu eftir að Garðstæðingar flugu á braut. Við fórum í matarboð til Occean liðsfélaga Viktors en hann á íslenska kærustu, Gunnhildi sem er búin að hjálpa okkur mjög mikið að komast inn í allt hér. Þar voru einnig Indriði (Sigurðsson) sem spilar í Osló með Lyn og Jóhanna kærasta hans en þau eru nýbúin að eignast litla stelpu. Það var mjög gaman að hitta loksins fólk og við konurnar gátum deilt reynslusögum af pirrandi hótelvistum og nett óþolandi norrmönnum... frjósamur jarðvegur þar á bæ!
Sprungið dekk, fótboltakvenna hittingur, þvottadagur og pípari sem malaði óskiljanlega norska málýsku eru einnig hlutar af ævintýrum vikunnar sem er að taka enda!
Viktor er betri í ökklanum en þó ekki alveg 100 % heill enn... vonandi fer þetta að koma!!
Gleðilegt sumar kæra fólk nær og fjær
ha de!
p.s eruði að djóka með markið hans Messi? algjör snilld....
mánudagur, 16. apríl 2007
Sol og bliða
Já svona er útlitið búið að vera í Lopasokkalandi undanfarna viku... alveg blístrandi blíða!! Við erum því búin að dusta rykið af sólgleraugunum og sandalarnir (sem ekki hafa verið notaðir LENGI) komnir fremst í hilluna. Ef eitthvað er að marka þessa veðurblíðu höfum við sko ekki yfir miklu að kvarta í sumar.
Garðstæðingar fengu því að smakka það besta sem Noregur hefur uppá að bjóða síðastliðna viku en eru þeir nú farnir frá okkur eftir æðislega 10 daga. Takk fyrir komuna kæra fólk.... frábært að hafa ykkur hér hjá okkur!!!
Þessi mynd er tekin í Viglundsparken... frábær skemmti-og listigarður í Osló sem við vorum að uppgötva. Hann skartar þvílíkum högglistaverkum eftir Viglund og hef ég á tilfinningunni að þessi garður verði mjög vinsæll hjá okkur í sumar. Það er meira að segja sundlaugagarður með risa rennibraut..... eitthvað sem ég hélt að Lopasokkaland gæti ekki boðið upp á.
Jæja ekki meir í bili frá okkur sólbrenndu lopasokkunum...
kram
fimmtudagur, 12. apríl 2007
Blasið til leiks
Á mánudaginn byrjaði norska deildin af fullum krafti og Lúðasröm lifnaði við. Hvert sem maður leit var fólk klætt í gulu og svörtum lit og greinilegt að allur bærinn og meira til eru harðir stuðningsmenn síns liðs. Við þurftum að (við ekki miklar undirtektir hjá mér) að setja forláta LSK fána út á svalir hjá okkur... öll gatan var því klædd gulum og svörtum lit. Norrmenn eru greinilega mjög samhentir í þessum málum því bara örfáar hræður skrópuðu í fánamálunum.
Nákvæmlega tveimur tímum fyrir leik fór svo fólk að streyma niður götuna okkar í átt að leikvanginum með sjálft lukkudýrið Kanarífuglinn í broddi fylkingar. Þetta var mikil upplifun fyrir undirritaða og gesti enda gátum við fylgst með öll frá svölunum.
Stuðningsmenn Lsk aka Kanarífuglarnir eru taldir með betri stuðningsmannafélögum í Noregi og sýndu þeir það og sönnuðu á þessu fyrsta leik. Um 11.500 manns fylltu leikvanginn sem tekur 12.000 manns allt í allt. Þetta var mikil fótboltaupplifun fyrir mig þótt að Viktor hafi ekki fengið að spreyta sig í þessum leik. Hann á við ökklameiðli að stríða þessa dagana en á að vera orðin góður eftir helgi. Það verður gaman að sjá hann spranga um í gulum búning þegar líða tekur á sumarið. Okkar menn unnu leikinn 3-0 gegn Fredrikstad og samkvæmt spám norskra fjölmiðla mun LSK lenda í einu af fyrstu þremur sætunum.
Annars er allt mjög gott að frétta af okkur, Garðstæðingar eru hér enn og því mikið stuð hjá okkur. Vilhelm Bjarki heldur uppi miklu fjöri og segist bara vilja flytja til Lopasokkalands. Þannig að Lúðaström og Noregur virðist leggjast vel í gesti okkar.
Gísli Arnar er búinn að vera í fullri vinnu við að hjálpa okkur að hengja upp myndir og laga ýmislegt á meðan Halla Guðrún er búin að vera í eldhúsinu... held að við gætum ekki beðið um betri gesti!
Nú er sól og upp undir 20 stiga hiti og er förinni heitið til höfuðborgarinnar í dag.
Ha de
sunnudagur, 8. apríl 2007
Gulls igildi...
Málshættirnir í páskaeggjunum eru skemmtilegastir....
Viktor: Giftu þig aldrei til fjár,
það er ódýrara að taka lán.
Álfrún : Verkfæri eru best ný,
en vinátta er best gömul.
Það er hefð á páskunum að deila málháttum með fjölskyldunni......
Hvernig málshætti fenguð þið???
Viktor: Giftu þig aldrei til fjár,
það er ódýrara að taka lán.
Álfrún : Verkfæri eru best ný,
en vinátta er best gömul.
Það er hefð á páskunum að deila málháttum með fjölskyldunni......
Hvernig málshætti fenguð þið???
Gleðilega Paska!!!
Innilegar páskakveðjur yfir hafið frá okkur Lopasokkunum *********
Núna er mikið stuð í Litlastraumi enda Garðstæðingar búnir að renna í hlað og stíf dagskrá framundan. Það er nefninlega mikið skemmtilegt og forvitnilegt að sjá hér í Norge og gaman fyrir okkur að leyfa loksins einhverjum að fá smjörþefinn af okkar lífi í nýju landi.
Myndin er af Viktori með litlu Írisi frænku sína sem er strax komin í LSK stuðningsmanna búning (ekki seinna vænna....) Lítill sætur kanarí páskaungi......
Ha de
miðvikudagur, 4. apríl 2007
Frí... frí ...páskafrí....?
Það var ekki fyrr en ég kom hingað til Noregs aftur að ég fattaði hversu stutt það væri í sjálfa páskahátíðina. Hér er ekki þverfótað fyrir páskaskrauti í öllum búðum og því sá ég mér ekki fært um annað en að spýta í lófana og taka þátt í gulu gleðinni.
Ég verð þó að viðurkenna það að ég fékk nett í magann þegar ég uppgötvaði það að ALLAR búðir eru lokaðar frá fimmtudegi til þriðjudags!! ....og 5 manna fjölskylda væntanleg til okkar á morgun.... já ég var hálfpartinn búin að treysta því að geta bara lært af Höllu Guðrúnu í eldamennsku og innkaupaferðum enda er það ekki mín sterkasta hlið!!! Búin að fara tvisvar sinnum í búðina og snúast hringi (þrátt fyrir að vera með tossamiða) og ég er ennþá með það á tilfinningunni að ég hafi gleymt einhverju....!!
Það er ótrúlegt hvað maður kemst alltaf meira og meira að því hvað Íslendingar keppast við að vinna sem mest og það virðist bara vera skandall ef það er eitthvað lokað... ég verð að viðukenna að norski stíllinn er að koma sterkur inn hjá mér.
Nú er bara verið að skúra, skrúbba og bóna hér á Alexander Kiellandsgötu í hlýju vorsólinni... ótrúlega hvað gott veður og hlýtt veður léttir lundina...
Já Noregur ætlar greinilega að flagga sínu fegursta fyrir Garðstaðabúa.
Ha de
Ég verð þó að viðurkenna það að ég fékk nett í magann þegar ég uppgötvaði það að ALLAR búðir eru lokaðar frá fimmtudegi til þriðjudags!! ....og 5 manna fjölskylda væntanleg til okkar á morgun.... já ég var hálfpartinn búin að treysta því að geta bara lært af Höllu Guðrúnu í eldamennsku og innkaupaferðum enda er það ekki mín sterkasta hlið!!! Búin að fara tvisvar sinnum í búðina og snúast hringi (þrátt fyrir að vera með tossamiða) og ég er ennþá með það á tilfinningunni að ég hafi gleymt einhverju....!!
Það er ótrúlegt hvað maður kemst alltaf meira og meira að því hvað Íslendingar keppast við að vinna sem mest og það virðist bara vera skandall ef það er eitthvað lokað... ég verð að viðukenna að norski stíllinn er að koma sterkur inn hjá mér.
Nú er bara verið að skúra, skrúbba og bóna hér á Alexander Kiellandsgötu í hlýju vorsólinni... ótrúlega hvað gott veður og hlýtt veður léttir lundina...
Já Noregur ætlar greinilega að flagga sínu fegursta fyrir Garðstaðabúa.
Ha de
þriðjudagur, 3. apríl 2007
Hið fagra föðurland... er hægt að eiga tvö....
Jæja þá er hin óvænta og stutta ferð til föðurlandins liðin undir lok. Lopasokkalandið sýndi að það er mjög góður erfingji krónu föðurlandins fyrir okkur með 15 stiga hita og sól. Eftir viku í rigningunni á Íslandi var gott að koma út í hlýjan andvara og fersk fjallaloftið hér. (Heyriði hvað ég er að verða jákvæð....!?)
Það var gaman að sletta aðeins úr klaufunum á Íslandi og virkaði eins og vítamínsprauta á mig. Jafnframt ágætt að sjá að ekki mikið hefur breyst á landinu þrátt fyrir 3 mánaða fjarveru okkar... lífið gengur sinn vanagang fyrir utan einn nýjan fjölskyldumeðlim hjá Viktori sem ég var svoo heppin að sjá... hin hárprúða Íris slær mörg met í krúttleika.
Ég náði að koma heim frá Íslandi með ferðatösku í yfirvikt enda full af harðfiski, osti og kaffi. Já.... sumt getur maður bara ekki verið án.
Skrýtið er þó að eyða deginum hér ein án Viktors sem staddur er við Afíkustrendur með ís á ökkla eftir leiðinda fall á æfingu. Annars hefur honum gengið vel úti og spennan hér í Noregi er að magnast enda byrjar deildin á Mánudaginn og auglýsingar út um allt. Fyrsti leikur Viktors er heimaleikur gegn Fredrikstad á mánudaginn. Lýsingu á leiknum má finna á þessari síðu (reyni að gera eins vel og ég get)
Nú stendur þó undirbúningur komu tengdafjölskyldunnar í hámarki enda bara tvær dagar þangað til. Fleiri fregnir af því síðar....
Takk fyrir mig á Íslandi kæra fólk.....!!!!
ha de
Það var gaman að sletta aðeins úr klaufunum á Íslandi og virkaði eins og vítamínsprauta á mig. Jafnframt ágætt að sjá að ekki mikið hefur breyst á landinu þrátt fyrir 3 mánaða fjarveru okkar... lífið gengur sinn vanagang fyrir utan einn nýjan fjölskyldumeðlim hjá Viktori sem ég var svoo heppin að sjá... hin hárprúða Íris slær mörg met í krúttleika.
Ég náði að koma heim frá Íslandi með ferðatösku í yfirvikt enda full af harðfiski, osti og kaffi. Já.... sumt getur maður bara ekki verið án.
Skrýtið er þó að eyða deginum hér ein án Viktors sem staddur er við Afíkustrendur með ís á ökkla eftir leiðinda fall á æfingu. Annars hefur honum gengið vel úti og spennan hér í Noregi er að magnast enda byrjar deildin á Mánudaginn og auglýsingar út um allt. Fyrsti leikur Viktors er heimaleikur gegn Fredrikstad á mánudaginn. Lýsingu á leiknum má finna á þessari síðu (reyni að gera eins vel og ég get)
Nú stendur þó undirbúningur komu tengdafjölskyldunnar í hámarki enda bara tvær dagar þangað til. Fleiri fregnir af því síðar....
Takk fyrir mig á Íslandi kæra fólk.....!!!!
ha de
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)