sunnudagur, 8. apríl 2007

Gulls igildi...

Málshættirnir í páskaeggjunum eru skemmtilegastir....

Viktor: Giftu þig aldrei til fjár,
það er ódýrara að taka lán.

Álfrún : Verkfæri eru best ný,
en vinátta er best gömul.


Það er hefð á páskunum að deila málháttum með fjölskyldunni......

Hvernig málshætti fenguð þið???

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Allar ár renna til sjávar

Nafnlaus sagði...

Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur, aumt er einlífi og að öllu er nokkuð


Kveðja
pabbi pv

Nafnlaus sagði...

Steinunn Vala: Fötin prýða manninn

Védís: Svo má góðu venjast að gæðalaust þyki

Mann ekki hver minn var því pabbi þinn fékk þennan hrikalega þunglyndislega málshátt um böl búskapar og hryggð hjúskapar sem skyggði á allt og var lesinn upp í páskaboðinu hjá ömmu Rúnu. Hann olli því að umræðan fór að snúast um húsmóðurstörf og eldamennsku og kom þá í ljós að afi Kjóll reyndist vera harðasti femínistinn í fjölskyldunni og taldi það mikla sóun á kröftum og atgervi kvenna að hafa hlekkjað þær við eldhússtörfin öldum saman. Amma Rúna laumaði því að að hann hefði nú uppgötvað þetta full seint.

Nafnlaus sagði...

Steinunn Vala: Fötin prýða manninn

Védís: Svo má góðu venjast að gæðalaust þyki

Mann ekki hver minn var því pabbi þinn fékk þennan hrikalega þunglyndislega málshátt um böl búskapar og hryggð hjúskapar sem skyggði á allt og var lesinn upp í páskaboðinu hjá ömmu Rúnu. Hann olli því að umræðan fór að snúast um húsmóðurstörf og eldamennsku og kom þá í ljós að afi Kjóll reyndist vera harðasti femínistinn í fjölskyldunni og taldi það mikla sóun á kröftum og atgervi kvenna að hafa hlekkjað þær við eldhússtörfin öldum saman. Amma Rúna laumaði því að að hann hefði nú uppgötvað þetta full seint.

Nafnlaus sagði...

Maður er það sem maður borðar...

Reyndar fékk Addý litla þennan en ég tók hann til mín. Og hætti að borða páskaegg.

Nafnlaus sagði...

Enginn lifir svo lengi að hann eigi ekki einhverju ólokið....fékk ég..! Ætla ekki að byrja á neinu í dag....

Nafnlaus sagði...

..ekki á morgun heldur..Páskakveðjur´, Binni.

Nafnlaus sagði...

"Ánægjan er auði betri"

Nafnlaus sagði...

já Harpa, mamma þín gaf mér einmitt einu sinni platta með þessum málshætti á. Humm hvar ætli hann sé...
"Mörg eru dags raunin" fékk ég

Unknown sagði...

Sael Alfrun min!

Eg var nu ekki svo heppin ad fa islenskt paskaegg thetta arid en allt i godu, for bara uti bud og keypti mer sudduladistykki i stadin :)

Ja annars datt mer nu bara i hug ad senda ther kvedju, er mikid med norskri vinkonu minni herna thessa dagana. Hun er einmitt fra Oslo, eda svona Hafnarfirdi Osloar, rett fyrir utan borgina. Hun er oft ad segja mer fyndnar lopasokkasogur fra Noregi, svo mer verdur oft hugsad til thin.

Alltaf gaman ad fylgjast med blogginu, vonandi forum vid svo ad sjast bradlega.

Knus og hlyja!

Malla i lopasokkum.

Unknown sagði...

ja einmitt eg for ekki uti bud og keypti mer sudduladistykki... heldur sukkuladistykki :) bara svona hafa thad a hreinu...

Malla

Nafnlaus sagði...

elsku Álfrún og Viktor Gleðilegt sumar og það er yndislegt að sumarið er komið hjá ykkur ég held að það sé á leiðinni hér hjá okkur. amma ætlaði að segja ykkur málshættina sen við afi fengum. Segðu ekki allt sem þú hugsar en hugsaðu allt sem þú segir. Ánægjan er starfsemi æskunnar, starfsemin er ánægja ellinnar.Af okkur er allt gott að frétta Sigga Bára komin aftur heim hress og kát á laugardaginn ætlar Siggi Valur að hafa kaffiboð í tilefni afmælinsins.ég er hálf feimin við þessa tölvu sem við vorum að fá og skrifa þér seinna Bestu kvðjkur til Viktors .amma og afi