föstudagur, 17. ágúst 2007

Biðin mikla ekki a enda enn

Kæra fólk!

Mér þykir miður að þurfa að færa ykkur engar fréttir af 5 mánaða sónarnum í dag... tímanum okkar var nefninlega FRESTAÐ. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum eru hins vegar ÁNÆGJULEGAR því loksins er Viktor komin inn í liðið ( eða hóp ) fyrir bikarleik Lilleström við Oslóarliðið Fc Lyn á sunnudaginn. Eftir næstum því 5 mánaða meiðslavesen er ekki annað en hægt að gleðjast yfir þessum fréttum. Það var því ekki hægt að biðja um frí á síðustu æfingu fyrir leik fyrir sónarinn.
Við mæðginin/mæðgurnar gáfum þessu mikinn skilning. Næsti tími er 28/8 klukkan 19.30 á staðartíma... honum verður EKKI frestað!! Enda spenningur mikill hér á bæ. Þessi tími hentar okkur mjög vel þar sem litli álfurinn er ávallt hinn hressasti á kvöldin og byrjaður að minna mjög á sig. Við búumst því við mikilli fimleikasýningu í sónarnum!

Annars er þetta búin að vera mjög viðburðarrík vika fyrir okkur bæði... Viktor er búinn að vera á brjáluðum æfingum enda virðist þjálfarinn hafa gert það að forgangsverkefni að koma honum í form sem er mjög gott. Hann er því búin að vera í fullri keyrslu ásamt furðulegum sjokkmeðferðum fyrir ökklann sem þó virðast vera að skila sínu.

Ég búin að vera í skólanum á hverjum einasta degi og líst bara vel á. Í fyrstu var þetta mjög yfirþyrmandi enda Háskólinn í Osló mjög stór með yfir 60.000 nemendur. "Campus svæðið" er eins lítill sér bær inní miðri Osló með búðum, leikskólum, læknaþjónustu o.sfrv.
Ég er búin að velja með fjölmiðlafræði með kynjafræðilegu sjónarhorni eða "Medievitenskap med ett kjönnsperspektiv" þannig að ég mun á endanum útskrifast með BA próf í fjölmiðlun eins og planið var frá byrjun. Mjög spennandi og vona ég að við náum að stansa í Noregi nógu lengi til þess að ég geti klárað.
Fyrsta önnin mín verður þó endast helguð femínisma og mannfræði ásamt einu kúrs í heimspeki. Spennó!

Bumbumyndir verða að bíða fyrir spennta áhorfendur því síða fyrir slíkar myndir er í vinnslu sem stendur... ég er samt búin að stækka ört síðan klakaheimsókn átti sér stað og get ég ekki falið kúluna lengur. Já ég er "þessi ólétta" núna.

Læt eina skemmtilega mynd af þremur ofurhugum sem létu lofthræðslu ekki á sig fá og drifu sig alla leið upp í turnin á Holmenkollen skíðstökkpallinum.


Höfum það á hreinu að langamman nánast skokkaði upp rúmlega 100 tröppur á meðan sú ólétta sat niðri á bekk.

Hafið það gott eða Ha de og go´helg

8 ummæli:

Sindri sagði...

En frábært...
Loksins fær Viktor að 'spila'! ;)

Þetta nám hljómar mjög spennandi og ég ekki frá því að það örli fyrir smá öfund... þægilegt að vera í skóla ;)

Kveðja
Tígul Tían

Unknown sagði...

Við erum glöð að fá þessar fréttir. Langar mjög að hoppa í næstu vél.
Já, við vorum brött að fara alla leið upp. Ég í annað sinn að drepast úr lofthræðslu á meðan mamma gamla hékk fram á handriðið og góndi upp um sveitir Noregs. Þvílík hetja þar á ferð. Vorum að halda upp á 75 ára afmæli hennar. Geri aðrir betur.
Skólinn verður spennandi hjá þér Álfrún mín.
Vonum að allt gangi sem allra best.
Heyrumst á morgun.

Kveðja, frá Garðsstöðum

SONJA sagði...

jessss... þetta eru frábærar fréttir!
Loksins er biðin á enda... þú rúllar þessum vitleysingum upp brósi minn... þú ert nefnilega bestur!
Ég var orðin svo spennt að fá fréttir af frænks/frænda en ég sætti mig við bið vegna fótboltaleiks. VBV fékk KR dress frá toppi til táar í afmælisgjöf + KR fána... díses... og markmanshanska... hann ætlar í mark!!
Frábært með fjölmiðlafræðina Álfa mín... þú rúllar þessu upp!
Niðurrif og rusl er það sem einkennir okkar líf þessa dagana... bögg!
luv, sonja sys

Nafnlaus sagði...

Þú ert þá eiginlega komin í fjölkynjafræði Álfrún mín það er framúrstefnulegt! Hugsum til Viktors í dag og vonum að hann fái tækifæri til að skjóta föstum ökklaskotum á leiknum!

P*aldis sagði...

Fylgdumst með leiknum..

. ..hugsum til ykkar á hverjum degi!
*mwa*

Nafnlaus sagði...

Fylgist spennt með - þetta er svo skemmtilegt :o) - Signý frænka

Nafnlaus sagði...

hæ álfrún - hjartanlega til hamingju með bumbuna, mikið held ég að þú sért sæt með svona litla kúlu :)
maður fréttir ekki margt á milli landa en núna er ég búin að finna síðuna ykkar og bæta henni í bloggrúntinn minn þannig að ég get fylgst örlítið með..
bestu kveðjur frá okkur köbenbúum.

sóley k

Nafnlaus sagði...

Hei lov,
takk fyrir kommentið

Ég er ekki komin með norskt númer bíð bara og bíð
..en farðu nú að koma inn á msn,
svo við getum borið saman norskar bækur okkar
hahahaha :Þ

Iris