fimmtudagur, 12. apríl 2007

Blasið til leiks


Á mánudaginn byrjaði norska deildin af fullum krafti og Lúðasröm lifnaði við. Hvert sem maður leit var fólk klætt í gulu og svörtum lit og greinilegt að allur bærinn og meira til eru harðir stuðningsmenn síns liðs. Við þurftum að (við ekki miklar undirtektir hjá mér) að setja forláta LSK fána út á svalir hjá okkur... öll gatan var því klædd gulum og svörtum lit. Norrmenn eru greinilega mjög samhentir í þessum málum því bara örfáar hræður skrópuðu í fánamálunum.

Nákvæmlega tveimur tímum fyrir leik fór svo fólk að streyma niður götuna okkar í átt að leikvanginum með sjálft lukkudýrið Kanarífuglinn í broddi fylkingar. Þetta var mikil upplifun fyrir undirritaða og gesti enda gátum við fylgst með öll frá svölunum.

Stuðningsmenn Lsk aka Kanarífuglarnir eru taldir með betri stuðningsmannafélögum í Noregi og sýndu þeir það og sönnuðu á þessu fyrsta leik. Um 11.500 manns fylltu leikvanginn sem tekur 12.000 manns allt í allt. Þetta var mikil fótboltaupplifun fyrir mig þótt að Viktor hafi ekki fengið að spreyta sig í þessum leik. Hann á við ökklameiðli að stríða þessa dagana en á að vera orðin góður eftir helgi. Það verður gaman að sjá hann spranga um í gulum búning þegar líða tekur á sumarið. Okkar menn unnu leikinn 3-0 gegn Fredrikstad og samkvæmt spám norskra fjölmiðla mun LSK lenda í einu af fyrstu þremur sætunum.


Annars er allt mjög gott að frétta af okkur, Garðstæðingar eru hér enn og því mikið stuð hjá okkur. Vilhelm Bjarki heldur uppi miklu fjöri og segist bara vilja flytja til Lopasokkalands. Þannig að Lúðaström og Noregur virðist leggjast vel í gesti okkar.
Gísli Arnar er búinn að vera í fullri vinnu við að hjálpa okkur að hengja upp myndir og laga ýmislegt á meðan Halla Guðrún er búin að vera í eldhúsinu... held að við gætum ekki beðið um betri gesti!
Nú er sól og upp undir 20 stiga hiti og er förinni heitið til höfuðborgarinnar í dag.
Ha de

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geggjað flott, þegar ég var lítill var gulur og svartur uppáhalds litasamsetningin mín. Vildi alltaf fá svartar buxur og gula peysu úr H&M vörulistanum heima hjá ömmu.

Nafnlaus sagði...

Fátt er nú lúðalegra en að flagga fótboltafána á svölunum. Hvað er málið? Er kominn sumardagurinn fyrsti hjá ykkur? Mér sýnist nú vera snjóföl á jörð - 20 stiga hiti hvað? Bið að heilsa í bingóið og vona að Viktor geti von bráðar farið að flagga öllum skönkum og ökklum með. Áfram Lúðaström!

P*aldis sagði...

Skjótan Bata !!

P*aldis sagði...

Bergur: Skil þig vel! Ég ætti að geta reddað þér eins og einni yndisfagurri ÍA-treyju.

Við fylgjumst spennt með hérna á nk2 á mánudögum.

kveðja
S