þriðjudagur, 29. maí 2007

Allt er a tja og tundri

Ég hef þjáðst af nettum bloggleiða undanfarna daga en mér skilst að þetta hráji flesta "bloggara" en líður skjótt hjá... innilegar afsökunarbeiðnir í þessu sinnuleysi frá lopasokkalandi!!

Hér hefur mikið gerst síðan síðast.. Halla Guðrún og Gísli Arnar eru búin að heiðra okkur með nærveru sinni þessa helgina. Það er því búið að afreka miklu m.a pallinn lakkaður og blóm kominn í potta. Hefði ekki gerst ef dugnaðarforkarnir hefði ekki litið við.. ekki skrýtið að þau eru búin að byggja hús!!
Einnig hafa þeir feðgar minnkað forgjöfina sína í heljarinnar golfferðum síðustu daga. Þau fara á í fyrramálið aftur heim með þessu nýja (og frekar sérkennilega en ódýra ) nætur/morgunflugi.

Ég er byrjuð að vinna sem er æði!!! En það er svolítið erfitt að byrja að standa svona allan daginn aftur og er ég frekar lúinn í lok dags... ( ég sem var í svo góðri þjálfun eftir 6 ár í Kringlunni)!! Þessi verslunarmiðstöð er ívið flottari enda bara 6 mánaða gömul og heitir House of Oslo. Mikið af fallegum innanhúsmunum þar!! Sakna nú samt fatalufsanna,

Viktor er byrjaður af æfa aftur með liðinu eftir sárar 7 vikur í meiðslum. Öllum til mikillar ánægju og gleði þó mest atvinnumanninum sjálfum!!! Hann var að fá þær fréttir í dag að Lilleström er með KR-ingum í riðli í Ervópukeppninni og mun hann því líklega koma til íslands í lok júlí til að keppa í Frostaskjóli. Miðað við gengi svarthvítu hetjanna undanfarið mun þessi leikur fara okkar mönnum í hag .... (þ.e.a.s Lilleström!)

Að lokum viljum við lopasokkar óska nokkrum afreksmönnum í familiunni til hamingju...

Sindra með leiklistargráðuna... jess innilega til Lukku!!

Hörpu með stúdentsprófin... þú varst víst langflottust á útskriftinni!!!

Kristjáni frænda með stúdentinn ... og gangi þér vel í Danaveldi!!

Melkorku frænku fyrir glæsilega útkomu á stúdentsprófunum!!

Ofangreindir eru allir velkomnir í útskriftarferð í norsku sumarblíðuna... ****


Ha de

3 ummæli:

SONJA sagði...

jesss loksins kom nýtt... var orðin leið á hinni!
Mamma og pabbi komu með sólina með sér frá Lillestrøm... bongóblíða í 101 í dag... loksins!
Þótt þið hafið bara haft m+p í nokkra daga þá fannst mér þið vera búin að hafa þau nógu lengi og vildi fá þau heim til mín ekki seinna en í gær... er búin að hringja í báða símana þeirra en þau eru með slökkt og ekki komin heim... er ég í lagi? Grétari finnst það ekki! kommon þau eru lent!
Er að fara að undirbúa fyrir partýið... þið vitið taka til og svona... gaman! Daman ætlar að vera í næturpössun hjá ömmu og afa í fyrsta skipti það verður spennandi að sjá hvernig það á eftir að ganga... ábyggilega vel samt!
Hlakka til að fá ykkur heim eftir rúman mánuð... kannski að framkvæmdirnar í húsinu hjá mér verði búnar þá, eftir 5 mánaða meðgöngu, demn! Alveg komin með nóg af þessu, arrrrrg!
Jæja það er of augljóst að ég hef ekkert að gera svona snemma morguns, búin að tala við Freyju á skype, mamma og pabbi svara ekki, Íris sefur og ég nenni ekki að taka til í þvottahúsinu... æi jú ég ætla að fara í það!
tjá,
sonja sys sem hefur ekkert betra að gera en að missa sig á comment-svæðinu hjá lillabro og álfi í NO

Sindri sagði...

Takk fyrir og til lukku sjálf
...með nýju vinnuna!

Nafnlaus sagði...

Gott comment Sonja mín...híhí

Já sammála Álfrún mín, þú verður að herða þig í blogginu. Það er svo gaman að lesa um ykkur.

Núna áttum við að vera hjá ykkur...urr skrambans hvað þetta þurfti að vera dýrt. Í staðinn fyrir sitjum við hér og sötrum rauðvín, bjór og kaffi með bailys og skiptumst á að tala á skypinu.
Hefði svo verið til í að koma til ykkar...vonandi fljótlega.

Vó..færslan stefnir í að vera eins og löng og hjá Sonju:)