þriðjudagur, 29. maí 2007

Allt er a tja og tundri

Ég hef þjáðst af nettum bloggleiða undanfarna daga en mér skilst að þetta hráji flesta "bloggara" en líður skjótt hjá... innilegar afsökunarbeiðnir í þessu sinnuleysi frá lopasokkalandi!!

Hér hefur mikið gerst síðan síðast.. Halla Guðrún og Gísli Arnar eru búin að heiðra okkur með nærveru sinni þessa helgina. Það er því búið að afreka miklu m.a pallinn lakkaður og blóm kominn í potta. Hefði ekki gerst ef dugnaðarforkarnir hefði ekki litið við.. ekki skrýtið að þau eru búin að byggja hús!!
Einnig hafa þeir feðgar minnkað forgjöfina sína í heljarinnar golfferðum síðustu daga. Þau fara á í fyrramálið aftur heim með þessu nýja (og frekar sérkennilega en ódýra ) nætur/morgunflugi.

Ég er byrjuð að vinna sem er æði!!! En það er svolítið erfitt að byrja að standa svona allan daginn aftur og er ég frekar lúinn í lok dags... ( ég sem var í svo góðri þjálfun eftir 6 ár í Kringlunni)!! Þessi verslunarmiðstöð er ívið flottari enda bara 6 mánaða gömul og heitir House of Oslo. Mikið af fallegum innanhúsmunum þar!! Sakna nú samt fatalufsanna,

Viktor er byrjaður af æfa aftur með liðinu eftir sárar 7 vikur í meiðslum. Öllum til mikillar ánægju og gleði þó mest atvinnumanninum sjálfum!!! Hann var að fá þær fréttir í dag að Lilleström er með KR-ingum í riðli í Ervópukeppninni og mun hann því líklega koma til íslands í lok júlí til að keppa í Frostaskjóli. Miðað við gengi svarthvítu hetjanna undanfarið mun þessi leikur fara okkar mönnum í hag .... (þ.e.a.s Lilleström!)

Að lokum viljum við lopasokkar óska nokkrum afreksmönnum í familiunni til hamingju...

Sindra með leiklistargráðuna... jess innilega til Lukku!!

Hörpu með stúdentsprófin... þú varst víst langflottust á útskriftinni!!!

Kristjáni frænda með stúdentinn ... og gangi þér vel í Danaveldi!!

Melkorku frænku fyrir glæsilega útkomu á stúdentsprófunum!!

Ofangreindir eru allir velkomnir í útskriftarferð í norsku sumarblíðuna... ****


Ha de

laugardagur, 19. maí 2007

Þjoðerniskennd Norrmanna 17 mai

Þjóðhátíðardagur Noregs gekk í garð með pompi og pragt svo vægt sé til orða tekið. Klukkan 10 um morguninn voru við vakin með lúðrasveit og skrúðgöngu fyrir utan gluggan okkar. Það var mjög merkilegt að sjá alla lopasokkana þrama í kór í sértilgerðum lopasokkabúningum ( þjóðbúningum). Hefð er fyrir því hér að Norrmenn fá búninginn í fermingargjöf og eiga því allir yfir þeim aldri svona. Þetta magnaði bara þjóðhátíðaráhrifin.
Klukkan tvö um daginn hrukku við síðan aftur í kút í stofunni okkar en þá marseruðu tilvonandi stúdentar (það er kalllað russar á Norsku) framhjá glugganum með teknótónlist og flautur í kjaftinum. Ekki minni læti þá. Russarnir eru búnir að vera að "dimmtera" í mánuð og er þessi dagur rúsínan í pysluendanum fyrir krakkana... nú byrja prófin!
Um kvöldið fórum við í heljarinnar íslendingagrill hjá Gunnhildi og hér fyrir neðan gefur á að líta svipmyndir frá þessum degi.
Frábær dagur með sól og sumaryl....





föstudagur, 11. maí 2007

Sma fra mer

Allir að skoða þennan skemmtilega dans....

Til ykkar allra sem eru að skoða síðuna.....

http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=278836343591

fimmtudagur, 10. maí 2007

Svekkjandi..

Evrópa kann greinilega ekki að meta góða tónlist ...

Rauðhærða kyntröllið okkar var klárlega með skástu lögunum í þessari keppni og dansandi dívan frá Lopasokklandi kunni allaveganna að klæða sig í þrjá kjóla á sama tíma!!

Samt sem áður er hægt að hughreysta sig við það að í Eurovision er endast búið að safna saman verstu lögunum frá hverju landi .... þannig að það var bara fínt að við vorum ekki með í þeim hópi að þessu sinni!

Afhverju er maður samt alltaf jafn svekktur yfir þessari leiðinlegu keppni ... hún hefur sama skemmtanagildi fyrir mig og fegurðasamkeppnir! ... sitja fyrir framan imban og hlæja að öllu fáranlega fólkinu á sviðinu... sorglegt en á sama tíma fullnægjandi fyrir sálina....

Múhahahahahahahahahahahaha

laugardagur, 5. maí 2007

Safnandi solargeislum


"Það er sko geggjað veður úti, ýkt heitt og heiðskírt. Gerum eitthvað!," segir húsfreyjan brosandi við bóndann sinn sem dæsir eftir að hafa verið hoppandi og skoppandi allan liðlangan daginn.
"Já en er í lagi að ég slappi aðeins af?! Ég er sko búinn á því í löppunum. Var látinn hlaupa 5*10 í dag plús að ég var lyfta eftir hádegi. Alveg búinn sko," segir bóndinn hendir sér uppí sófa með lappirnar upp í loft.
Húsfreyjan er nú ekki svo ánægð með þetta svar enda ekki orðin vön því að sólin skíni allan daginn og 20 stiga hiti er undir meðallagi yfir sumartíman í þessu landi. Henni langar helst að sleikja alla sólargeisla upp til agna því hver veit hvenær þeir láti sjá sig aftur. Á heimaslóðum þessara skötuhjúa er sólin nefninlega sjaldséð sjón og þau því vön að sleikja alla geisla sem brjótast gegnum skýjabakkana yfir litlu eyjunni.
Hún er að verða eins og rússi sem villist inn í Walmart á kreppuárunum. Liggur við að hún hamstri sólargeislana þannig að hún geti notað þá seinna þegar rigningartíminn hefst.
Bóndinn er að verða frekar þreyttur á þessu og notar hvert tækifæri til að minna hana á það að þau hafi nógan tíma til að njóta sólarinnar og veðurblíðunnar. Svona verður sumarið og þau eru nú íbúar í þessu landi. Hvorki sólinn né þau eru að fara neitt.