laugardagur, 5. maí 2007

Safnandi solargeislum


"Það er sko geggjað veður úti, ýkt heitt og heiðskírt. Gerum eitthvað!," segir húsfreyjan brosandi við bóndann sinn sem dæsir eftir að hafa verið hoppandi og skoppandi allan liðlangan daginn.
"Já en er í lagi að ég slappi aðeins af?! Ég er sko búinn á því í löppunum. Var látinn hlaupa 5*10 í dag plús að ég var lyfta eftir hádegi. Alveg búinn sko," segir bóndinn hendir sér uppí sófa með lappirnar upp í loft.
Húsfreyjan er nú ekki svo ánægð með þetta svar enda ekki orðin vön því að sólin skíni allan daginn og 20 stiga hiti er undir meðallagi yfir sumartíman í þessu landi. Henni langar helst að sleikja alla sólargeisla upp til agna því hver veit hvenær þeir láti sjá sig aftur. Á heimaslóðum þessara skötuhjúa er sólin nefninlega sjaldséð sjón og þau því vön að sleikja alla geisla sem brjótast gegnum skýjabakkana yfir litlu eyjunni.
Hún er að verða eins og rússi sem villist inn í Walmart á kreppuárunum. Liggur við að hún hamstri sólargeislana þannig að hún geti notað þá seinna þegar rigningartíminn hefst.
Bóndinn er að verða frekar þreyttur á þessu og notar hvert tækifæri til að minna hana á það að þau hafi nógan tíma til að njóta sólarinnar og veðurblíðunnar. Svona verður sumarið og þau eru nú íbúar í þessu landi. Hvorki sólinn né þau eru að fara neitt.

8 ummæli:

SONJA sagði...

Hehehe sé þetta alveg fyrir mér...
Var að hugsa í morgun í sturtunni hvað ég sakna sólbaðsins í sturtunni, ekki hvar sem er sem það er hægt! Mæli með sturtuferð á Alexandersgate (eða heitir gatan ykkar ekki það?) ef þið eigið leið þar hjá lesendur góðir! Held að mamma sé öll kvöld á netinu að finna ferðir til Noregs... hún á eftir að vera, segi kannski ekki daglegur gestur en allan vegana mánaðarlegur. Ykkar er sárt saknað...
sonja sys

ps. íris er með stærri fætur en frændi hennar hann gunnsteinn sem er 6 mánuðum eldri en hún, hvernig endar þetta?!

Nafnlaus sagði...

líklega er einhver amma Rúna í þér Álfrún. En hún lá í sólbaði á stofugófinu við opnar svaldyr ef það var of kalt til að liggja úti.

Nafnlaus sagði...

Vá hvað ég kannast við þetta. Þegar HE skríður orkulaus heim af æfingu er ég æst í að fara út að leika:)

Hér er reyndar komin rigning eftir langt sólartímabil..kveðja Freyja í Vestur-Norge

Nafnlaus sagði...

Varðandi greit á norsku þá var ég líka að misskilja það, því það þýðir ekki æðislegt heldur þýðir það ok. Det er greit þýðir sem sagt that's ok. Þeir nota frekar flott sem great, þ.e. det er flott.

Smá norsku kennsla í boði Viking.

SONJA sagði...

Til hamingju með sigurinn LSK fólk... ekki amaleg byrjun á tímabili :D
ÁFRAM LSK

Nafnlaus sagði...

haha skemmtilegt blogg :D Væri til í að hitinn væri jafn hár hjá okkur og ykkur =) hafið það gott :*

Nafnlaus sagði...

ég sakna ykkar... það er líka gott veður þessa dagana á Íslandi. Komiði frekar bara heim, ála þá skal ég lofa að koma alltaf út að leika þegar þú vilt :) og þú þarft ekki að biðja mig tvisvar!
Ást og knús Stinx

SONJA sagði...

Sambandsleysi...?
Ert þú elskulegi bróðir minn búinn að hafna mér eða færð þú ekki sms-in frá mér né símhringingarnar? :D
kv. sonja litla "stóra" sys