þriðjudagur, 3. apríl 2007

Hið fagra föðurland... er hægt að eiga tvö....

Jæja þá er hin óvænta og stutta ferð til föðurlandins liðin undir lok. Lopasokkalandið sýndi að það er mjög góður erfingji krónu föðurlandins fyrir okkur með 15 stiga hita og sól. Eftir viku í rigningunni á Íslandi var gott að koma út í hlýjan andvara og fersk fjallaloftið hér. (Heyriði hvað ég er að verða jákvæð....!?)

Það var gaman að sletta aðeins úr klaufunum á Íslandi og virkaði eins og vítamínsprauta á mig. Jafnframt ágætt að sjá að ekki mikið hefur breyst á landinu þrátt fyrir 3 mánaða fjarveru okkar... lífið gengur sinn vanagang fyrir utan einn nýjan fjölskyldumeðlim hjá Viktori sem ég var svoo heppin að sjá... hin hárprúða Íris slær mörg met í krúttleika.

Ég náði að koma heim frá Íslandi með ferðatösku í yfirvikt enda full af harðfiski, osti og kaffi. Já.... sumt getur maður bara ekki verið án.

Skrýtið er þó að eyða deginum hér ein án Viktors sem staddur er við Afíkustrendur með ís á ökkla eftir leiðinda fall á æfingu. Annars hefur honum gengið vel úti og spennan hér í Noregi er að magnast enda byrjar deildin á Mánudaginn og auglýsingar út um allt. Fyrsti leikur Viktors er heimaleikur gegn Fredrikstad á mánudaginn. Lýsingu á leiknum má finna á þessari síðu (reyni að gera eins vel og ég get)

Nú stendur þó undirbúningur komu tengdafjölskyldunnar í hámarki enda bara tvær dagar þangað til. Fleiri fregnir af því síðar....

Takk fyrir mig á Íslandi kæra fólk.....!!!!

ha de

4 ummæli:

SONJA sagði...

jesss bara þessi nótt og ein í viðbót og svo komum við... jesss! Vilhelm missti sig í gleðinni þegar ég sagði honum að hann þyrfti bara að sofa tvisvar sinnum og svo færum við til Noregs, hann var BARA ánægður þetta krútt. Nú er ég að þvo þvott og ganga frá því sem ég þarf að taka með... spennan er í hámarki! Hlakka til að koma og sjá slotið ykkar fína og flottasta.
luv, Sonja systir

Nafnlaus sagði...

Ótrúlega gaman að sjá þig hérna á landinu :) Sjáumst vonandi bráðum.. eða allavega á þessu ári eða næsta !

SONJA sagði...

jæja, hvernig viðrar í Lopasokkalandi? Hvað á að fara í ferðatöskuna... ?

Álfrún og Viktor Noregsfarar sagði...

Lopasokkaland ætlar að taka á móti ykkur með hlýju lofti.. 10 stig virðist vera meðalhitinn þessa dagana... ekki kannski sandala veður en engu að síður geturu skilið vetrarúlpuna eftir heima....

hmm vona að þetta hjálpar eitthvað.....hahaha