miðvikudagur, 4. apríl 2007

Frí... frí ...páskafrí....?

Það var ekki fyrr en ég kom hingað til Noregs aftur að ég fattaði hversu stutt það væri í sjálfa páskahátíðina. Hér er ekki þverfótað fyrir páskaskrauti í öllum búðum og því sá ég mér ekki fært um annað en að spýta í lófana og taka þátt í gulu gleðinni.

Ég verð þó að viðurkenna það að ég fékk nett í magann þegar ég uppgötvaði það að ALLAR búðir eru lokaðar frá fimmtudegi til þriðjudags!! ....og 5 manna fjölskylda væntanleg til okkar á morgun.... já ég var hálfpartinn búin að treysta því að geta bara lært af Höllu Guðrúnu í eldamennsku og innkaupaferðum enda er það ekki mín sterkasta hlið!!! Búin að fara tvisvar sinnum í búðina og snúast hringi (þrátt fyrir að vera með tossamiða) og ég er ennþá með það á tilfinningunni að ég hafi gleymt einhverju....!!

Það er ótrúlegt hvað maður kemst alltaf meira og meira að því hvað Íslendingar keppast við að vinna sem mest og það virðist bara vera skandall ef það er eitthvað lokað... ég verð að viðukenna að norski stíllinn er að koma sterkur inn hjá mér.

Nú er bara verið að skúra, skrúbba og bóna hér á Alexander Kiellandsgötu í hlýju vorsólinni... ótrúlega hvað gott veður og hlýtt veður léttir lundina...

Já Noregur ætlar greinilega að flagga sínu fegursta fyrir Garðstaðabúa.

Ha de

3 ummæli:

SONJA sagði...

Sjáumst á eftir... vá hvað ég er búin að bíða lengi eftir að segja þetta! Hlakka til að sjá ykkur og ykkar líf í NO.
LUV, sonja systir

Nafnlaus sagði...

Mér líst afar vel á að þið Halla tengdó standið saman í eldhúsinu.Það má áreiðanlega mikið læra af henni.
Njótið öll páskanna í Lille.

Nafnlaus sagði...

http://www.myspace.com/harpaharp erum við að tala um stelpu sem er algjörlega að fara á bak orða sinna.